Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Side 4
Helgarblað 2.–5. desember 20164 Fréttir Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónus ta einstakar skreytingar við öll tækifæri T veir af stærstu hluthöfum tryggingafélagsins VÍS hafa eignast um fimmtán pró­ senta hlut í fjárfestingar­ bankanum Kviku og nem­ ur kaupverðið samtals um einum milljarði króna. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem seldu Skeljung með milljarða hagnaði í árslok 2013, keyptu átta prósenta hlut í bankan­ um í síðustu viku á meðan Sigurður Bollason, umsvifamikill fjárfestir í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir bankahrun, keypti um sjö prósenta hlut. Kaup þeirra voru gerð nokkrum dögum áður en tilkynnt var um það síðastliðinn mánudag að stjórnir Kviku og Virðingar hefðu undirritað viljayfirlýsingu um að hefja undir­ búning að samruna félaganna. Guðmundur Örn staðfestir í sam­ tali við DV að félag í eigu þeirra hjóna hafi fjárfest í Kviku. Hann segir bank­ ann afar vel rekinn, sem hafi sýnt sig í góðri afkomu það sem af er þessu ári, en telur að það séu engu að síður tæki­ færi í frekari samruna fjármálafyrir­ tækja á markaði. Þau Guðmundur og Svanhildur eru á meðal stærstu einkafjárfesta í hluthafahópi VÍS með um átta prósenta eignarhlut í gegn­ um félagið K2B fjárfestingar ehf. og í hlutabréfasjóðum í stýringu Stefnis. Sigurður Bollason á sömuleiðis ríf­ lega átta prósenta hlut í trygginga­ félaginu ásamt Don McCarthy, breskum fjárfesti og fyrrverandi stjórnar formanni House of Fraser, í gegnum eignarhaldsfélagið Grandier. Þá á félagið Grandier S.A. í Lúxemborg, sem er í eigu Sigurðar, jafnframt tæp­ lega níu prósenta hlut í fjölmiðlafyrir­ tækinu 365. Sigurður kom að fjár­ festingum í ýmsum verkefnum sem tengdust Baugi á sínum tíma og átti meðal annars sæti í stjórn FL Group. Sumarið 2008 fjárfesti Sigurður einnig í Exista, Glitni og Landsbankanum fyrir milljarða króna. Yfir bókfærðu eigið fé Ekki fást staðfestar upplýsingar um alla þá hluthafa sem seldu bréf sín í Kviku til félags hjónanna og Sigurðar. Á meðal seljenda voru hins vegar, samkvæmt heimildum DV, eignaum­ sýslufélagið Klakki sem átti 3,12 pró­ senta hlut í Kviku auk þess sem ýmsir fyrrverandi starfsmenn Straums fjár­ festingabanka, sem sameinaðist MP banka undir nafninu Kvika sumar­ ið 2015, seldu bréf sín í bankanum. Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), sem á 3,18 prósenta hlut í Kviku, var aftur á móti ekki í hópi þeirra hlut­ hafa sem seldu en búist er við því að félagið muni á næstu vikum auglýsa eignarhlut sinn í bankanum til sölu. Kaupverðið á bréfunum í Kviku er á genginu rúmlega einn miðað við áætlað eigið fé bankans í árslok 2016, samkvæmt upplýsingum DV. Í lok septembermánaðar nam eigið fé Kviku tæplega 6,2 milljörðum króna en gert er ráð fyrir að það verði í kringum 6,6 milljarðar í lok þessa árs í samræmi við áætlaðan hagnað bank­ ans á fjórða ársfjórðungi. Kvika sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun 20. október síðastliðinn þar sem fram kom að hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins hefði numið samtals 1.032 milljónum króna. Þá sagði að horfur væru á að afkoma ársins í heild yrði „umtalsvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Með 220 milljarða í stýringu Í aðdraganda fyrirhugaðrar samein­ ingar Kviku og verðbréfafyrirtækis­ ins Virðingar stendur til að lækka eigið fé Kviku um 600 milljónir og greiða þá fjármuni út til hluthafa bankans. Eftir samruna félaganna munu hluthafar Kviku eiga 70 prósenta hlut í sameinuðu félagi en hluthafar Virðingar 30 prósent. Fram kom í tilkynningu fyrr í vikunni að sameinað félag yrði einn stærsti að­ ili í eignastýringu á Íslandi með um 220 milljarða króna í stýringu. Ef samein­ ingin nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi um mitt næsta ár. Boðaður samruni fjármálafyrir­ tækjanna á sér nokkurn aðdraganda en DV greindi fyrst frá því þann 21. október að Virðing hefði gert kaup­ tilboð, með fyrirvara um fjármögnun, í hlutabréf í Kviku með það að mark­ miði að sameina félögin í kjölfarið. Tilboðið var lagt fram eftir að Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, og Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráð gjafar Virðingar, höfðu fundað með ýmsum af stærstu hluthöfum Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa stóran hlut í bank­ anum. Stjórn Kviku taldi hins vegar ekki ástæðu til að koma því tilboði áleiðis til hluthafa enda væri það fjarri því að vera nægjanlega hagstætt. Tæplega mánuði síðar kom Virðing með nýtt og endurbætt tilboð í allt hlutafé Kviku. Í bréfi sem stjórn Kviku sendi til hluthafa kom fram að hún mælti ekki með tilboðinu, einkum og sér í lagi þar sem Virðing væri metið alltof hátt í samanburði við Kviku, held­ ur taldi hún réttara að félögin yrðu sam­ einuð á grundvelli þess að Kvika myndi gera hluthöfum Virðingar kauptilboð í bréf þeirra. Niðurstaðan var að lok­ um hins vegar sem fyrr segir sú að eig­ ið fé Kviku yrði lækkað um 600 milljón­ ir króna með útgreiðslu til hluthafa sem myndu í kjölfarið eiga sjötíu prósenta hlut í sameinuðu félagi. Er það mat stjórnenda Virðingar að samlegðar­ áhrifin af samruna fyrirtækjanna yrðu um 500 milljónir króna á ári. Enginn á meira en tíu prósent Stærstu hluthafar Kviku í dag eru Líf­ eyrissjóður verslunarmanna með 9,9 prósenta hlut og fjárfestingarfélögin Snæból og Sigla, sem Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og varaformaður bankans, fer fyrir, en samanlagður eignarhlutur þeirra er um 9,5 prósent. Á meðal annarra helstu hluthafa í Kviku eru Skúli Mogensen (Títan), Ár­ mann Ármannsson (Ingimundur hf.), Guðmundur Jónsson (Mízar), við­ skiptafélagarnir Grímur Garðarsson og Jónas Hagan Guðmundsson (Varða Capital) og Eggert, Guðný, Halldór og Gunnar Gíslabörn (Eignarhaldsfélag­ ið Mata og Brimgarðar). Stærstu eigendur Virðingar eru Birta lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Þá á Ármann tæp­ lega 4,7 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum í gegnum fé­ lagið MBA Capital auk þess sem Kristín Pétursdóttir, stjórnarfor­ maður fyrirtækisins, Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir eru í hópi stærstu hluthafa félagsins. n Stórir hluthafar í VÍS kaupa 15% í Kviku Fyrrverandi eigendur Skeljungs og Sigurður Bollason fjárfesta í bankanum fyrir samanlagt milljarð Hafa talað fyrir sam- einingu VÍS og Kviku Á undanförnum mánuðum hefur það komið til tals hjá VÍS, ekki síst í röðum sumra af stærstu hluthöfum félagsins, hvort tryggingafélagið ætti að gera tilboð í Kviku með sam- einingu fjármálafyrirtækjanna í huga. Þau sem hafa talað hvað mest fyrir þeirri hugmynd innan hluthafahóps VÍS eru hjónin Svanhildur og Guðmundur ásamt Sigurði Bollasyni fjárfesti. Félög á þeirra veg- um hafa núna samanlagt tryggt sér um fimmtán prósenta eignarhlut í Kviku banka. Ávinningur af sameiningu VÍS og Kviku myndi einkum liggja í þeim samlegðar- áhrifum sem gætu náðst fram á sviði eignarstýringarstarfsemi félaganna. Fram- kvæmdastjóri eignarstýringar Kviku er Sigurður Hannesson en eins og DV upplýsti um 2. september fyrr á þessu ári þá stóð valið á milli hans og Jakobs Sigurðarsonar til að taka við sem forstjóri VÍS eftir að stjórn félagsins tók ákvörðun um að segja Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur upp störfum í lok ágústmánaðar. Á meðal hluthafa höfðu ýmsir stærstu einkafjárfestar félagsins komið því á framfæri við stjórnarmenn VÍS að þeir styddu Sigurð í stól forstjóra. Stjórn VÍS ákvað hins vegar sem kunnugt er að ráða Jakob sem forstjóra félagsins. Hörður Ægisson hordur@dv.is Fjárfestir Sigurður Bollason. Hjón Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.