Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 8.–11. júlí 2016
53. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Sé ég mjólkurtár
á hvarmi?
Lofar hækkunum
n Ari Edwald, forstjóri MS, ber
sig illa eftir að Samkeppnis
eftirlitið lagði 480 milljóna
króna stjórnvaldssekt á Mjólk
ursamsöluna fyrir að misnota
markaðsráðandi stöðu sína í
sölu á hrámjólk til keppinauta,
og klekkja þannig á öðrum að
ilum. Á honum má skilja að
fyrirtækið standi höllum fæti:
„Afkoman er í raun mjög lítil
af þessari starfsemi.“ Hann lof
ar viðskiptavinum því að þeir
muni borga sektina í formi
hærra vöruverðs. Ari fær bágt
fyrir hjá almannatenglinum
Andrési Jónssyni, sem skýrir
málið. „Glatað hvað margir trúa
svona MS söng um
að samkeppn
issektir séu
borgaðar af
neytendum.
Nei, þær
skapa færi
fyrir aðra að
keppa við þá
seku.“
ASKJA Regnfatasett
kr. 14.990
NAOMI 3ja laga jakki
kr. 24.900
RÚN Quick Dry bolur
kr. 4.900
MIST Regnjakki
kr. 18.990
STEINA Göngubuxur
kr. 14.300
BRÍET Flíspeysa
kr. 9.320
KÁRI Flíspeysa
kr. 14.900
LEIFUR Pólóbolur
kr. 4.500
FREYR Polarstretch
kr. 9.350
STÍGUR Göngubuxur
kr. 14.300
RÚNAR Quick Dry bolur
kr. 4.900
HRAFN Flíspeysa
kr. 7.990
LITIR
LITIR
LITIR
LITIR LITIR LITIR
LITIR
LITIR LITIR
LITIR LITIR
LITIR
VERSLANIR ICEWEAR
„Ég kveð í bili“
n Blaðamanninum Birni Þorláks-
syni var á dögunum hafnað í próf
kjöri Pírata. Hann hafnaði í sjö
unda sæti og kærði sig ekki um að
taka það. Hann sagði í kjölfarið
að stjórn Pírata hefði haldið hæf
asta og öflugasta fólkinu, sjálf
um sér og einhverjum öðrum, frá
efstu sætum. „Ég bauð mig fram
korter í þrjú en í þessu prófkjöri
kom á daginn að fremur fáa inni í
litla lokaða prófkjörinu langaði að
breyta heiminum með mér,“ skrif
aði hann á Facebook en nokkuð
fjaðrafok varð vegna orða hans.
Í kjölfarið hefur
Björn ákveðið
að hætta á
Facebook.
„Ef það hefur
nokkru sinni
verið dauða
færi til að taka
góða face
bookpásu
er það
nú.“
H
in heimsfrægu athafnahjón,
David og Victoria Beckham,
skráðu nöfn sín á hinn sí
stækkandi lista Íslandsvina á
fimmtudag þegar einkaflugvél þeirra
lenti á Reykjavíkurflugvelli. Ætlunin
er að dvelja hérlendis í sumarfríi í
nokkra daga og eru vinahjón þeirra
með í för. Beckhamhjónin verða
gestir auðjöfursins Björgólfs Thors
Björgólfssonar og herma heimildir
DV að hópurinn ætli meðal annars
að bregða sér í laxveiði. Langá á Mýr
um, ein allra besta laxveiðiá lands
ins, varð fyrir valinu og munu Beck
hamhjónin hefjast handa við að
renna fyrir fisk upp úr kl. 16 í dag,
föstudag.
Fáum sögum fer af áhuga Beck
hamhjónanna á veiði og virðist
hann vera nýr af nálinni. Fyrir ári
greindu erlendir fjölmiðlar þó frá því
að uppi hafi orðið fótur og fit í smá
bænum Weymouth í Englandi þegar
David fór í sjóstangaveiði með elsta
syni sínum, Brooklyn. Segja má að
knattspyrnukappinn sé heldur betur
að færa sig upp um deild með því að
takast á við villta íslenska laxa í stað
breskra golþorska.
Þá er ekki loku fyrir það
skotið að hjónin heim
sæki eitt af útibúum
Hamborgarabúllunnar
hérlendis en eins og frægt
er þá eru David og Victoria
miklir aðdáendur skyndi
bitastaðarins í London. Þar
ytra heitir veitingastaðurinn
Tommi's Burger Joint og
bókuðu hjónin meðal
annars staðinn undir
afmæli sonar síns,
Romeo, í fyrra. n
Beckham-hjónin renna fyrir lax
Heimsækja Ísland í fyrsta sinn í boði Björgólfs Thors