Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Page 16
Vikublað 15.–17. nóvember 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Með viðræður í sínum
höndum
Það vekur athygli hverja Bjarni
Benediktsson valdi að taka með
sér í stjórnarmyndunarviðræður
við Viðreisn og Bjarta framtíð.
Með Bjarna eru aðstoðarmenn
hans, Svanhildur Hólm og Teitur
Björn Einarsson, og splunkunýr
þingmaður Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir. Enginn reynslu
mikill þingmaður Sjálfstæðis
flokks er þarna. Talið er að
Bjarni hagi hlutum á þennan
hátt til að hafa viðræðurnar í
sínum höndum en reynsluboltar
í þingflokknum væru líklegir til
að setja fram alls kyns kröfur og
skilyrði á fundum, en það gæti
gert viðræðurnar
æði erfiðar.
Össur Skarp
héðinsson skýrir
þetta skemmti
lega á Facebook
síðu sinni og seg
ir: „Óttarr Proppé
og Benedikt Jó
hannesson myndu varla staldra
lengi við ef þeir þyrftu að þusa
dægrum saman við Guðlaug Þór
Þórðarson, snarpasta andstæðing
ESB á þingi, um hvenær og hvort
eigi að hafa þjóðaratkvæði um
framhald aðildarviðræðna.“
Farðu á kaffihús og
fáðu þér heitan drykk
Bryndís Schram kom útigangsmanni til aðstoðar. – DV
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Súrdeigsbrauðin
okkar eru alvöru
u Heilkorna
u 100% spelt
u Sykurlaus
u Gerlaus
u Olíulaus
Þ
að var ósköp neyðarlegt að
verða vitni að því þegar Píratar
ofmetnuðust vegna velgengni
sinnar í skoðanakönnunum og
settu af stað stjórnarmyndunarvið
ræður fyrir kosningar. Afleiðingarn
ar urðu þær að kjósendur fylltust
margir skelfingu við tilhugsunina um
Pírata í helstu ráðherraembættum,
vildu gera þá umboðslausa og kusu
samkvæmt því. Af þessu ættu stjórn
málamenn að læra að það er heppi
legra að búið sé að telja upp úr kjör
kössunum áður en farið er að mynda
ríkisstjórn.
Stjórnmálamenn tala aldrei meira
en í aðdraganda kosninga og gá því
ekki alltaf að sér. Þannig fóru þeir
sumir að útiloka samstarf við flokka,
áður en kosið var og einnig eftir
að úrslit voru ljós. Þetta er vítavert
ábyrgðarleysi. Þjóðin kýs og stjórn
málamenn verða að taka mið af vali
hennar. Kosningaúrslitin sýndu að
þjóðin kærir sig ekki um ríkisstjórn
undir forystu Pírata og hún virð
ist heldur ekki kæra sig um hreina
vinstri stjórn. Jafn erfitt og sumum
finnst að sætta sig við það þá fengu
hin borgara legu öfl brautargengi í
kosningunum. Sjálfstæðisflokkur,
Viðreisn, Björt framtíð og Fram
sóknarflokkur fengu 40 þingmenn
af 63 þingmönnum, sem er dágóður
meirihluti. Ýmsum kann að mislíka
þessi úrslit stórlega, en það breytir því
ekki að þau eru staðreyndin.
Það er sjálfsögð krafa að for
ystumenn flokka setjist saman eftir
kosningar og reyni að mynda starf
hæfa stjórn. Vinstri menn vilja ekki
ræða við Sjálfstæðismenn og eru
æfir vegna þess að fulltrúar annarra
flokka setjast niður með Bjarna
Benediktssyni og ræða hvort flötur
sé á samstarfi. Þessi háværi hópur
vinstri manna (og Píratar flokkast þar
á meðal) hefur ausið óbótaskömm
um yfir þann mæta stjórnmálamann
Óttar Proppé og talað eins og hann
hafi svikið heilagan málstað. Þetta
fólk veit nákvæmlega ekkert um mál
efnavinnu á fundunum, en það kem
ur ekki í veg fyrir að það æpi og góli
sem mest það getur um svik.
Björt framtíð er miðjuflokkur
og það er í eðli slíkra flokka að láta
málefni ráða og geta bæði starfað til
vinstri og hægri. Það var sjálfsagt hjá
Bjartri framtíð að mæta við borðið
og ræða málefni og skoða hvort
málamiðlun verði náð í samvinnu
við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.
Stjórnmálaflokkar hljóta að vilja
hafa áhrif, af hverju ætti þeir annars
að marka sér stefnu? En það er líka
þannig að í ríkisstjórnarsamstarfi
flokka þarf að ná málamiðlun. Í fimm
flokka ríkisstjórn sem áðurnefndir
hávaðaseggir virðast þrá svo mjög,
myndi sannarlega reyna á málamið
lun og þá væri það ekki endilega sá
sem gaggaði hæst sem fengi málum
sínum framgengt.
Menn ættu að anda rólega og leyfa
forystumönnum Sjálfstæðisflokks,
Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að
ræða málin. Engan veginn er víst að
samkomulag náist. En ef menn hafa
lýðræðisást í heiðri, sem við vonum
að flestir geri, þá er ekki vænlegt að
saka stjórnmálamenn um illar hvat
ir þegar þeir eru að sinna þeirri
sjálfsögðu skyldu sinni að setjast
niður eftir kosningar og kanna mál
efnagrundvöll. n
Skylda stjórnmálamanna
H
vernig á að efla Samfylk
inguna á ný til þess að hún
geti gegnt sínu hlutverki sem
flokkur jafnaðarmanna ?
Spurt hefur verið: Er klassískur jafn
aðarmannaflokkur ef til vill orðinn
tímaskekkja? Ég svara því neitandi.
Flokkur jafnaðarmanna á enn er
indi við Íslendinga, þrátt fyrir mikl
ar breytingar á þjóðfélaginu og
bætt kjör verkalýðsins frá árdög
um verkalýðshreyfingarinnar. Aðal
baráttan er ekki í dag eins og í upp
hafi: Barátta fyrir brauði og fyrir því
að komast af. Nú er það barátta fyrir
bættum kjörum allra launþega og
einkum þeirra lægst launuðu, bar
átta fyrir bættum kjörum aldraðra
og öryrkja og fyrir hagsmunum allra
þeirra, sem standa höllum fæti í lífs
baráttunni. Og því miður býr enn í
dag alltof stór hópur fólks við sára
fátækt, þar á meðal mörg börn og
hópur lífeyrisþega.
Samfylkingin á að vera
launþegaflokkur
Ég mun nú lýsa í stórum dráttum
því, sem ég tel að Samfylkingin
eigi að leggja höfuðáherslu á, en
ég tel að þau mál muni stuðla að
eflingu flokksins . Okkar höfuð
markmið á að vera að berjast fyrir
launþega landsins. Allir launþegar,
verkamenn, sjómenn, iðnaðar
menn, skrifstofumenn, verslunar
menn og allir aðrir, sem selja
vinnu sína eru verkalýður
Íslands, sem Samfylk
ingin á að berjast fyrir
sem jafnaðarmanna
flokkur. Við þurfum
að efla tengsl okkar
við verkalýðshreyf
inguna. Samfylkingin
á að vera launþega
flokkur, verkalýðsflokk
ur. Þótt þetta markmið eigi
að vera í forgangi breytir það því
ekki, að Samfylkingin á einnig að
berjast fyrir smáatvinnurekendur
(smáfyrir tæki) og smábændur, sem
oft eiga í höggi við stóratvinnu
rekendur og verða fyrir barðinu
á samkeppnishömlum. Sam
fylkingin á að gæta þess, að heil
brigð samkeppni ríki og að ekki sé
reynt með samkeppnishömlum að
hindra eðlilega starfsemi smáat
vinnurekenda. Þess vegna þarf ætíð
að gæta þess, að samkeppnislög
gjöf og neytendalöggjöf sé nægilega
fullkomin. Samfylkingin á að berj
ast gegn einokun, gegn hvers kon
ar samkeppnishömlum. Samfylk
ingin á að vera neytendaflokkur.
Samfylkingin á að vera brjóstvörn
einyrkja og annarra smáatvinnu
rekenda. Samfylkingin á að berj
ast fyrir bættum kjörum aldraðra
og öryrkja. Samfylkingin er sósíal
demókratískur flokkur; aðhyllist
blandað hagkerfi eins og bræðra
flokkarnir í Evrópu.
Á að berjast fyrir bættum
kjörum aldraðra og öryrkja
Af því sem nú hefur verið sagt er
ljóst, að ég tel að Samfylkingin eigi
fyrst og fremst að vera laun
þegaflokkur og flokkur líf
eyrisfólks. Ekki er víst að
allir jafnaðarmenn séu
sammála um það. En
ég er eindregið þessar
ar skoðunar. Ég tel að
Samfylkingin eigi, sem
jafnaðarmannaflokkur,
að safna sem flestum
launþegum undir merki
sitt. Þegar það hefur tekist að
verulegu leyti, getur Samfylkingin
sótt inn að miðjunni en fyrr ekki.
Samfylkingin á að hlusta á laun
þega og taka upp sem flest baráttu
mál þeirra. Samfylkingin á einnig að
berjast fyrir hagsmunamálum neyt
enda. Og mjög mikilvægt verkefni
Samfylkingarinnar er að berjast fyrr
bættum kjörum aldraðra og öryrkja.
Hluti lífeyrisþega á við mjög bág kjör
að búa, hefur varla í sig og á þótt frá
farandi ríkisstjórn hafi þóst vera að
bæta kjör þeirra. Sem fyrr segir býr
hluti lífeyrisþega við sára fátækt og
það er verkefni Samfylkingarinnar
að berjast gegn fátækt á Íslandi hvar
sem hana er að finna. Það á að vera
eitt helsta verkefni Samfylkingar
innar að útrýma fátækt. n
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk!
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Kjallari „Það er verkefni
Samfylkingarinnar
að berjast gegn fátækt á
Íslandi hvar sem hana er
að finna.
Eins og munurinn á 15
og 16 tommu pítsu
Sævar Helgi Bragason ræddi „ofurtungl“. – RÚV
Ég vil aldrei fá þessa
tilfinningu aftur
Dóttir Maríu Sigurborgar var hætt komin þegar hilla og sjónvarp féll yfir hana. – DV
„Það var sjálf-
sagt hjá Bjartri
framtíð að mæta við
borðið og ræða málefni
og skoða hvort mála-
miðlun verði náð.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is