Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Page 25
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Bækur 3 Elsku Drauma mín. Minn­ingabók Sigríðar Halldórs­dóttur er minningabók sem tekur sig mátulega alvarlega. Skrásetjari er Vigdís Grímsdóttir og verkið er frá­ sögn Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Auðar Sveinsdóttur og Halldórs Lax­ ness. „Sigga hefur alltaf verið orðheppin, djörf og dásamlega hortug,“ segir Edda Björgvins­ dóttir um hana á bls. 239 og þannig má raunar lýsa sögunni allri. Frásögnin er reglu­ lega brotin upp af stutt­ um samtalsbrotum Vigdísar og Sigríðar sem gefa verkinu á köflum tilgerðarlausan viðtalslegan tón. Það sem er einna áhuga­ verðast við söguna er sjónar hornið og valið á umfjöllunarefninu. Það hefði væntanlega legið beinast við að sníða frásögnina í kringum nóbelsskáldið og tappa þannig af feitum fjármunabrunni fyrir jólin. En sú leið er ekki farin. Þó svo skáldið og faðirinn gegnumsýri alla frásögn­ ina er sviðsljósinu ekki beint einvörð­ ungu að honum. Því er frekar beint að Auði, móður Sigríðar. Eins og Sigríður kemst svo vel að orði í fyrri hluta bókarinnar, þá á hún sér færri minningar sem tengjast móður sinni heldur en föður. Líklega er það vegna þess að þannig virkar minnið einfaldlega. Við minnumst frekar þess sértæka en þess almenna, og þar sem móðirin er alltumlykjandi í æsku og lífi Sigríðar (nema þegar hún er í burtu), má það teljast ákveðið afrek að birta svo heildstæða mynd af henni sem manneskju, jafn órökrétt og það hljómar. Lesendur fá líka að kynnast Auði Jónsdóttur, dóttur Sigríðar, auk margra fleiri skemmtilegra karakt­ era. Sú persóna sem Sigríður gengur næst er þó ekki móðirin Auður Sveinsdóttir, heldur er það hún sjálf, enda er bók­ in ekki ævisaga Auðar, heldur minn­ ingabók Sigríðar Halldórsdóttur. Sigga mátar sjálfa sig við persónurnar sem hún greinir frá og er þá sérlega áhugaverð greining hennar á móður sinni. Sem afurð hippatímabilsins og aukinna jafnréttishugmynda, ger­ ir Sigríður innblásinn samanburð á sér og móður sinni, sem er afurð allt annarra samfélagsgilda. Kvennabókmenntir Í verkinu birtist kvenlægara sjónar­ horn á nóbelsskáldið en gengur og gerist hjá þeim sem fjallað hafa um hann. Er Elsku Drauma mín ­ Minn­ ingabók Sigríðar Halldórsdóttur þar af leiðandi kvennabókmenntir? Kvennabókmenntir eru vand­ meðfarið hugtak ekki síst vegna þess að þær lýsa einkennum sem sannar­ lega fyrirfinnast, en að sama skapi verður hugtakið forsenda þess að þau fyrirfinnist. Nú vill gagnrýnandi helst ekki fara of langt út í greinafræði og tilgreina að bókmenntagreinar séu vissulega lýsandi fyrir tiltekinn flokk verka, en að greinarnar sem slíkar hafi einnig áhrif á þær bókmenntir sem á eftir koma, hvort sem þær eru skrif­ aðar inn í greinina eða gegn henni. En svo langt sem hugtakið kvenna­ bókmenntir nær, þá held ég að Elsku Drauma mín sé kvennabókmenntir í orðsins fyllstu og bestu merkingu. Sagan leitast við að sýna veruleika kvennanna í lífi Sigríðar og Halldórs Laxness sem minna hefur verið fjall­ að um í öllum þeim aragrúa bóka sem hafa komið út um nóbels­ skáldið. „Mamma er nefnilega hluti af órjúfan legri heild, hún er partur af einingu, hin hliðin á þeim pen­ ingi sem lífið þeirra pabba saman er.“ segir Sigríður á bls. 164 og kristallar í raun alla frásögnina. Eins og oft var sagt um kvenrithöfunda á árum áður, að þær hefðu verið heppnar að eiga skilningsríka feður og þolinmóða eig­ inmenn, þá má það sama segja um Halldór af lýsingu Sigríðar að dæma. Hann var afar heppinn að eiga Auði konu sína og börnin sem voru honum fádæma skilningsrík og þolinmóð. Bygging bókarinnar er ólík dæmi­ gerðum ævisögum (sem í gegnum tíð­ ina hafa flestar verið skrifaðar af karl­ mönnum) að því leyti að hún fer ekki eftir línulegri tímaröð. Í staðinn tengir sögumaður mismunandi minninga­ brot sem saman mynda heildstæða frásögn þegar upp er staðið. Þannig byrjar bókin á æsku Sigríðar sjálfrar, segir næst frá börnum hennar, fer svo aftur í æsku Sigríðar og heldur áfram að stökkva á tímalínunni þar til yfir lýkur. Þetta gerir frásögnina duttlunga­ fyllri en ella og jafnvel skáldlegri. Með klisjukenndum og úr sér gegnum rök­ um mætti benda á að frásögnin verði þar af leiðandi kvenlegri. Að auki er ekki litið framhjá þeirri staðreynd að ævisögur, líkt og fjarstæðukennd­ ustu fantasíur, lúta sömu formúlum og reglum og skáldsögur. Frásögnin fær þannig ekki að líða fyrir „sannleik­ ann“ hver sem hann nú er, og bendir Sigríður oftar en ekki á að hún nenni stundum alls ekki að kafa djúpt í ákveðin atriði sem Vigdís Grímsdóttir spyr samviskusamlega út í. Sigríður vill líklega forðast það að fjalla um eitt­ hvað sem er alveg augljóst. Henni fer betur að grafa og greina, enda verður bókin áhugaverðari fyrir vikið. Að auki hefur Sigríður fengið fólk sem er náið henni til þess að skrifa um hana pistla sem hún birtir svo í bókinni. Þá segir hún um þann gjörning á bls. 84 að „Það eina sem ég bað þau um, lengst allra orða, var að skrifa ekki einhverja lúðalega minningagrein; ég tók það fram þó að ég ætti ekki endilega von á að þau gerðu það.“ En er bókin góð? Í öllum þeim ævisögum og skáld­ ævisögum sem sagðar hafa verið um Halldór Laxness er, að mati gagnrýn­ anda, mikilvægt að spyrja sig hvort frásögnin væri jafnáhugaverð ef ekki væri fyrir þá staðreynd að frægasti rit­ höfundur Íslands er þar umfjöllunar­ efni að einhverju leyti. Þessi spurning á einnig við um Elsku Drauma mín. Fyrir þær sakir að vera frásögn konu sem hefur átt í basli við fyrirframgefið kynhlutverk sitt og móður sinnar, fer sínar eigin leiðir með misjöfnum árangri, en segir jafnframt á bls. 208: „Ég hefði átt að vera óþægari í lífinu.“ má fullyrða að Elsku Drauma mín fellur ekki á því prófi. Sagan er fallega skrifuð og listilega samsett með gáskafullum útúrdúrum og femínísk­ um undirtón. Það er nákvæmlega ekkert lúðalegt við Elsku Draumu mína. n Nöfnin lofa góðu: Arnhosi, Mórubotna, Buxa, Gull­hnýfill, Tóveggja­Golti og Sandfellshaga­Mó­blesi. Þessi og fleiri til­ komumikil og sérkennileg nöfn ber forystufé sem fjallað er um í bók Ás­ geirs Jónssonar frá Gottorp. Bókin Forystufé kom fyrst út 1953 en hefur nú verið endurútgefin af framtaks­ sömum mönnum með mikilvægum viðaukum og ítarefni. Gottorp er ekki bær á Grænlandi heldur „lítil nota­ drjúg jörð, vestan við Víðidalsá, þar sem hún fellur í Hópið.“ Þar bjó Ásgeir ásamt Ingibjörgu konu sinni frá 1908 til 1942. Ásgeir tók sig til eftir „skarpa hvatningu“ og sendi bændum víða um land bréf með ósk um lýsingar á forystufé sem hann hugðist taka saman. Viðbrögð bænda voru góð og fyrir vikið fékk höfundur fjölda sagna af forystufé víða af landinu og til varð bók sem er sjálfsagt einsdæmi: Hetju­ sögur af sauðfé. Á meðan fé var beitt á úthaga og við beitarhús á vetrum gegndi forystufé lykilhlutverki. Það fé sem hafði þá eiginleika hélt saman hópnum, skynjaði yfirvofandi veðrabrigði og leiddi reksturinn heilu og höldnu til bæjar. Sögurnar gefa í engu eftir hetjusögum af fornmönnum; bæði lýsingar á skepnunum sjálfum, burði þeirra og háttalagi en einnig lýsingar á björgunarafrekum þeirra. Sauðnum Kraga er til dæmis svo lýst: „Þeirra á meðal átti hann svartkrög­ óttan forystusauð, sem nefndur var Kragi. Hann var rífur meðalsauður á vöxt, mikilleitur og skarpeygur, með allmikinn brúsk og fylltur að vöngum, frekar grannhyrndur, hringhyrndur og með klukku í hægra horni.“ Og ekki er lýsingin á Koli síðri og um hann sagt að hann væri í senn svo góður forystu sauður og svo fallegur að hann vekti aðdáun allra sem sæju hann: „Kolur var mikill vexti. Höfuðið stórt, snoppan löng og gild og nasarýmið mikið og fallegt, andlitið snögg­ hært og gljáhært og silfurgrátt að lit, augun í stærra lagi, athugul og stilli­ leg.“ Frásagnir af fræknum björgunar­ afrekum forystufjárins eru sumar keimlíkar og sýna allar veðurvísi og önnur hyggindi þessara skepna. Eigin leika sem ekki er að finna í neinu öðru sauðfé í heiminum. Þess er jafn­ an gætt í frásögninni að leyfa sagna­ listinni að njóta sín og láta smásmygli rannsókna og vísinda ekki bregða fæti fyrir góða sögu. Í einni frásögn bókarinnar, sem kannski er nokkuð dæmigerð, er fjall­ að um Hlíðar­Surt og séra Snorra svo­ fellt: „Þegar prestur lagði af stað var veður ískyggilegt og kominn fjúkandi. Þegar Surtur fékk frelsið, tók hann geysisprett, en brátt stansaði hann og beið eftir kindunum og virtist þá kom­ inn í jafnvægi og fór nú jafnt og vel undan. Þegar náði austurbrún fjallsins var skollin á blind stórhríð með geysi­ legu frosti og fannkomu. Á fjallinu er kennileitalaust og prestur ókunnug­ ur, útlitið því næsta ískyggilegt. Nú var engu að treysta nema Surti og skap­ ara hans, því brátt varð prestur ramm­ villtur og vissi ekkert hvert stefndi. En Surtur sá um stjórnina með slíkum kjarki og öryggi, að aldrei varð stanz á. Þannig gekk áfram, þar til Surtur stanzaði við fjárhúsdyr sínar heima í Bjarnastaðahlíð.“ Forystufé Ásgeirs frá Gottorp er löngu landsfræg og uppseld bók og endurútgáfan nú kærkomin. Bókin er ekki aðeins merk fyrir efni sitt heldur ekki síður fyrir framsetningu þess, tungutak og málfar og einstök tök höf­ undar á íslensku máli. Ég reyni við það með þessum lokaorðum: Mætti það eitt verða mörgum til eftirbreytni í því hvítamoldviðri, þeim dimm­ viðrissorta og norðansvarra; kafalds­ muggu og kólguköstum sem nú sækja að tungu vorri. n Svartkrögóttur og mikilleitur Alls ekki einhver lúðaleg minningagrein Sigríður og Vigdís leggja saman í bók „Sagan er fallega skrifuð og listilega samsett.“ Mynd Sigtryggur Ari Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Elsku Drauma mín - Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur Höfundur: Vigdís Grímsdóttir Útgefandi: JPV 303 bls. „Bókin er ekki að- eins merk fyrir efni sitt heldur ekki síður fyrir framsetningu þess. Óskar Magnússon Bækur Forystufé Höfundur: Ásgeir Jónsson frá Gottorp Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur 468 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.