Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 2.–5. desember 201618 Fréttir Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur 62 kíló af mat í ruslið Rannsókn Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi H ver Íslendingur hendir að meðaltali 23 kílóum af nýt- anlegum mat á ári, 39 kíló- um af ónýtanlegum mat og hellir niður 22 kílóum af matarolíu og fitu. Þá hellir hver einasti Íslendingur 199 kílóum af drykkjum á ári hverju að meðaltali. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Matvælastofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Heimili og fyrirtæki skoðuð Skýrsla um málið var birt á vef Um- hverfisstofnunar í vikunni. Þar segir að rannsóknin hafi verið unnin á þessu ári og hlaut stofnunin fjár- stuðning frá Evrópusambandinu og umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu. Um var að ræða úrtaks- rannsókn sem skiptist í tvo hluta; annars vegar heimilishluta þar sem matarsóun á heimilum lands- manna var mæld og hins vegar fyrir tækjahluta þar sem matar sóun í tilteknum geirum atvinnulífsins var mæld. Í skýrslunni segir að í heimilis- hlutanum hafi verið tekið 1.036 heimila úrtak úr Þjóðskrá og voru þátttakendur beðnir um að mæla og skrá þann mat sem þeir hentu og þá matarolíu og drykki sem þeir helltu í niðurföll. Skráningar bárust frá 123 heimilum. Í fyrirtækjahlutanum lenti 701 fyrirtæki í úrtaki úr 17 mis- munandi atvinnugreinaflokkum. Svör bárust frá 84 fyrirtækjum úr 12 atvinnugreinaflokkum. Sambærilegt við Evrópu Í niðurstöðum skýrslunnar segir að ekki sé marktækur munur á sóun landsmanna eftir því hvort þeir búa á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Þá kemur fram í skýrslunni að niðurstöður rannsóknar Umhverfisstofnunar séu svipaðar niðurstöðum sam- bærilegra rannsókna í öðrum Evrópulöndum. Í rannsókn sem Evrópusambandið stóð fyrir var niðurstaðan sú að hver íbúi hendi á bilinu 70 til 84 kílóum á ári af nýtanlegum og ónýtanlegum mat, en sem fyrr segir er um að ræða 62 kíló á Íslandi. Á það er hins vegar bent að ef horft er til drykkja sé munurinn mun meiri; í evrópsku rannsókninni kom fram að hver og einn hellir niður 15 kílóum af drykkjum á ári í samanburði við 199 kíló á Íslandi. 40 þúsund tonnum hent „Ef horft er til nágrannalanda þá reyndist sóun nýtanlegs matar í Finnlandi árið 2010 vera svipuð og niðurstöðurnar hér á landi gefa til kynna. Almennt má því segja að matarsóun frá heimilum á Íslandi sé að mestu sambærileg því sem gerist í öðrum löndum Evrópu,“ segir í niðurstöðunum. Þar sem svarhlutfall í fyrirtækjahlutanum var lágt skekkir það samanburð við niðurstöður annarra landa. Þannig fengust ekki gögn frá fiskveiðifyrir- tækjum, fiskvinnslufyrirtækjum og fyrirtækjum í mjólkuriðnaði sem lentu í úrtaki. Samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar reyndist veitingasala- og þjónusta sá at- vinnugreinaflokkur þar sem mesta magninu af mat er hent, eða rúm- lega 40 þúsund tonnum á ári. Þar á eftir kom kjötiðnaður með tæp- lega 30 þúsund tonn og síðan smá- söluverslun með tæplega fjögur þúsund tonn. n Umhverfisstofnun kannaði síðla árs 2015 viðhorf Íslendinga til matarsóunar. Þar voru þátttakendur meðal annars spurðir um helstu ástæður þess að þeir henda mat. Flestir nefndu að maturinn væri útrunninn, eða 29,1 prósent. Næstflestir, 24,7 prósent, sögðu að skemmdir væru í honum eða gæði hans ónóg og 19,5 pró- sent sögðu að of mikill matur hefði verið gerður eða skammturinn hafi verið of stór og því ekki borðaður. 9,4 prósent sögðu að engan á heimilinu langaði í matinn og 7,5 prósent sögðu að matvælaumbúðirnar hafi verið of stórar. Enn færri nefndu að umbúðir hafi verið skemmdar. Þegar þátttakendur voru spurðir hvað hindraði þá í að minnka það magn sem fer til spillis sögðu flestir, eða 27,1 prósent, að þeim þætti erfitt að áætla nákvæmlega hve mikið þurfi að kaupa eða elda. 20,9 prósent sögðust ekki muna hvað væri til á heimilinu þegar farið væri í búð og að það gleymdist að klára matarafganga. 11,1 pró- sent svarenda sagði að afgangar væru ekki girnilegir og 13,2 prósent sögðust ekki vita hvernig það ætti að henda minna af mat. Þá sögðu 10,3 prósent að óhjákvæmilegt væri að henda mat og 10 prósent nefndu að kostnaðurinn við að henda mat væri óverulegur og því léti fólk það eftir sér. Matarsóun Er umfangsmikið vandamál á Vesturlöndum. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Af hverju hendum við mat? H éraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, sumarið 2013, áreitt stúlkuna með því að ræða endurtekið við hana á kynferðislegan hátt á samskipta- miðlinum Facebook. Bað hann stúlk- una um að hitta sig í því skyni að brjóta á henni kynferðislega. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt skipti, þann 1. júlí 2013, mælt sér mót við stúlkuna í kynferðis legum tilgangi. Sótti hann hana, ók með hana út fyrir bæinn og hafði við hana samræði fyr- ir utan bifreiðina. Maðurinn, sem var tæplega nítján ára þegar hann brotin voru fram- in, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hefði ekki haft kynmök við stúlkuna. Lögð voru fram afrit af samskiptum stúlk unnar og mannsins á Facebook og þá þótti framburður hennar á öllum stigum málsins trúverðugur. Auk þess að sæta fimmtán mánaða fangelsi, skil- orðsbundnu til tveggja ára, var mann- inum gert að greiða stúlk unni 600 þúsund krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sakarkostnað. n Braut gegn 14 ára stúlku Stórfelld fjölgun Gistinætur á hótelum hér á landi í október voru 332.600. Þetta samsvarar 37 prósenta fjölgun miðað við október 2015. Í töl- um sem Hagstofan birti í vik- unni kemur fram að gistinætur erlendra gesta hafi verið 88 pró- sent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 38 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Ís- lendinga fjölgaði um 27 prósent. Flestar gistinætur á hótelum í október voru á höfuðborgar- svæðinu, eða 210.100 sem er 26 prósenta fjölgun miðað við október 2015. Um 63 prósent allra gistinátta voru á höfuð- borgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi, eða um 49.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í október voru Banda- ríkjamenn með 81.000, Bretar með 79.200 gistinætur og Þjóð- verjar með 23.400, en íslenskar gistinætur í október voru 38.600. Á tólf mánaða tímabili frá nóv- ember 2015 til október 2016 voru gistinætur á hótelum 3.600.400 sem er 30 prósenta fjölgun mið- að við sama tímabil árið áður og 2,5 prósenta aukning frá fyrri mánuði á gistinóttum yfir 12 mánaða tímabil. 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.