Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Qupperneq 24
Helgarblað 2.–5. desember 20162 Bækur Hverjir drepa? Villisumar Guðmundar Óskarssonar fjallar öðrum þræði um listina og þrána eftir upphefð og frelsi til að skapa, en um leið um yfirþyrmandi komplexa; til- vistarvanda í skugga föður sem er list- rænt afgerandi, listamaðurinn fyrst en bæði elskuríkur og fjarlægur í senn sem föðurímynd. Í verkinu er gerð tilraun til að blanda saman tveimur þráðum; samtímasögu arkitektsins Dagbjarts Dagbjartssonar þar sem hann er á leið til borgarinnar Y í Frakklandi vegna opnunar listasafns, ásamt börnum sínum; og upprifjun hins sama af hinu skelfilega sumri sem hann eyddi með föður sínum og nafna, viðurkenndum en breyskum listmálara, í sömu borg einhverjum þrem, fjórum áratugum fyrr. Í stuttu máli má segja að þessi samþætting takist ekki sem skyldi, til þess er samtímasagan allt of veigalítil. Sú persóna sem þar er dregin skýrum línum er lífshrædd, metnaðarfull rökhyggjumanneskja sem lýsir sér sem „þreytandi félagsskap“ sem sé ófær um hreinskilni á tilfinninga- legum grunni (6). Þessi homo faber er útkoman úr hinum unga og lífs- þyrsta manni sem fylgdi föður sín- um til Frakklands á óræðum aldri, uppfullur af aðdáun, öfund og þrá eftir að nema „listina“ af fyrirmynd sinni, í hinum þræði verksins. Skuggi borgaralegrar fjölskyldu – móður sem svipti sig lífi er ramm- inn utan um „villisumar feðganna“ en fyrir mína parta er binding allra þessara þráða að flækjast fyrir því sem virðist liggja höfundinum á hjarta: lýsingu á rómantískri en óreiðukenndri dvöl í ævintýralegum stað þar sem passív-agressív sam- skipti og manísk-depressívt vinnu- lag eru kjarninn og djúsinn í text- anum. Hin rómantíska borg Y er teiknuð impressjónískum dráttum þar sem hin suðræna borg, sem birst hefur í íslenskum bókmennt- um reglulega frá tímum Thors Vilhjálmssonar, fær sín einkenni í skrýtnu kaffihúsi, sér- kennilegum vinnuveit- anda; einhverju sem skapar hughrif en jarðtengir lesand- ann síður í einhverjum veruleika sögunnar; við dveljum því í draumi hennar – villisumrinu. Guðmundur hafði reynt fyrir sér á ritvellinum með tveimur bókum, örsagnasafni og skáldsögu, þegar hann hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir þriðju bók sína, Bankster árið 2009. Svo virðist sem sú upphefð hafi reynst honum erfið en Villisumarið hjálpar honum von- andi að ryðja þeim klaka af sér. Það er margt heillandi við smá- atriði sem spretta varla úr öðrum jarðvegi en hugarflugi skáldsins í verkinu en sérviska í stíl og byggingu setninga er atriði sem gerir textann á köflum óþarflega snúinn og hamlar flæði í lestri. Stöðugleiki þessarar sérvisku bendir þó til að höfundur hafi kosið þessa „frönsku“ hugsun í notkun sagna; fyrir mér eru áhrifin meira eins og um slaka beina þýð- ingu sé að ræða á útlendum texta. Ef til vill skýrir sá þráður lokaspurn bókarinnar þar sem sögumaður veltir því fyrir sér á hvaða tungumáli hann eigi að ávarpa börnin sín, en í samhengi sögunnar virðist manni saga sem stílar á ljóðrænu sem inn- tak sitt í raun bara missa þess marks að loka sér eins og óreiðukenndu málverki; með undirskrift. Sagan – sem í raun boðar frá upp- hafi uppgjör – gerir upp án upp- gjörsins sem verður að eiga sér stað til þess að höfundurinn sjálfur geti sleppt hendinni af ófullburða verki. Kápan og umgjörð bókarinnar er vel hugsuð og í takt við margt í andrúms- lofti bókarinnar – en maður verður að vona að Guðmundur nái sterkari tengslum við þá rödd sem hann þráir að láta hljóma í höfundarverki sínu til framtíðar. Það er enn nægur tími til að slá rétta tóninn! n Flækjukennd endurkoma Í nýjustu bók Arnaldar Indriða-sonar, Petsamo, fer nokkrum sögum fram. Það er heims-styrjöld og ung kona bíður í Petsamo í Finnlandi eftir unnusta sínum en þau ætla að sigla heim til Íslands. Unnustinn skilar sér ekki. Sjórekið lík finnst í Nauthóls- vík. Ungur maður verður fyrir árás við hermannaknæpu og kona sem hefur haft kynni af hermönnum er horfin. Lögreglumennirnir Flóvent og Thorson taka að sér rannsókn, en þá þekkja lesendur úr bókunum Skuggasund og Þýska húsið. Trúverðugar persónur er hér að finna, eins og nær undantekn- ingarlaust í bókum Arnaldar. Ein aðalpersóna bókarinnar, stúlkan sem sveik unnusta sinn, er sérlega vel gerð persóna sem lesandinn fær mikla samúð með. Það sama má segja um unnustann Ósvald. Arnaldur hugar þó ekki einungis að aðalpersónum sínum, eins og flestir flinkir höfundar leggur hann alúð í að skapa trúverðugar aukapersónur og veit hvernig á að gera það. Þar skipta minnstu smáatriði máli. Þegar hann tekur fram að kona sem gekk á fund lögreglunnar hafi farið í einu kápuna sem hún átti þá hefur hann strax vakið vissa samúð með henni. Og höfuðsmáa tóbakssölumanninum í Kaupmannahöfn er lýst þannig að hann birtist lesandanum ljóslifandi þótt frá honum sé einungis sagt í ör- fáum orðum. Lesendur Arnaldar vita hversu vel hann kann að laða fram andrúms- loft liðins tíma. Þarna er Reykja- vík stríðsáranna dregin skýrum og lifandi dráttum. Matarmenning þess tíma fær líka sitt pláss og ýmis- legt annað sem tilheyrir hvers- dagsleikanum. Allt þetta gerir sögusviðið afar trúverðugt. Stundum hefur Arnaldur verið skammaður fyrir spennuleysi en í þeim aðfinnslum felst ákveðinn misskilningur. Arnaldur er ekki höf- undur sem leggur aðaláherslu á spennu, hann skrifar glæpasögur um fólk sem fremur glæpi og þar er ekki bara ein tegund fólks sem drepur. Arnaldur segir okkur að alls konar fólk geti framið glæpi, ekki bara þeir einstaklingar sem virðast svo miklu líklegri til þess en aðrir vegna karakter bresta sinna. Einmitt þetta er einn sterkasti þráðurinn í Petsamo. Iðrun kemur síðan við sögu í áhrifa- miklum kafla undir lokin. Það er reyndar meiri spenna í þessari bók en ýmsum öðrum bókum Arnaldar og nokkuð um æsi- lega og dramatíska atburði. Þar eru þó ekki bestu hlutar verksins heldur eru þeir í frásögnum og lýsingum á fólki sem tekst á við sorg og missi. Petsamo er haganlega smíðuð glæpasaga og áberandi vel skrifuð. Hinir fjölmörgu aðdáendur Arnaldar ættu sannarlega að njóta þess að lesa hana. n „Petsamo er hagan­ lega smíðuð glæpasaga. Arnaldur Indriðason Segir okkur að alls konar fólk geti framið glæpi. Arnaldur Máni Finnsson skrifar Bækur Villisumar Höfundur: Guðmundur Óskarsson Útgefandi: JPV 125 bls. „Sérviska í stíl og byggingu setninga er atriði sem gerir textann á köflum óþarflega snúinn og haml­ ar flæði í lestri. Guðmundur Óskarsson Bók hans fjallar öðrum þræði um listina og þrána eftir upphefð og frelsi til að skapa. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Petsamo Höfundur: Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell 342 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.