Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 33
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Bækur 7 Ljósmyndabók Ragnars Axelssonar, Andlit norð­ursins, hefur nú verið gefin út í sérstakri há­tíðarútgáfu, einkar glæsilegri. Upprunalega útgáfan leit dagsins ljós árið 2004. Bókin vakti strax athygli, enda höfðu ljós­ myndir Raxa þá þegar lifað með þjóðinni í meira en tuttugu ár, en hann hóf störf á Morgunblaðinu árið 1976. Ný útgáfa bókar­ innar er, utan frá séð, mikið breytt. Brotið er stærra, pappír og prentun eru breytt og það sem mesta athygli vekur er að bókin er nú 412 blaðsíður í stað 152. Er stærri betri? Eru 412 blaðsíður sjálfkrafa betri en 152? Það er auðvitað alls ekki gefið og þetta vita sjálfsagt bæði Ragnar og útgefandinn, Crymogea. Forskot nýju útgáfunnar á þá gömlu er margvíslegt. Myndir eru hér í slíku magni að bókin fer sjálf­ sagt langt með að vera yfirlits­ verk yfir magnað­ an ljósmyndaferil Ragnars. Löndun­ um Íslandi, Fær­ eyjum og Græn­ landi eru gerð skil í þremur köfl­ um, rétt eins og í gömlu bókinni, en nú hefur hverjum kafla verið skipt í tvennt þannig að fyrst kemur röð mynda og síðan kemur sérstakur hluti sem heitir „Bak við andlitin“ þar sem gerð er grein fyrir völdum myndefnum, stöðum og fólki, með nokkurs konar dagbókarfærslum frá ljós­ myndaranum sjálfum. Í fyrri útgáfunni er gerð slík grein fyrir myndum á fimm opnum aftast í bókinni. Eðli málsins samkvæmt eru þau skrif öllu knappari. Afburða ljósmyndari „Rax er afburða ljósmyndari. Hann tekur svipmiklar svarthvítar myndir af mönnum, dýrum og landslagi og veit af innsæi hvernig raða á þessu þrennu saman þannig að byggingin sé rétt og fullkomin í fegurð sinni,“ segir Mary Ellen Mark í formála bók­ arinnar. Við þessi orð er fáu að bæta. Ragnar er löngu landsþekktur fyrir stílbragð sitt, enda hafa myndir hans ratað inn á heimilin í landinu áratugum saman. Flestar myndanna hafa afgerandi dökkan blæ og stundum eru valin atriði dregin fram í myrkraherberginu. Þetta er nánast klassísk vinnuaðferð með svart­ hvítar myndir, en að sama skapi er á fárra færi að gera þetta vel og af listfengi. Það er líka áreiðanlega rétt að Ragnar hefur innsæi til þess að raða hlutum saman á mynd. Hann virðist hafa tekið flestar sínar myndir í gegnum tíðina af hreinni ástríðu sem ekki er öllum gefin. „Að ferðast um á norður slóðum á hundasleðum með veiðimönnum norðursins er engu líkt. Í umhverf­ inu er yfirnáttúrulegur galdur,“ segir Ragnar sjálfur í lokaorðum bók­ arinnar. Við getum farið nærri um ástríðu mannsins. Aukin dýpt Fyrsta útgáfa Andlita norðursins var framúrskarandi bók sem átti eftir að vísa veginn fyrir þær sem á eftir komu. Bókin um Veiðimenn norðursins (2010) virðist vera al­ gjört lykilverk á ferli Ragnars. Fjalla­ land, sem á eftir kom, var frábær einnig en hin alþjóðlega skírskotun er mun sterkari í Veiðimönnum norðursins vegna þess hve nálægt hún fer hlýnun jarðar. Hér svo komin endurútgáfa á bók sem þegar var þekkt. Hún er ekki sjálfkrafa miklu betri en upp­ runalega útgáfan, jafnvel þótt dýptin hafi verið aukin til muna. En fyrsta útgáfan var góð og það er rétt að gera ráð fyrir því að þessi nýja og veglega útgáfa eigi eftir að eldast vel og gefa komandi kynslóðum inn­ sýn í lifnaðarhætti og lífsbaráttu á norður hjara sem að mestu er horfin eða gerbreytt. n Magnaður ljósmyndaferill Sigtryggur Ari Jóhannsson sigtryggur@dv.is Bækur Andlit norðursins Höfundur: Ragnar Axelsson Formáli: Mary Ellen Mark Þýðing: María Rán Guðjónsdóttir Útgefandi: Crymogea 412 bls. „Hann virðist hafa tekið flestar sínar myndir í gegnum tíðina af hreinni ástríðu sem ekki er öllum gefin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.