Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 26

Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 26
Krullurnar fá að njóta sín í sumar. Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum. Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín. Litirnir verða djúpir og náttúrulegir. Með vorinu berast nýir straum- ar í hártískunni, enda vilja marg- ir breyta til eftir veturinn. „Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klipping- in falli vel að andlitsfalli viðkom- andi. Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum, en hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda- þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á und- anhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áber- andi en mjög sítt hár hverfur úr tísku. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyf- ing í hárinu fær að njóta sín. Topp- ar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýs- ir Tóta og bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður. Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli. Hins vegar eru ljósir endar litað- ir í pastellitum á undanhaldi. Við munum líka sjá meira um klass- ískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta og telur fram að að fram undan séu einnig breytingar í skegg- tísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vin- sælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur. Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verð- ur gaman að sjá í andlitið á strák- unum aftur.“ Hártískan í sumar klassískari en áður Styttra hár, meiri krullur, klassískari klipping og djúpir, náttúrulegir litir verða áberandi í hártískunni í vor og sumar. Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín og síðir, þungir toppar halda velli. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Tóta fylgist vel með nýjum straumum í hártískunni. MYND/ERNIR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Með betri buxum í bænum :-) Str. 36-52 Gallabuxur kr. 12.900.- Litir: ljósblátt,dökkblátt, svart Stretch buxur kr. 7.900.- Litir: svart,grátt,blátt,grænt, hvítt,brúnt,drappað Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Ef dýrin mættu velja 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r4 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -2 9 2 4 1 D 1 3 -2 7 E 8 1 D 1 3 -2 6 A C 1 D 1 3 -2 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.