Fréttablaðið - 10.06.2017, Síða 34

Fréttablaðið - 10.06.2017, Síða 34
Það var góð stemning á Gullfossi. Hlutverk okkar þernanna var að þjónusta farþegana og létta þeim lífið. Það var bara yndislegt.“ „Já, allt snerist um að gera vel við fólkið og siglingarnar voru ævin- týralíf að sumu leyti. Stundum voru böll um borð með lifandi tón- list. Það var í hópferðunum, þá var leikið og dansað.“ „Svona kemur aldrei aftur. Ekki hér.“ Við Rannveig Ásgeirsdóttir og Svava Gestsdóttir sitjum í huggulegri stofu heima hjá þeirri síðarnefndu yfir svellandi kaffi. Þær kynntust sem þernur í Gullfossi, hinu virðu- lega farþegaskipi Íslands sem var í ferðum milli landa á árunum 1949 til 1973. Rannveig var þerna þar í tíu ár en Svava innan við ár. Ég er sem fluga á vegg að hlusta á þær rifja upp og raða saman minningabrotum um lífið um borð. Lauma líka inn einni og einni spurningu. Rannveig: Ég var á skipinu frá 1962 til 1973. Reyndar var ég eitt ár í landi á því tímabili og vann á Póst- húsinu á Hlemmi en hafið og Gull- foss toguðu í mig aftur. Svava: Það voru margar sem sóttu um þernustarf á Gullfossi. Ég var sjúkraliði og það þótti eftirsóknar- vert að fá manneskju með þá menntun en ég var bara frá vori fram á haust og svo tímabil næsta vetur á eftir. Þernurnar gengu auð- vitað í störf heilbrigðisstétta ef fólk var sjóveikt. Stundum var það líka með börn sem við þurftum að sinna. Farþegar voru á öllum aldri. Rannveig: Sumir urðu svo sjóveikir að þó maður hefði sagt við þá „Ég ætla að henda þér útbyrðis,“ hefðu þeir bara sagt „ókei“. Fólk gat orðið hálf rænulaust. Ég man eftir konu sem sagði: „Ég skal aldrei í lífinu fara aftur á sjó. Aldrei.“ Heyrðu, það var ekki liðið ár þegar hún var komin aftur. Einu sinni hringdi kona bjöllunni í kolvitlausu veðri, bullandi sjóveik og spurði: „Geturðu fært mér mjólk og brennivín út í?“ Þá lá við að ég gubbaði. Hún var líka með hálf- gerðu óráði. Fólk var að borða salt eða harðfisk til að verjast sjóveiki – og koníakið, það átti að vera allra meina bót – en Guð minn góður …“ Voruð þið aldrei sjóveikar? Rannveig: Jú, jú, fyrst. Svava: Það lá við að maður gubbaði í skúringafötuna. Rannveig: Já, eða ælubakkana sem við vorum að tæma þegar veltingur- inn var sem mestur. Svava: En svo sjóast maður. Ég finn það þegar ég er að sigla með mann- inum mínum og standa ölduna þegar bræla er og skipið heggur í sjóinn, þá verð ég ekkert vör við ónot. Rannveig: Það getur líka verið misjafnt eftir skipum. Gullfoss var ágætur. Svava: Það er alveg rétt, það er rosa- legur munur á skipum. Hún er svo há brúin á þessum nýju skipum og maður má vara sig á að meiða sig ekki því þau höggva svo mikið. Gull- foss var þægilegur. Hann var það. En hann þætti ekki stór í dag, tók 210 farþega. Rómantíkin sveif yfir vötnum „Fólk var flott á kvöldin, klæddi sig upp fyrir matinn. Konurnar voru í siffonkjólum, gylltum eða silfurlitum skóm og með skart,“ rifjar Rannveig upp. FRéttablaðið/SteFán Þó hetjusöngvar um sjómenn fjalli gjarn- an um karlmenn þá hafa konur líka starf- að um borð í skipum og stigið ölduna. Þeirra á meðal eru þær Rannveig Ás- geirsdóttir og Svava Gestsdóttir sem voru þernur á Gullfossi, hinu glæsta farþega- skipi Íslendinga sem sigldi milli landa. Þær rifjuðu upp gamla daga með bros á vör. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is SumiR uRðu Svo Sjó- veikiR að þó maðuR hefði SaGt við þÁ „ÉG ætla að henda þÉR útbyRðiS,“ hefðu þeiR baRa SaGt „ókei“. Rannveig. ↣ 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -7 E C 0 1 D 0 D -7 D 8 4 1 D 0 D -7 C 4 8 1 D 0 D -7 B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.