Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 2.–5. desember 201624 Fólk Viðtal eins og hún var fyrir 200 árum. Kannski þykir þetta ekki fínt, en mér finnst virðingarvert að hún nái að vera þessi hornsteinn í menn­ ingunni. Hún hefur verið ferskur andblær inn í dagblöðin og ég held að hún hafi ekki breyst af því að hún virkar. Kannski breytist fólk bara ekki jafn mikið og heimurinn.“ Nú hefur verið talað um að sam- tíminn sé sérstaklega hneykslun- argjarn og minna umburðarlyndi sé gagnvart gríni – sem sést jafnt í árásum öfgamanna á gríntímaritið Charlie Hebdo og svo umræðum um pólitískan rétttrúnað. Er þetta eitt- hvað sem þú finnur fyrir? „Ég fæ þetta stundum á tilfinn­ inguna … Það er oft erfitt að gagn­ rýna á hátt sem er ekki of kaldhæð­ inn eða særir vitund almennings. Án þess að ætla að verða einhver Jakob Bjarnar og bölva „góða fólk­ inu,“ þá er horfið ákveðið „naughti­ ness“ sem var áberandi á síðustu öld. Þá var til dæmis gert mikið grín að hlutskipti kynjanna og oft dálítið kynferðislegir undirtónar. Þetta var það sem var byrjað að fara í taugarnar á mörgum við Sigmund síðust árin hans á Morgunblaðinu. Hann var bara af ákveðinni kyn­ slóð en smám saman átti þetta ekki lengur við: berbrjósta Hillary í mannætupotti – það virkaði bara ekki lengur. Ég verð samt að viður­ kenna að það er einhver strengur í mér sem fílar svona brandara og ég velti því stundum fyrir mér af hverju við erum svona rosalega viðkvæm. Tútturnar á Hillary eru ekki svona mikið mál – þær eru jú þarna einhvers staðar. Ég upp­ lifi mig samt ekki sem eitthvað að­ þrengdan í starfinu þó að ég fái ekki að teikna túttumyndir. Það hafa eflaust opnast einhverjar aðrar gáttir í staðinn sem ekki stóðu opnar áður.“ Davíð skipti sér aldrei af skopinu Halldór segist þó vera meira hugs­ andi yfir hinni miklu reiði sem hefur litað samfélagið undanfarin ár. „Ég er svolítið hræddur um að þessi neikvæðni og ótti eitri út frá sér. Þessi ótti er drepandi, hann elur á heimsku og skapar skrímsli eins og Trump og annað öfgafólk. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að við búum ekki við eitthvað hörm­ ungarástand, við búum í býsna góðu samfélagi. Það þarf að veita passlegt aðhald og reyna að gera samfélagið aðeins betra – en það er hægt að gera samfélagið aðeins betra og fallegra, eins og er alltaf verið að boða í öllu barnaefni: Dýr­ unum í Hálsaskógi eða Lion King. Það er þessi bernski boðskapur sem fólk tekur ekki rassgat mark á. En ég held að það sé allt í lagi að reyna að vera bjartsýnn.“ Hefur þú fengið miklar reiðiöld- ur yfir þig vegna teikninga sem fólki hefur mislíkað? „Nei, aldrei. Kannski er það vegna þess að mín nálgun er ekki mjög „agressíf.“ Ég reyni yfirleitt að hafa myndirnar þannig að það hafi allir útgönguleið úr þeim. Ég er ekki að reyna að drepa í fólki eða ausa yfir það hatri. Ég er auðvitað að vinna fyrir Fréttablaðið sem er mjög „mainstream“ og er dreift í öll hús. Það er kannski ekki alveg staðurinn fyrir grófan Charlie Hebdo­húmor – afhausaðan Múhameð á forsíðunni eða álíka,“ segir Halldór. Áttu almennt í einhverju samtali við ritstjórana þína um viðfangsefni skopmyndanna, eða hefur þú lent í því að ritstjóri stöðvi teikningu sem þú ætlar að birta? „Nei. Þetta er svolítið öðruvísi en margir ímynda sér. Ég hef unnið undir hátt í 20 ritstjórum og enginn þeirra hefur skipt sér af því sem ég hef gert. Þegar ég var á Morgun­ blaðinu héldu margir að Davíð Oddsson væri að hringja og skipa mér að teikna hitt eða þetta, en það var aldrei þannig. Það var bara af eigin hvötum sem ég ákvað að fara yfir á Fréttablaðið. Ég held að þetta eigi líka við um aðra skopmynda­ teiknara hér á landi – jafnvel þá sem eru umdeildari.“ n » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Gæði í merkingum www.graf.is • Sandblástursfilmur • Skilti úr málmi, plasti og tré • Merkingar á bíla Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790 „Fréttablaðið er ekki alveg stað- urinn fyrir grófan Charlie Hebdo-húmor – afhaus- aðan Múhameð á forsíð- unni eða álíka. „Nei, nú er ég orðinn allt of jákvæður! M y n D s ig tr y g g u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.