Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 22

Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 22
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosning-unum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir ein-hverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held. Þetta er eins og að horfa á fótboltaleik með tveimur liðum sem maður veit ekki alveg hvað heita. Smám saman fer maður að halda með öðru liðinu, en helst af öllu vonar maður að eitthvað óvænt gerist. Að eyðileggja morgundaginn Það er ekki spennan fyrir þreytulegu fólki í íþrótta- sölum, sem maður fékk að sjá annað slagið. Og alls ekki spennan fyrir því hvað einhverjir vitringar héldu að myndi gerast næst. Ekki einu sinni spennan fyrir frambjóðendum sem ég hef aldrei séð áður og hef ekki hugmynd um hvort eru klárir eða skemmtilegir. Ég bara horfði og lagði mitt af mörkum til að vera algjörlega ónýtur í vinnunni í gær. Á miðvikudagskvöldið vakti ég álíka lengi til að fylgj- ast með leik í NBA-deildinni. Cleveland (aldrei komið þangað) og Golden State Warriors (frá Oakland í Kalí- forníu – aldrei komið þangað heldur). Ég vakti allan tímann og var rosalega spenntur og brjálaður af því Lebron James (aldrei hitt hann) tapaði. Þegar ég fór að sofa um klukkan fjögur, vitandi að sjö ára skemmtikraftur myndi vekja mig fyrir allar aldir, sá ég ekki eftir neinu. Aldrei hvarflaði að mér að sennilega væri skynsamlegast að fara bara að sofa á venjulegum tíma og kíkja á netið um morguninn. Enda er það algjör- lega fáránleg hugmynd. Í raun skil ég það samt betur að vaka og horfa á körfu- boltaleik. Það er í það minnsta myndrænt og spennandi. Ég þekki alla leikmennina og söguna og held með öðru liðinu. Breska kosningasjónvarpið var bara samansafn af yfirlætislegum sérfræðingum með ljót bindi. Sum reyndar svo ljót að ég skil ekki af hverjum þeim var hleypt út úr húsi með þau. En það útskýrir sennilega ekki að vaka langt fram á nótt. Svarið er einfalt. Bein útsending. Hún er algjört lykilatriði. Hún gerir allt spennandi og fær skynsamt fólk, eins og mig (víst), til að vaka miklu lengur en skynsamlegt getur talist. Allt er betra í beinni útsendingu Í raun held ég að það sé hægt að gera allt áhugavert með því að senda bara beint frá því. Jafnvel útsending frá Alþingi getur næstum því orðið spennandi þegar maður veit að hún er bein. Og það gæti eitthvað óvænt gerst (sem á reyndar ekki við um Alþingi). Ég man þá tíð þegar það þótti bara fullkomlega eðli- legt að horfa á vikugamlan fótboltaleik og hlusta á Bjarna Fel lýsa því hvernig við ættum að hafa auga með leikmanni númer sjö. Hann gæti átt eftir að koma meira við sögu. Núna er það blátt áfram fáránlegt að horfa á leik sem er ekki í beinni útsendingu. Ég get ekki einu sinni gert það á tímaflakkinu. Hausinn á mér öskrar á mig: ÞETTA ER EKKI BEINT. En ég sé sem sagt ekkert að því að fylgjast með því hvernig Reetenrra Bjeerji gengur í Basildon South, sem ég hef ekki hugmynd um hvar er í Bretlandi. Ekki frekar en East Dumbarton, þar sem Jo Swinson stóð í ströngu. Rétt að taka það fram að ég veit ekki einu sinni af hvaða kyni þessir frambjóðendur eru. En ég horfi samt. Það er galdurinn við beinar útsendingar. Galdurinn við beinar útsendingar Þegar ég fór að sofa um klukkan fjögur, vit- andi að sjö ára skemmtikraftur myndi vekja mig fyrir allar aldir, sá ég ekki eftir neinu. Aldrei hvarflaði að mér að sennilega væri skynsamlegast að fara bara að sofa á venju- legum tíma og kíkja á netið um morguninn. Úrslit kosninganna í Bretlandi komu vægast sagt á óvart. Að morgni kjördags var því spáð að Íhalds-menn fengju ríflegan meirihluta en útgönguspár gáfu svo allt annað til kynna. Nú þegar talið hefur verið upp úr kössunum er ljóst að meirihluti Theresu May forsætisráðherra er fallinn. Þótt May hafi verið snögg til að mynda samsteypu- stjórn með stuðningi norður-írskra sambandssinna er ljóst að hún kembir ekki hærurnar í embætti. Sagan segir að kunnir samflokksmenn hennar séu þegar farnir að brýna hnífana. Boris Johnson utan- ríkisráðherra er sá sem oftast er nefndur sem arftaki May á formannsstóli. Líklegast verður að telja að May sitji fyrst um sinn og víki þegar um hægist. Kosningabaráttan var ein samfelld sorgarsaga fyrir May en að sama skapi persónulegur sigur fyrir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Maðurinn sem átti að standa flokknum fyrir þrifum var aðeins hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur. Merkilegasta niðurstaðan er kannski sú að Bretar virðast aftur vera að færast í átt að hreinu tveggja flokka kerfi. Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokk- urinn fengu yfir fjögur af hverjum fimm greiddum atkvæðum. Litlu flokkarnir töpuðu þingmönnum sínum í hrönnum. Gamli leiðtogi frjálslyndra, Evr- ópusinninn Nick Clegg, sem einu sinni átti að vera maðurinn til að splundra tveggja flokka kerfinu, datt út af þingi. Bretar, sem einu sinni voru taldir skólabókardæmi um ríki sem byggi við stöðugt stjórnarfar, upplifa nú hálfgert öngþveiti í pólitíkinni. Þeir eru í óvissu- ferð út úr Evrópusambandinu, og sú sem stýra átti skútunni er helsærð og völt í sessi. Ekki er nema von að forsvarsmenn Evrópusambandsins hafi ýjað að því að skynsamlegt gæti verið að fresta samninga- fundum vegna Brexit eitthvað fram á sumar. Hér á þessum síðum var því varpað fram á dög- unum hvort Bretar myndu ekki vilja spóla til baka um tólf mánuði. Þá ríkti efnahagslegur stöðugleiki í landinu og ríkisstjórn Davids Cameron virtist vera með styrka stjórn á hlutunum. Brexit umturnaði því á einni nóttu. Cameron sagði af sér og May tók við eftir mikil hjaðningavíg í forystu Íhaldsflokksins. Sagt var að pólitísk framtíð fólks á borð við May, Boris Johnson og Michael Gove hefði ráðið mestu um afstöðu þeirra og háttsemi í aðdraganda Brexit. Þau hafi tekið persónulegan metnað fram yfir hags- muni þjóðar. Johnson og Gove var refsað snögglega, en May stóð uppi sem sigurvegari. Nú hefur hún líka fengið makleg málagjöld. Makleg málagjöld May Bretar, sem einu sinni voru taldir skólabókar- dæmi um ríki sem byggi við stöðugt stjórnarfar, upplifa nú hálfgert öngþveiti í pólitíkinni. Þeir eru í óvissuferð út úr Evrópu- sambandinu, og sú sem stýra átti skútunni er helsærð og völt í sessi. 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð SKOÐUN 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -6 1 2 0 1 D 0 D -5 F E 4 1 D 0 D -5 E A 8 1 D 0 D -5 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.