Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 60

Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 60
Ég get staðfest að þetta er að gerast og ég er að fara í tökur á Mortal Engines í ár. Þetta er allt ennþá mjög nýtt og ég get ekki sagt mikið meira um það að svo stöddu,“ segir Hera Hilmarsdóttir, spurð út hlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve. Um er að ræða lykilhlut­ verk sem að öllum líkindum mun opna henni fleiri dyr í framtíðinni. „Ég hlakka mikið til að vinna með þessu virta hæfileikafólki sem kemur að myndinni,“ segir Hera ánægð. Fram hefur komið á kvikmyndavefnum IMDb að Hera fari að öllum lík­ indum með hlutverk ungu dularfullu konunnar Hes­ ter Shaw, sem kemur fram í öllum fjórum bókum bókaflokksins Mortal Eng ines, og kynnist aðal­ persónunni Tom Nats­ worthy sem Robert Sheehan leikur. Óhætt er að segja að ef rétt reynist er Hera búin að tryggja sér góða stöðu sem leikkona í framtíðinni. „Þetta er frábært tækifæri,“ segir Hera, en Fréttablaðið mun fylgjast vel með þegar fleiri fréttir berast af hlut­ verki Heru í myndinni. gudrunjona@frettabladid.is RobeRt Sheehan l Fæddur 7. janúar 1988. l 14 ára fór mamma hans með hann í prufur fyrir Song for a Raggy Boy. l Tilnefndur til Bafta TV Award 2011, í flokknum Besti aukaleik- ari, fyrir hlutverk sitt í myndinni Misfits. l Lék í The Mortal Instru- ments: City of Bones, í leikstjórn Haralds Zwart árið 2013 og Season of the Witch, í leikstjórn Dominic Sena árið 2011. l Í ár mun hann leika í spennuþáttunum Forti- tude. Þar leikur einnig íslenski leikarinn Björn Hlynur en þættirnir eru teknir upp hér á landi að hluta. PeteR JackSon l Fæddist 31. október 1961 á Nýja-Sjálandi. l Fyrsta mynd hans sem leikstjóri er Bad Taste 1987. l Leikstýrði The Lord of the Rings: The Fell- owship of the Ring árið 2001. l Leikstýrði King Kong 2005. l Leikstýrði The Hobbit: An Unex- pected Journey árið 2012. l Hefur hlotið yfir hundrað tilnefningar fyrir störf sín í kvik- myndageiranum. l Vann Óskarinn, Golden Globe og Bafta Film Award 2004 sem besti leikstjórinn fyrir kvik- myndina The Lord of the Rings: The Return of the King. chRiStian RiveRS l Fæddist 1974 á Nýja-Sjálandi. l Hitti Peter Jackson fyrst þegar hann var 17 ára og hefur verið nánasti samstarfsmaður hans síðustu 24 ár. l Fyrsta myndin sem hann vann með Peter var Braindead árið 1992. l Christian Rivers, hefur unnið við tæknibrellur í stórmyndum Jacksons. l Vann Óskarinn og Bafta Film Award árið 2006 fyrir bestu tæknibrell- ur í kvik- myndinni King Kong. Hera Hilmarsdóttir segir hlutverkið vera frábært tækifæri. Fréttablaðið/SteFán tryggir sér góða stöðu sem leikkona Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt af aðalkvenhlutverkunum í nýj- ustu mynd Peters Jackson, Mortal Engines. Leikstjóri myndarinnar er Christian Rivers en hann hefur verið hægri hönd Jacksons síð- ustu ár ásamt því að sjá um allar tæknibrellur í myndum hans. Um er að ræða framtíðartrylli sem byggður er á bókum Philips Reeve. Af hverju krosslímt tré? • Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla • Léttari en steypa • Frábær einangrun • Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu • Mjög fljótlegt að reisa • Einstakir burðareiginleikar • Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið • Þynnri veggir - meira innra rými • Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 412 1700 idex@idex.is - www.idex.is idex.is - sím 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Álgluggar - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Byggðu umhverfisvænt hús -úr krosslímdu tré Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Rafgeymar og hleðslutæki Fyrir mótorhjól, fjórhjól, vélsleða og fleira. 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r40 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -0 B 8 4 1 D 1 3 -0 A 4 8 1 D 1 3 -0 9 0 C 1 D 1 3 -0 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.