Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 38
Frá því að æskuvinirnir Guðjón Geir Geirsson og Róbert Elmarsson ákváðu að setja á fót eigin tískulínu fyrir stráka árið 2014 hefur margt gerst í lífi þeirra. Verkefnið hefur undið upp á sig eftir því sem fötin frá Inklaw verða vinsælli. Ekki sakar að Justin Bieber er einlæg- ur aðdáandi auk margra annarra þekktra tónlistar- og íþróttamanna. Guðjón getur ekki neitað því að þegar heimsfrægar stjörnur sjáist í Inklaw-fötum frá Íslandi veki það mikla athygli á hönnuninni. Tveir félagar Guðjóns og Ró- berts hafa bæst við í reksturinn eftir stofnunina, Anton Birkir Sig- fússon í framkvæmdastjórn og Christopher Cannon í framleiðslu- og hönnunarteymi. Guðjón segir að þeir séu nú loks að sjá afrakst- ur brjálaðrar vinnu og geti lifað af starfinu. „Það tekur langan tíma að koma fatalínu á markað. Við höfum verið heppnir hversu fljótt við komumst á kortið. Þess vegna verður einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að sýna fatalín- una á RFF. Þangað koma marg- ir mikilvægir gestir að utan. Við höfum hug á að færa út kvíarnar og selja vörur okkar í búðum erlendis en hingað til hafa þær ein- göngu verið fáanleg- ar á netsíðunni okkar,“ segir hann en þetta er í fyrsta skipti sem fatnað- ur Inklaw er með á sýn- ingunni. Guðjón segir að vinnudagarnir séu lang- ir hjá þeim félögum og oft er unnið fram á nótt. „Núna erum við á fullu við að gera okkar fyrstu alvöru vörulínu sem verður frumsýnd á RFF og ég get lofað því að þar verður margt áhugavert. Við höfum eiginlega verið nær ein- göngu með svartan og hvítan lit en ætlum að hafa aðeins bjartara yfir línunni. Við erum rosalega stoltir af því að fá þetta tækifæri og munum leggja okkur alla fram. Á svona sýningu eins og RFF eru mörg tækifæri og við ætlum að koma með „sprengju“, þetta verð- ur alvöru,“ segir Guðjón og bætir við að það verði hellingur af nýju frá Inklaw. „Við erum búnir að átta okkur á því hvað viðskiptavin- ir okkar vilja og munum sýna allt okkur besta,“ segir hann. „Viðskiptavinirnir eru flestir á aldrinum 13-30 ára. Hins vegar höfum við einnig séð þá eldri, allt upp í fimmtugt,“ segir Guð- jón. „Við fáum oft spurningar um hvort við ætlum að hanna dömu- línu og kannski hugum við að því í framtíðinni. Það eru hins vegar margar stelpur sem vilja ganga í strákafötum og kaupa fötin okkar. Kærastan mín gengur til dæmis í fötum frá Inklaw enda er margt af þessu unisex. Strax að loknu RFF munum við verða með nýju línuna í vefversluninni okkar,“ segir Guð- jón. Þeir félagar fá oft fyrirspurn- ir frá umboðsmönnum þekktra tónlistarmanna víða um heim. „Ég verð að viðurkenna að þegar stórstjörnur kaupa fötin okkar er mikil gleði í vinnunni og við fögn- um því,“ segir hann. „Þessi vinna er það besta sem ég hef gert í líf- inu. Ef maður hefur trú á verkefn- inu þá gengur það upp.“ Elín Albertsdóttir elin@365.is Strákarnir hjá Inklaw gera fatalínu fyrir stráka sem Justin Bieber og fleiri stjörnur hafa fallið fyrir. Þeir eru Christopher Cannon, Guðjón Geir Geirsson, Róbert Elmarsson og Anton Birkir Sigfússon. Guðjón Geir Geirsson við saumavélina. Hver flík er handgerð og því sérstök. Inklaw sýnIr á rFF Strákarnir sem standa á bak við fatamerkið Inklaw verða meðal sýnenda á RFF, Reykjavik Fashion Festival, sem fram fer í Hörpu dagana 23. til 25. mars. Guðjón Geir Geirsson segir það mikinn heiður. Fötin hjá Inklaw falla í kramið hjá stjörn- unum. VERÐHRUN ! 60% afsláttur af fatnaði og skóm! Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Enn meiri verðlækkun á útsölunni 30-90% afsláttur Þjónustumiðstöð tónlistarfólks 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r8 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -1 A 5 4 1 D 1 3 -1 9 1 8 1 D 1 3 -1 7 D C 1 D 1 3 -1 6 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.