Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 88

Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 88
Virkið stendur við Ægisgötu í Grinda­vík. Þar sem áður var rækjuvinnsla Þor­bjarnar er nú klúbb­hús mótorhjóla­ klúbbsins Grindjána. Blaðamaður leit inn í Virkið á þriðjudagskvöldi en þá er opið hús kl. 19.30 fyrir alla þá sem hafa áhuga á starfseminni. Þeir opna einnig klúbbhúsið fyrir bæjarbúa yfir vetrartímann og halda til dæmis jólagleði, þorragleði og vorgleði. Tveir hávaxnir Grindjánar standa fyrir utan Virkið og spjalla. Þeir eru íklæddir leðurvestum með ísaum­ uðu merki Grindjána á bakinu. Framan á vestinu er félaganúmerið og nöfn þeirra. Stundum viðurnefni þeirra. Þetta kvöld eru til dæmis Lús­ ífer, Flúri, Rokkurinn, Púki, Engill og Kanslari stödd í Virkinu. Í dag eru þrjátíu og fimm félagar í klúbbnum en alls hafa 99 félagar verið í Grindjánunum frá upphafi. Aðstaðan við Ægisgötu var útbúin fyrir tveimur árum. Félags­ menn hjálpuðust að, þrifu, máluðu, rifu niður veggi og settu upp nýja veggi. Einn Grindjána, Georg, hlaut viðurnefni sitt, „Rokkurinn“, eftir endurbætur á húsinu. Aðstaðan er smekkleg, hlýleg. Þarna geyma félagsmenn hjólin sín, horfa saman á kvikmyndir, fá sér kaffi. Tja eða kannski eitthvað aðeins sterkara og ræða saman. Aðstoða bágstadda Þeir eru sumir vígalegir. Flúraðir og með voðaleg viðurnefni. En undir hrjúfu yfirborðinu er mýkt. Grind­ jánarnir eru áberandi á Sjóaranum síkáta sem haldinn er núna um helgina. Um sjómannadagshelgina fer fram stærsta fjáröflun klúbbsins á hverju ári og það er alls konar góð­ gerðarstarf sem nýtur góðs af því. Grindjánarnir grilla pylsur og leyfa börnum að sitja á mótorfákunum. Þátttaka Grindjánanna er ómissandi hluti af hátíðarhöldum bæjarins. Þeir ræða ekkert í smáatriðum um góðgerðarstarfið. Vilja ekki ræða það af nærgætni við þá sem þiggja. En góðmennskan fréttist. Eitt árið heimsóttu þeir íþróttafélög fatlaðra og buðu fötluðum á rúntinn. Þeir hafa aðstoðað bágstadda í Grinda­ vík með milligöngu kirkjunnar og annað. Listinn er lengri. Miklu lengri. Kanslarinn og engillinn „Kanslarinn“ er Hrafnhildur Björg­ vinsdóttir, alltaf kölluð Hrabba. Hún og eiginmaður hennar, „Engillinn“ Davíð Friðriksson, eru tveir af stofn­ meðlimum Grindjána og hafa verið að hjóla í tugi ára. Hrabba býður upp á kaffi úr lúxuskaffivél sem getur framleitt ótrúlega marga kaffidrykki. Hún stendur í svolitlum barkrók í setustofu Virkisins og útskýrir mark­ miðin með stofnun klúbbsins fyrir öllum þessum árum síðan. „Fyrst og fremst að hjóla saman, skemmta sér og öðrum og láta gott af sér leiða, og einnig að stuðla að bættri umferðar­ menningu. Við vorum ellefu sem vorum stofnfélagar, og nú eru fimm eftir af upprunalegum stofnfélög­ um,“ segir Hrabba. „Við vorum nýflutt hingað í bæinn og þekktum fáa hér en vissum af einum og einum sem var að hjóla,“ segir Davíð. „Já, og við buðum fólki einfaldlega að vera með okkur í klúbbi. Hingað kom fólk sem við þekktum ekkert. Það hefur margt breyst síðan þá,“ segir Davíð og lítur í kringum sig á vini sína, Grindján­ ana, sem eru mættir í Virkið. Öll í fullri vinnu Meirihluti Grindjána býr í Grinda­ vík. En nokkrir þó í grenndinni á Suðurnesjum og örfáir eru búsettir í Hafnarfirði. Í klúbbnum eru átta hjón. Tvenn þeirra eiga syni í klúbbnum. Hrabba vinnur sem bókari hjá Héðni í Hafnarfirði og Davíð vinnur hjá pípulagningameistara. Hörður starfar sem netagerðar­ maður, er reyndar með verkstæði sitt rétt hjá klúbbhúsinu. Þar geyma félagsmenn hjólin sín þegar eitthvað mikið stendur til. Til dæmis brúð­ kaup. Tvenn hjón hafa gift sig í Virk­ inu í ár. „Við eigum Hörð í horni,“ segir Baldur, kallaður „Gráni“, um greiðvikni Harðar. „Gráni“ starfar í vélsmiðjunni í Grindavík. Georg, „Rokkurinn“ sem fékk viðurnefnið við að gera upp Virkið, starfar við flugvélaeftirlit á Kefla­ víkurflugvelli. „Ég vann nú í fjöldamörg ár við að prenta Fréttablaðið,“ segir Arnar Ólafsson. Á vestinu hans stendur „CB“, sem merkir einfaldlega að hann hafi átt Hondu CB. „Ég starfa nú hjá fyrirtæki sem heitir Vörumerk­ ing,“ segir Arnar sem segir prentiðn­ ina því miður deyjandi iðngrein með hröðum tækniframförum. „Það má segja að sjúklingurinn sé á skurðar­ borðinu,“ segir hann um þróunina. Guðjón Gíslason, kallaður Jonni, státar ekki af nokkru viðurnefni. Eiginkona hans Alla hans er kölluð „Prinsessan“. „Ég er viðhaldsmaður í Bláa lón­ inu,“ segir Jonni. „Ég hélt þú værir að þurrka ein­ hverjum inni í klefa? Ég var að hugsa um að sækja um,“ segir Davíð og uppsker hláturrokur félaga sinna og Jonna. „Þetta er öfund í honum,“ segir Inga við Jonna. Inga hefur viður­ nefnið „Púki“ og starfar sem sjúkra­ liði á spítalanum í Keflavík og sem nuddari. „Það þorir enginn í nudd til mín, því þeir lenda kannski bara á spítala,“ gantast hún með. Ingimundur Magnússon ber einna skuggalegasta viðurnefnið. „Lúsífer“ stendur á jakkanum hans. Hann er þó oftar kallaður Mundi og starfar hjá Ístaki. Grindjánar segjast nokkuð sammála um að viðurnefnið Lúsífer sé nokkurs konar öfugmæli. „Það er þó alltaf einhver örlítil alvara á bak við,“ segir Inga og glott­ ir. Við hlið Munda stendur Árni Kr. Ólafsson, „Flúri“. Hann skartar ótal húðflúrum, á höfði og handleggjum. Í horni setustofunnar hangir fallegt listaverk eftir hann. „Hann hefur flúrað nokkur okkar,“ skýrir Davíð frá. Sögur af veginum Undir hörðu yfirborðinu er mýkt og umhyggja fyrir samfélaginu. Meðlimir mótorhjólaklúbbsins Grindjána í Grindavík tóku á móti blaðamanni í félagsheimili sínu Virkinu og sögðu sögur af veginum. Og frá mikilvægi þess að standa upp eftir áföll og njóta ferðalagsins. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is það er sama hvað það er. Áföll eða annað. það skiptir mÁli að standa upp, reisa sig við og halda Áfram. Hrabba „Kanslari“ ↣ Jonni, Árni, „Flúri“ og Mundi „Lúsífer“ ræða málin í Virkinu. „Það eru bara til tvenns konar hjólamenn. Þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta,“ segir einn Grindjána um mikilvægi þess að losa sig við óttann. FréttAbLAðið/Andri MArinó 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R42 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 D -B A 0 0 1 D 0 D -B 8 C 4 1 D 0 D -B 7 8 8 1 D 0 D -B 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.