Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Qupperneq 44
Helgarblað 2.–5. desember 201632 Heilsa Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 Aðventan, jólin og stressið Mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni Þ essi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á ár- inu, enda er ég svo hepp- inn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember, og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, samstarfsfé- lögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálf- sögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Tími gleði og fögnuðar Þá á dóttir mín afmæli þann 27. des- ember svo við erum alltaf með þriðja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fögnuðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gang- ast upp í því að bæta um betur ár frá ári, bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Sælla er að gefa en þiggja Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekk- ert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í hug- anum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Kvíði og vanlíðan Öll getum við gefið af okkur og skipt- ir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki mark- miðið að það séu peningar eða verð- mæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur og eins fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predik- un, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítill- ar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Litlu hlutirnir Hver þekkir ekki orðið „jólastress“? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu vænting- um sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er matur- inn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og þannig mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Við höfum valið Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kem- ur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjár- hagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okk- ar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi! n „Eitt er þó víst að öll ráðum við til­ finningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Teitur Guðmundsson læknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.