Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Side 22
Vikublað 29. nóvember–1. desember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hlutast til um innan- húsmál Framsóknar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í þeim viðræðum sem hann hefur átt við forystumenn flokkanna frá síðustu alþingiskosningum lagt mikla áherslu á að fá Fram­ sóknarflokkinn með í stjórnar­ myndun. Hefur sú afstaða Bjarna flækt málin talsvert fyrir hann enda enginn vilji til þess, hvorki af hálfu Viðreisnar og Bjartrar framtíðar né Vinstri grænna, að starfa með Framsókn. Fólk hef­ ur velt vöngum yfir því hví sé svo kært milli Bjarna og Framsóknar­ flokksins. Bjarni er einkum sagð­ ur áfram um að tryggja veg Lilju Daggar Alfreðsdóttur utanríkis­ ráðherra. Mun það einkum vera tvennt sem vakir fyrir Bjarna. Annars vegar óttast hann að Framsókn færist um of til vinstri í stjórnar­ andstöðu og verði auk þess ríkis­ stjórninni óþægur ljár í þúfu á kjörtímabilinu. Hins vegar óttast Bjarni hugsanlega endurkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forystusveit Framsóknarflokks­ ins sem myndi gera flokkinn óstjórntækan með öllu og ónot­ hæfan í samstarf með Sjálfstæðis­ flokknum í nánustu framtíð. Því sé Bjarni tilbúinn að gera ým­ islegt til að styrkja stöðu Lilju Daggar í von um að hún muni fyrr en síðar setjast í formanns­ sæti flokksins og verði þá haukur í horni Sjálfstæðisflokksins. Vildi að hann hefði aldrei gert þetta Fjandinn varð laus þegar sonur Bjargar kynntist kannabis.– DV Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Þetta er allt komið í rugl Brynjar Níelsson vill komast í vinnuna. – DV Rauðhærður bangsi sem vill öllum vel. Sara er unnusta Íslendings sem ákærður er fyrir morð í Bandaríkjunum. – Stundin Þ að er bullandi góðæri á Íslandi. Samfellt hagvaxtarskeið hefur staðið yfir í um sex ár og fátt í kortunum sem gefur til kynna að því muni linna á komandi árum. Verðbólga hefur verið undir mark­ miði Seðlabankans í hartnær þrjú ár; kaupmáttur launa hefur aldrei verið meiri; atvinnuleysi er hverfandi; sparnaður heimila og fyrirtækja held­ ur áfram að aukast; og viðvarandi við­ skiptaafgangur hefur skilað sér í því að Ísland verður lánardrottinn við útlönd innan fárra mánaða. Þetta er einstök staða sem á sér fá ef nokkur fordæmi í hagsögu Íslands. Stærsta spurningin sem íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn standa frammi fyrir við þessar aðstæður er hvernig eigi að takast á við gengis­ þróun krónunnar. Verði áframhald á gríðarlegri gengisstyrkingu krónunn­ ar – hún hefur hækkað um meira en 15 prósent gagnvart evru það sem af er þessu ári – gæti slík þróun brátt far­ ið að raska verulega jafnvægi í þjóðar­ búskapnum með kunnuglegum afleiðingum. Ólíkt því sem hins vegar átti við í aðdraganda bankahrunsins, þar sem erlend skuldsetning og vaxta­ munarviðskipti spákaupmanna stuðl­ aði að mun hærra gengi krónunn­ ar en innstæða var fyrir, þá eru það undirliggjandi þættir sem drífa áfram gengisstyrkinguna í þetta sinn. Þar ber helst að nefna gjaldeyrisinnstreymi samtímis örum vexti ferðaþjón­ ustunnar, batnandi viðskiptakjör á al­ þjóðamörkuðum og að undanförnu aukin bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi. Gengisþróunin ræðst því ekki af spákaupmennsku með hættu á snöggu útflæði þegar syrta fer í álinn. Þegar slíkir kraftar eru að verki er hægara sagt en gert – og ekki endi­ lega æskilegt – að reyna að sporna við gengisþróun krónunnar. Þrátt fyrir að mörgu leyti ákjósanlegar aðstæður til að lækka stýrivexti, eins og margir hagfræðingar hafa kallað eftir, þá virð­ ist peningastefnunefnd Seðlabankans ætla að fara sér afar hægt í þeim efn­ um enda þótt lækkun vaxta hefði þær jákvæðu afleiðingar að slá á gengis­ hækkun krónunnar. Þess í stað hefur Seðlabankinn einblínt á að standa gegn styrkingu krónunnar með gjald­ eyriskaupum í stórum stíl og byggja þannig upp óskuldsettan forða sem nemur orðið um 40 prósentum af landsframleiðslu. Þótt nauðsynlegt sé fyrir Ísland að búa yfir stórum gjald­ eyrisforða þá mun Seðlabankinn, meðal annars vegna þess að slíkum forða fylgir mikill vaxtakostnaður, fyrr frekar en síðar þurfa að láta af gjald­ eyriskaupum sínum. Rétt markaðs­ gengi krónunnar mun þá brjótast fram af fullum þunga – og að óbreyttu styrkist gengið umtalsvert. Nú þegar verið er að taka fyrstu skrefin við að losa um höft á Íslendinga er mikið fjármagnsútflæði því ekki lengur áhættuþáttur heldur þvert á móti afar eftirsóknarvert markmið. Ís­ land er að breytast úr því að vera fjár­ magnsinnflytjandi, samhliða nánast viðvarandi viðskiptahalla allt frá lok­ um seinni heimsstyrjaldar, yfir til þess að vera nettó útflytjandi á fjármagni. Hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson hef­ ur bent á í þessu samhengi að þetta sé verkefni sem mun að stórum hluta skrifast á lífeyrissjóðina. Sparnaður Íslendinga, fyrst og fremst í gegnum sjóðasöfnunarkerfi lífeyrissjóða, er í dag að langstærstum hluta í krónum. Þannig er hlutfall erlendra eigna sjóðanna aðeins um 22 prósent af ríf­ lega 3.300 milljarða króna hreinni eign þeirra. Þetta hlutfall þarf að hækka verulega á næstu árum og áratugum – helst þannig að erlendar eignir verði um helmingur heildareigna sjóðanna. Síðla árs 2015 byrjaði Seðlabank­ inn að veita lífeyrissjóðunum sérstaka undanþáguheimild frá höftum – sam­ tals 80 milljarðar á um tólf mánaða tímabili – til erlendra fjárfestinga. Sjóðirnir voru hins vegar talsvert frá því að fullnýta þá heimild. Hægt er að sýna því skilning að lífeyris sjóðirnir vilji fara sér í engu óðslega við að auka fjárfestingar sínar út fyrir land­ steinana við núverandi aðstæður. Efnahagshorfur hér á landi eru mun betri en í okkar helstu nágrannalönd­ um og útlit er fyrir frekari gengisstyrk­ ingu krónunnar. Forsvarsmenn sjóð­ anna þurfa engu að síður að horfa til lengri tíma og draga lærdóm af fjár­ málaáfallinu 2008 sem sýndi fram á nauðsyn þess að stór hluti af sparnaði Íslendinga sé í erlendri mynt. Íslensk stjórnvöld og Seðlabank­ inn ættu því á komandi misserum að skoða alvarlega þann möguleika að lífeyrissjóðir landsins verði skikkaðir með einum eða öðrum hætti til að ráðstafa stórum hluta af hreinu inn­ flæði sínu til fjárfestinga erlendis. Þannig yrðu að minnsta kosti tvær flugur slegnar í einu höggi. Ís­ lendingar myndu annars vegar ná fram mikilvægri áhættudreifingu á sparnaði sínum sem kemur í veg fyrir kynslóðamisvægi við útgreiðslu líf­ eyris í framtíðinni og hins vegar aftra því að gjaldeyrisinnstreymi muni of­ hita hagkerfið og valda eignabólu sem að lokum framkallar gengishrun þegar loftið tekur að leka úr henni. n Slá tvær flugur í einu höggi„ Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn ættu að skoða alvarlega þann möguleika að líf- eyrissjóðir landsins verði skikkaðir til að ráðstafa stórum hluta af hreinu innflæði sínu til fjár- festinga erlendis. Myndin Náðirðu þessu? Ferðaþjónustan er blómstrandi atvinnugrein enda er áætlað að allt að 1,8 milljónir ferðamanna komi hingað til lands á árinu og að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir á næsta ári. Myndefnin eru svo víða á vegi þeirra sem landið skoða. myND SiGtryGGur Ari Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.