Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 45
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Heilsa 33 Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 H vað eru vitglöp? Vitglöp (dementia) eru samnefnari fyrir röð einkenna sem benda til hrörnunar heilans. Einkennin eru lélegt minni og minnkandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Sjúkdómurinn þróast hægt. Í byrjun getur verið erfitt að átta sig á hvort um sjúkdóm sé að ræða. Smátt og smátt verður ljóst að aðrir þurfa að sjá um manneskjuna. Sjúkdómurinn er einkum algengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á yngra fólk. Margir mismunandi sjúkdómar leiða til vit­ glapa, og við flestum er lítið hægt að gera. Einnig sést að þegar roskið fólk verður veikt (t.d. lungnabólga, krabbamein, vökvatap o.fl.) getur komið rugl sem getur minnt á vitglöp en hér gildir að þegar undirliggjandi sjúkdómur hefur verið læknaður þá hverfur ruglið. Orsakir vitglapa? Versnandi heilastarfsemi er aðal­ orsökin. Alzheimer­sjúkdómur sem er algengasta orsökin, veldur því að sjálfar taugafrumurnar (í mörgum hlutum heilans) eyðileggjast hægt og sígandi, sennilega vegna ójafn­ vægis í boðefnaskiptum í heilanum. Vitglöp vegna heiladrepa eru vegna eyðileggingar taugavefjarins, þegar litlar æðar stíflast af blóðkekkjum sem oft og tíðum orsakast af óreglu­ legum hjartslætti. Oft veit maður ekki hvers vegna þetta gerist. Þá eru til vit­ glöp sem byggja á uppsöfnun efna og kallast ýmsum nöfnum, þekktust fyrir utan Alzheimer er Lewy Body­ heilabilun. Þá verður að minn­ ast á það að sjúklingar með Parkin­ son geta þróað með sér vitglöp eða heilabilun. Óhófleg áfengisneysla, áverkar á heilavef, heilaáföll og sýk­ ingar, sjálfsofnæmissjúkdómar líkt og MS. Þá er vert að nefna efnaskipta­ vanda, aukaverkanir lyfja, eitranir og svo auðvitað neyslu eiturlyfja. Hver eru einkennin? Á byrjunarstigi vitglapa veit sjúk­ lingurinn af því að minnið er að byrja að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. Til­ finningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi, en einnig geta breytt og óeðlileg hegð­ unarmynstur átt sér stað, þá er tals­ vert um verk og málstol einnig. Þetta getur sveiflast með tímanum og breyst á marga vegu, sjúklingurinn sjálfur verður mögulega ekki eins var við það eins og aðstandendur sem oftsinnis eiga erfiðara en einstak­ lingurinn sjálfur með að sjá sinn nán­ asta breytast með þessum hætti og í raun týnast. Sjálfshjálp Ef einkenna verður vart skal haft samband við lækni til að ganga úr skugga um orsakirnar og byrja mögulega meðferð. n Drekkið minna áfengi, fólk með vitglöp þolir það verr. n Sem aðstandandi skaltu forð­ ast aðstæður þar sem margt er um manninn, mikill hávaði sem og staði sem eru sjúklingnum ókunnugir. Slíkar aðstæður gera sjúklinginn óöruggan. n Mikilvægt er að gera þó minnisæfingar framan af, viðhalda og tryggja samskipti milli einstak­ linga, hafa eitthvað við að vera, sem hæfir stigi hvers og eins. Halda rútínu, sérstaklega með svefn og athafnir daglegs lífs. n Sækja sér aðstoð snemma og átta sig með aðstandendum á því hvernig sjúkdómurinn muni eða geti þróast og vinna gagngert í því að viðhalda almennri heilsu sem mest með reglubundinni hreyfingu og hollu mataræði. Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn? Margir aðrir sjúkdómar hafa svipuð einkenni, sem til eru virkar meðferð­ ir við. Því er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort einhver ann­ ar sjúkdómur sé að baki ástandinu. Með blóðsýni má greina hvort um sé að ræða efnaskiptasjúkdóma, vítamínskort (þá aðallega B­12), sýk­ ingu eða vökvatap. Læknirinn sker úr hvort um sé að ræða þunglyndi, sem hefur svipuð einkenni í för með sér en hægt er að meðhöndla. Þar að auki er oft tekin tölvusneiðmynd af heilanum, og jafnvel er sjúklingur­ inn settur í segul ómun, en þessar rannsóknir sýna ef drep er í heila, æxli eða blæðingar, og ef vökvasöfn­ un á sér stað. Þá er notast við PET­ skönnun einnig. Batahorfur Algengasta orsökin er Alzheimer­ sjúkdómur, en við honum eru til lyf sem hægja á sjúkdómnum en lækna hann ekki. Þó eru blikur á lofti með meðferð sem er enn á tilraunastigi og verður spennandi að fylgjast með en þar er notast við ómtækni og hljóðbylgjur sem eiga samkvæmt dýratilraunum að virka mjög vel. Stefnt er að tilraunum með einstak­ linga á árinu 2017. Ef vitglöpin eru vegna efna­ skiptavanda er í mörgum tilfellum hægt að snúa ferlinu við eða stöðva það. Vítamín, steinefni, bætiefni og hormónalyf geta haft áhrif en þá er mikilvægt að átta sig á undirliggj­ andi orsök. Vitglöp fara iðulega versnandi og með tímanum getur þurft að vista sjúkling á dvalar­ eða hjúkr­ unarheimili þar sem hann verð­ ur ófær um að sinna sér og sínum helstu þörfum. n Vitglöp: Orsakir og einkenni Fjöldi drykkja* Vínandi í blóði Tilfinninga- og hegðunarleg áhrif Áhrif á aksturshæfni 1 0,2 Varla greinanleg áhrif – Vægar geðsveiflur Væg breyting – Flestir ökumenn virðast hrifnæmir – Slæmir ökuhættir geta magnast örlítið 2–3 0,5 Væg slökun – Léttlyndi – Óþvingaðri hegðun – Auknar geðsveiflur – Örari hreyfingar Viðbragðstími lengist verulega 5–6 1,0 Stjórn mikilvægra hreyfinga skerðist – Tal óskýrt – Rök- hugsun, dómgreind og minni skerðist Veruleg neikvæð áhrif á dóm- greind – Samhæfing hreyfinga skerðist – Erfiðleikar með stjórn. 7–8 1,5 Alvarleg skerðing líkamlegrar og andlegrar starfsemi – Ábyrgðarleysi Skynjun og dómgreind brengl- ast – Ekur í þokumóðu og hefur nánast enga stjórn á ökutæki 15–20 4,0 Flestir hafa misst meðvitund. Meðvitundarlaus. Ökuhæfni engin – sofnaður – jafnvel dáinn. Stórhættulegt að aka undir áhrifum Á fengisneysla, jafnvel þótt lítil sé, skerðir hæfileika manna til aksturs. Viðbrögð verða hægari, ákvarðanir órök­ réttar o.fl. Með áfengum drykk er átt við einn 33 cl sterkan bjór eða 2,8 cl af sterku víni. Tafla þessi er fengin frá umferðar­ ráði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.