Fréttablaðið - 10.06.2017, Síða 36

Fréttablaðið - 10.06.2017, Síða 36
Sumir voru duglegir á bjöllunum Hvernig var vinnudagurinn hjá þernum? Rannveig: Vinnudagurinn var langur. Við byrjuðum klukkan sjö og unnum til átta annað kvöldið og hálf tólf hitt en fengum tveggja tíma frí að deginum, milli tvö og fjögur eða fjögur til sex. Þær sem fengu fríið klukkan tvö tóku kvöldvaktina. Við vorum yfirleitt sjö í einu um borð og höfðum nóg að gera. Svava: Við vöknuðum tímanlega því við þurftum að laga okkur til og greiða okkur svo við litum vel út. Það var krafa. Byrjuðum á að fara yfir gangana og taka til á bakka handa þeim sem vildu fá kaffið í klefana. Það varð að vera tilbúið klukkan átta, sumir voru duglegir á bjöllunum. Rannveig: Ég hugsa að slík af­ greiðsla væri ekki leyfð í dag. Það var í raun stórhættulegt að vera í alls konar sjólagi með sjóðheitt kaffi og te í þungum silfurkönnum á bökkum og bera þá frá kjallara upp á efsta dekk, svipað og að hlaupa upp á fjórðu hæð í blokk með hvern og einn bakka. Svava: Já, þegar skipið hjó gat þrýst­ ingurinn verið mikill ýmist upp eða niður. Það þurfti krafta og lagni til að missa ekki allt saman. En veit­ ingarnar voru fínar. Það var bakað um borð, alltaf nýtt bakkelsi með kaffinu. Rannveig: Og rosalega flott kalda borðið í hádeginu, alveg frægt. Þrjá­ tíu réttir og skreytingarnar voru þvílíkar. Svava: Ekkert smá. Pinnarnir með ávöxtunum og kjötinu, þetta voru listaverk, enda mikil vinna sem að baki lá. Fenguð þið að borða þennan fína mat? Rannveig: Nei, nei. Við gátum auð­ vitað stungið einhverju upp í okkur ef við vildum en það var sér messi fyrir okkur og þar var eldað sérstak­ lega ofan í áhöfnina. Minnsti mess­ inn fyrir flesta fólkið. Enginn gluggi. Maður gleypti í sig, enda glumdu bjöllurnar. Svava: Í sérferðunum voru oft skemmtikvöld og böll. Þá vorum við að hjálpa farþegunum að útbúa grímubúninga og hvaðeina. Klæða þá í teppi og lök og stóra poka undan Kaaber kaffi og fleira sem féll til um borð. Sumir voru tilkippilegir í svona, aðrir ekki. Voru ekki oft stjörnur meðal far- þega? Svava: Jú, jú, fína fólkið ferðaðist með Gullfossi og útvaldir sátu við skipstjóraborðið þegar matast var. Flestir fóru á barinn fyrir kvöldmat. Reyndar var fólk af öllum þjóð­ félagsstigum um borð því á þessum tíma voru farþegasiglingar algengur ferðamáti, bæði umhverfis landið og milli landa. Rannveig: Fólk var flott á kvöldin, klæddi sig upp fyrir matinn. Kon­ urnar voru í siffonkjólum, gylltum eða silfurlitum skóm og með skart. Eru einhverjir eftirminnilegri en aðrir? Rannveig: Ég man eftir Bryndísi Schram og Jóni Baldvini með krakk­ ana, þau voru á leið til Edinborgar og sigldu til Leith. Svo voru náttúr­ lega Halldór Laxness og Auður oft á ferðinni. Svava: Og forsetahjónin, Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir. Rannveig: Já, ég færði þeim kaffi og var að hugsa á leiðinni til þeirra: Hvort þeirra skyldi eiga að fá boll­ ann á undan? Ákvað að skenkja frúnni fyrst. Spurði svo brytann þegar ég kom til baka og ég hafði gert rétt, sem betur fór. Svava: Ég get líka nefnt Rolf Johan­ sen og frú og Ásbjörn Ólafsson og Sigfús Halldórsson. Allt var þetta mannlegt fólk og þægilegt. Við þern­ urnar reyndum að laga hárið á kon­ unum og svona ef þær báðu okkur. Þetta var á túperingartímabilinu. Í sérferðunum var hárgreiðslukona með. Voruð þið í einkennisbúningum? Rannveig: Já, fyrst í morgundressi á fyrri vaktinni og svo var farið í annað á kvöldin, þegar maður skver­ aði sig upp fyrir seinni vaktina. Við vorum í svörtum kjólum þegar við tókum á móti fólkinu og fylgdum því í klefana sína. Eitthvað var talað um að við ættum að fá yfirhafnir, því oft var trekkur, en við vorum bara í eigin peysum sem voru auðvitað ekki samstæðar. Var Gullfoss alltaf í förum? Rannveig: Já, það voru sérstakar ferðir á vorin, um páskana, á haust­ in og um jólin til ýmissa borga erlendis. Það voru fínustu ferðirnar og þá var bara 1. farrými notað, það rúmaði um 100 manns. Annars var áætlunin Reykjavík­Færeyjar­Leith í Skotlandi­Kaupmannahöfn­Fær­ eyjar­Reykjavík. Túrinn tók svona hálfan mánuð. Svo var farið að stytta viðdvölina í höfnunum. Þegar ég byrjaði að sigla var stoppað fimm, sex daga í Kaupmannahöfn. Svava: Það var mikið verk að skipta á rúmum þegar við komum til Leith, þar fóru svo margir frá borði og aðrir komu í staðinn. En við vorum orðnar æfðar, húrruðum þessu af og hlupum svo í land. En við þurftum ekki að búa um í hinum höfnunum, þar var starfsfólk frá Eimskipafélaginu. Margir drukku dálítið illa Bjór var auðvitað ekki seldur á Íslandi á þessum árum. Fékkst hann á Gullfossi? Svava: Já, já. Skipið var varla farið frá landi og búið að opna innsiglið þegar fólk var komið á barinn að fá sér bjór. Rannveig: Það er ekki hægt að labba fram hjá barnum, þar er allt svo ódýrt, sögðu karlarnir. Allt var miklu ódýrara en hér í Reykjavík, ilmvötnin, sígaretturnar og sælgætið í sjoppunni líka. En það voru margir sem drukku dálítið illa. Svava: Sumir fengu tremma. Ég lenti svakalega illa í því með eina konu. Hún fékk krampa og braut í sér tennurnar. Það var rosalegt. Rannveig: Ég lenti í nokkrum svona. Einu sinni var læknir um borð og ég varð þrisvar að kalla í hann og biðja hann að hjálpa mér með eina konuna. Hún drakk út í eitt og var orðin snarrugluð. „Geturðu ekki lánað mér skrúfjárn?“ spurði hún. „Hvað ætlarðu að gera við það?“ „Ég ætla að taka niður spegilinn. Þeir eru þarna á bak við þessir andsk… og þessi túða hérna, þeir æpa á mig í gegnum hana „ég drep þig, ég drep þig…“. Einn var klæddur eins og enskur lord, lá í kojunni og skipaði mér að taka „þetta þarna“. „Ha, hvað á ég að taka?“ „Þessar helvítis pöddur sem eru þarna.“ Hann sagðist vera á leið að taka á móti móður sinni sem væri að koma með Queen Elisabetu. Það væri móttökunefnd að taka á móti henni. Voruð þið einhleypar á þessum Gullfossárum? Svava: Ég kynntist manninum mínum, Ægi Jónssyni, fljótlega eftir að ég kom um borð, 27 ára. Hann var þá stýrimaður en er skipstjóri núna. Þá var farin spes ferð til Tunsberg í Noregi fljótlega eftir páska. Siglingin var falleg upp til Tunsberg, veðrið var yndislegt og við löbbuðum úti alla nóttina. Rosa rómó. Rannveig: Já, rómantíkin sveif yfir vötnum á Gullfossi. Þar var margt ungt fólk og ógift og það urðu til 14 hjónabönd um borð sem ég veit um, á þeim tíma sem ég var að vinna þar. Framhjáhöld komu líka upp en þau hjónabönd sem urðu til um borð héldu. Eitt þeirra er mitt hjóna­ band. Maðurinn minn var vélstjóri á Gullfossi. Hann heitir Guðjón Vilin­ bergsson. Svo þið hafið báðar náð ykkur í menn um borð? Rannveig: Já, eða þeir í okkur. Svo sigldum við stundum með þeim eftir að við hættum að vinna. Að lágmarki einu sinni á ári. Svava: Já, ég fór með fyrsta dreng­ inn minn innan við tveggja mánaða gamlan á sjóinn, hann var óskírður. Ægir batt vagninn úti á lunningu á daginn og strákurinn svaf vel úti. Síðar sigldi ég með alla strákana þrjá, þegar sá elsti var sjö ára. Ægir var þá stýrimaður og þurfti að úthluta áhöfninni gjaldeyri í erlendum höfnum, stundum var bið á því að bankastarfsmaður kæmi um borð með gjaldeyrinn og þá fór ég stundum ein með alla strákana í land, merkti þá bara! Ég var líka oft með saumavélina með mér í svona ferðum og saumaði íþróttagalla á strákana og föt á sjálfa mig. Rannveig: Ég var komin fjóra mán­ uði á leið með næstelsta strákinn minn þegar ég hætti. En þá voru tímarnir breyttir, Íslendingar farnir að nota flugið miklu meira, farþegar á Gullfossi hættir að klæða sig upp á og allir komnir í jogginggalla. Þann­ ig að glansinn var farinn af lífinu um borð. Sjötíu og tveir voru í áhöfn Gullfoss í hverri ferð. Þessi mynd er tekin 1973, rétt áður en skipið var selt. Þar eru þær Rannveig og Svava. Mynd/úR einkaSafni Gullfoss var 100 metra langur og um 16 metrar á breidd. Hann rúmaði 210 farþega, þar af fyrsta farrými helminginn. Mynd/LjóSMyndaSafn ReykjavíkuR ↣ Siglingin var falleg upp til tunSberg, veðrið var yndiSlegt og við löbbuðum úti alla nóttina. roSa rómó. Svava 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R34 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -9 2 8 0 1 D 0 D -9 1 4 4 1 D 0 D -9 0 0 8 1 D 0 D -8 E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.