Fréttablaðið - 10.06.2017, Síða 86

Fréttablaðið - 10.06.2017, Síða 86
Það tók okkur heilt ár að aðlagast Sjanghaí og skilja hvernig lífið gengur fyrir sig. Í borginni búa um 25 milljónir manna og allt tekur langan tíma. Maður ferðast um í reitum og ekki hægt að skreppa á nokkra staði sama dag; maður nær kannski einum eftir vinnu. Umferðin gengur á snigilshraða og ef það rignir, þá hellir úr fötu, og göturnar lokast af vatni. Allt verður svifaseinna því fólk kemst þá ekki um á hjólum og fleiri nota bílana.“ Þetta segir Ragna Kristensen sem búið hefur í stærstu borg Kína síðastliðin fjögur ár og unnið á asískum markaði síðan 1995. Eiginmaður hennar Jan Kristensen starfar sem akademískur fram- kvæmdastjóri Össurar í Asíu. „Það er enginn sem réttir manni bækling um hvernig komast á af í Sjanghaí. Það lærist smám saman í samfélagi aðfluttra útlendinga á Facebook og á heimasíðum þar sem hægt er að læra af reynslu annarra, fá góð ráð og leita upplýsinga. Við búum á svæði þar sem fyrir eru bæði Kínverjar og aðfluttir útlendingar og það reyndist hjálplegt. Við fengum að vita hvaða spítala við áttum að fara á og ekki, hvar og hvar ekki við ættum að kaupa í matinn og hvaða veitingahús byðu upp á vestrænan mat- seðil.“ Ragna segir heilt ár hafa farið í að finna sem best út úr því hvernig kaupa ætti í matinn. „Matvöruverslanir hér eru um margt ólíkar því sem við eigum að venjast, þann- ig er kjöti ekki pakkað inn fyrir neytendur heldur gramsa þeir sjálfir í kótelettunum og stinga beint í körfur sínar. Maður hætti því fljót- lega að versla þar. Nú versla ég nær eingöngu í alþjóðlegum matvöru- verslunum á netinu sem bjóða líka vestrænar matvörur. Þannig kaupi ég kjöt frá Ástralíu, mjólk frá Japan og brauð af dönsku bakaríi niðri í bæ. Þrátt fyrir að finnast kínverskur matur góður verður maður þreyttur á honum til lengdar. Í honum er of mikil olía fyrir meltingarkerfi Vesturlandabúa og eftir árið er mann farið að langa í kjöt og kart- öflur og halda í sínar eigin matar- hefðir heima. Neysla á kjöti og fiski er einnig lítil á meðal Kínverja og borðar fjölskylda jafnmikið kjöt og einn Vesturlandabúi í máltíð. Hefð- irnar eru öðruvísi.“ Taka frí frá menguninni í Kína Ragna ferðast mikið í starfi sínu fyrir Össur en er líka dugleg að fara í frí um heiminn með fjölskyldunni. „Vinnan er eitt og í henni sér maður flugvelli, hótel, sjúkrahús og háskóla, en þegar við eigum frí njótum við nálægðar við löndin í kring. Síðast fórum við í skíðaferð á ólympíska skíðasvæðið í Kóreu þar sem vetrarólympíuleikarnir verða haldnir að ári. Það er ýmislegt sem maður gerir hér sem maður gerði ekki ef maður væri ekki búsettur í álfunni og þegar mengunin verður yfirþyrmandi í Kína förum við úr landi yfir í hreinna loft og hvílum okkur á kínversku umhverfi, til dæmis til Taílands, Malasíu eða Indónesíu í rólegheit og slökun.“ Mengun í Sjanghaí er mikil og þegar blaðamaður talar við Rögnu mælist hún 159 stig með rauðu flaggi sem merkir að hún sé heilsu- spillandi. „Samt er sumar og þá fer meng- unin stundum niður í 60 stig. Í samanburði er mengun í Árósum í dag 2,4 stig og hámarks mengunar- viðmið í Danmörku 30 stig. Við höfum stundum þurft að setja upp grímur og erum alltaf með lokaða glugga og loftræstinguna á til að hreinsa loftið. Í skóla sonarins er þrefalt hreinsikerfi í gangi og börn fara ekki út ef mengun mælist yfir 200 stig. Auðvitað líður manni ekki vel þegar mengunin fer upp úr öllu valdi, eins og algengt er á veturna.“ Ekkert fararsnið heim á leið Ragna og fjölskylda hennar eru orðin heimavön í Sjanghaí og farin að tala um það sín á milli að fara heim til Kína, rétt eins og heim til Íslands eða Danmerkur. „Það er ekkert fararsnið á okkur enn. Strákurinn er ánægður í alþjóðlegum skóla og lífið gengur vel. Maður gerir samt alltaf málamiðlanir um líf sitt þegar maður flytur þetta langt frá fjölskyldu og vinum og það er ólýsanlega erfitt að vera í 10 þúsund kílómetra fjarlægð þegar manns er þörf sem stuðnings við fjölskyldumeðlimi sem eiga erfitt eða eru sjúkir. Sá er fórnarkostnaður- inn en þetta er alltaf val. Maður þarf að vera meðvitaður um að ef maður segir a þá er b.“ Hún segir lífið í Kína ekki alltaf auðvelt og geta tekið á þrátt fyrir glamúr og gaman. „Þetta er ævintýralegt líf á köflum en líka hörkuvinna. Við vinnum bæði langa vinnudaga og ferðumst mjög mikið vegna vinnunnar. Vinnuumhverfið er alþjóðlegt og því skortir tíma til að læra kínverskuna vel og hér þarf líka að fá kínversk ökuréttindi til að mega keyra og kaupa bíl. Flestir sem koma hingað til starfa fyrir alþjóðleg fyrirtæki á borð við IKEA, H&M og Volvo gera starfssamninga til þriggja ára því þá er algengast að fólk sé komið með nóg og vilji aftur heim í eðlilegt líf. Sjálf er ég ekki farin að þrá að komast heim enda er vinnan líka lífsstíll og áhugamál. Fjölskyldan þarf svo að vera samtaka um að vilja vera hér því ef einhverjum fer að líða illa þá pökkum við saman og förum heim. Svo lengi sem allir eru að þrífast og fást við spennandi hluti er engin ástæða til að fara heim.“ Heillandi margbreytileiki Best við Kína þykir Rögnu spenn- andi margbreytileikinn. „Í Kína er allt hægt og flest svo ófyrirsjáanlegt. Ég finn hvað Reykja- vík er lítil þegar ég kem heim. Þar er samfélagið fyrirsjáanlegt. Nú eru allir heima komnir með hunda og helst hreinræktaða af dýru kyni. Ef silfur kemst í tísku eru allir komnir í silfur innan mánaðar. Hjarðhegðun er áberandi á Íslandi í samanburði við stórborgina Sjanghaí og það eina sem er fyrirsjáanlegt hér er að flestir hafa dökkt hár.“ Þau hjónin eru sammála um að hafa gefið syni sínum eitthvað ein- stakt með því að hafa flust til Kína. „Við sáum strax sláandi mun á menntakerfinu. Hér er í lagi að vera klár og duglegur í skólanum og nemendur keppast við að gera sitt besta án þess að eiga á hættu að vera stimplaðir nördar. Auðvitað má segja að líf heima væri jafn gott og þar gæti hann vissulega eignast æskuvini en þetta er val og um leið og maður tekur ákvörðun um að flytja langt að heiman tekur maður líka annað burt. Það er enginn sem segir að það sé rétt eða rangt en við teljum að ákvörðunin hafi verið rétt. Víðsýni hans og heimur er nokkuð stærri en skólasystkinanna í Danmörku. Hann hefur séð hálfan heiminn og hver segir að það sé verra líf en hitt? Á móti þarf hann að vera fljótur að eignast vini í Kína því margir stoppa stutt og þá missir hann góðan vin.“ Maður gerir alltaf málamiðlanir með líf sitt þegar maður flytur þetta langt að heiman og það er ólýsanlega erfitt að vera í 10 þúsund kíló- metra fjarlægð þegar manns er þörf. Japanskur matur er í dálæti og þennan nestisbakka keypti Ragna á leið í lest. Ragna í Taphon-hofinu í Kambódíu með eiginmanni sínum Jan Kristensen og syni þeirra Oliver. Gramsað í kótelettum í Kína Breiðhyltingurinn Ragna Kristensen býr í stærstu borg Kína þaðan sem hún stýrir sölu- og markaðsmálum fyrir Össur, allt frá Pakistan til Ástralíu. Síðastliðin 22 ár hefur hún ferðast til flestra landa Asíu í starfi sínu og leik. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is 8 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 D -A 6 4 0 1 D 0 D -A 5 0 4 1 D 0 D -A 3 C 8 1 D 0 D -A 2 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.