Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 15.–17. nóvember 20162 Fréttir V ið vorum að koma af frá- bærum fundi með fulltrúum innan ríkisráðuneytisins, sem gefur okkur tilefni til bjart- sýni. Okkur var afar vel tekið og það var lögð áhersla á að starfsmönn- um ráðuneytisins væri mjög um- hugað um farsæla lausn málsins. Við lögðum áherslu á að fyrsta krafa okk- ar væri sú að aðstæður sonar míns yrðu skoðaðar gaumgæfilega og metið hvort að hann sé ekki hæfur til að fá forræði yfir syni sínum. Til vara þá óskum við þess að Eyjólfur verði fóstraður hérlendis,“ segir Guð- ný Helga Þórhallsdóttir, föðuramma hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar. Aðstæður Eyjólfs hafa vakið mikla athygli fjölmiðla en nýlega kvað Hæstiréttur Íslands upp þann úr- skurð að drengurinn skyldi sendur út til Noregs í ljósi þess að norska barna- verndin hefði forsjárrétt yfir honum. Þar ytra er ráðgert að Eyjólfur verði fóstraður til 18 ára aldurs. Ef svo fer getur móðir drengsins aðeins heim- sótt hann tvisvar á ári í tvær klukku- stundir í senn, undir ströngu eftirliti. Samræður milli barnaverndaryfirvalda Reiðialda skók íslenskt samfélag þegar úrskurðurinn lá fyrir enda um að ræða íslenskan ríkisborgara. Fljótlega eftir úrskurðinn veitti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnastofu, viðtal á Bylgjunni þar sem hann sagði að viðræður væru í gangi milli stofnunarinnar og norskra barna- verndaryfirvalda. „Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla ann- að en að Norðmenn séu því sam- mála, en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ sagði Bragi. Hann áréttaði þó að málið væri á viðkvæmu stigi. Ófær um að annast son sinn Ljóst er að forsjá drengsins til fram- tíðar liggur ekki í höndum móður hans og fjölskyldu hennar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að móðir Eyjólfs, Elva Christina Hafnadóttir, hafi verið í mikilli neyslu og glímt við margþættan annan vanda. Þá hafi hún lýst sig ófæra um að ann- ast son sinn. Hún hafi síðan lýst mis- notkun móður sinnar á áfengi um langt skeið sem og ofbeldi föður síns gagnvart fjölskyldu sinni. Þá á hún að hafa ítrekað sagt að að hún óskaði þess að sonur sinn fengi ekki sams konar uppeldi og hún sjálf. Faðirinn væntanlegur til landsins Baráttan sem nú fari í hönd snúi að því hvort faðir drengsins, Sigurjón Elías Atlason, fái forræði yfir honum. „Sigurjón er væntanlegur til landsins í kvöld [aðfaranótt þriðjudags, innsk. blm.] og framundan eru annasamir dagar. Við ráðgerum að fara á fund utanríkismála- og velferðarráðu- neytisins á allra næstu dögum sem og annan fund hjá Barnastofu. Ég trúi ekki öðru en að aðstæður hjá syni mínum verði kannaðar í þaula og hann verði fyrsti valkostur varð- andi forsjá drengsins. Fyrir því ætlum við að berjast,“ segir Guðný Helga. Stuðningsmenn safna Málstaður sonar hennar hefur fengið meðbyr undanfarið og meðal annars hófu stuðningsmenn að safna fé til stuðnings feðgunum ungu. „Við erum mjög þakklát fyrir hlýhuginn. Baráttan verður kostnaðarsöm. Þetta er önnur ferð Sigurjóns til landsins á skömmum tíma og hér þarf hann að vera næstu vikurnar. Hann er að taka sér frí frá námi til þess að hella sér út í þetta og þarf að sjá fyrir fjölskyldu, þar á meðal nýfæddum syni, í Dan- mörku,“ segir Guðný Helga. n K O L R E S T A U R A N T · S K Ó L A V Ö R Ð U S T Í G U R 4 0 · S Í M I 5 1 7 7 4 7 4 · K O L R E S T A U R A N T . I S JÓLASTEMNINGIN HEFST 23. NÓV …og matseðillinn fer í léttan jólabúning VILLIBRÁÐARSÚPA, TVÍREYKT HANGIKJÖT, TÚNFISKUR, DJÚPSTEIKT ANDAR-CONFIT, GRAFIÐ HREINDÝR, HANGIREYKTUR LAX, KRÓNHJÖRTUR OG PURUSTEIK eða KOLAÐUR LAX, MÖNDLUKAKA Verð 8.990 kr. á mann Borðapantanir í síma 517 7474 eða kolrestaurant.is KVÖLD JÓLAMATSEÐILL Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Vilja að faðir Eyjólfs VErði fyrsti kostur n Sigurjón freistar þess að fá forræði yfir syni sínum Feðgar Aðeins eru þrjár vikur til stefnu þar til Eyjólfur Kristinn verður sendur úr landi til Noregs. Faðir hans, Sigurjón Elías, býr í Danmörku en er kominn til landsins til þess að funda með ráðuneytum og freista þess að fá forræði yfir drengum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.