Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 90

Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 90
Það er ekkert lítið fíflast þegar Grindjánar koma saman. Og þau eru augljóslega traustir vinir sem eru saman komin í Virkinu þetta kvöld. Við hlið Ingu situr Bjarný, kona Arnars „CB“ sem starfar líka sem sjúkraliði. „Ég er líka ökukennari. Kenni þó ekki á hjól,“ svarar Bjarný spurð hvort hún nýti sér ekki örugg- lega ökukennarastarfið til að veiða inn nýliða í Grindjánana. Tóku frétt DV nærri sér Hafdís Jónsdóttir og Bragi Páls- son eru hjón. Þau eiga bæði son og tengdadóttur í Grindjánunum. Bragi starfar við akstur og Hafdís við bleikjuvinnslu. „Bleikjuvinnslan er nú bara í næsta húsi,“ segir Hafdís. „Enda er allt hér, því þetta er nafli alheimsins,“ segir Inga „Púki“. Tengdadóttir Hafdísar er reyndar í inntökuferli sem stendur yfir í sex mánuði. Hrabba útskýrir ferlið. „Það er sex mánaða inntökuferli. Fólk sækir um og þeir sem eru í stofnráði, ellefu elstu meðlimirnir, samþykkja félags- menn inn. Í ferlinu þarf fólk að sýna sig og sanna.“ Hvernig sýna þeir sig og sanna? „Þeir þurfa nú allra helst að sýna áhuga og vera með. En líka að vinna fyrir klúbbinn. Það eru engar kvaðir. Ef fólk kemur og sýnir þessu áhuga þá hljóta þeir greiða inngöngu,“ svarar Davíð. En þið sigtið úr fólk er það ekki? „Jú, við gerum það og höfum lent í blöðunum út af því,“ segir Hafdís og rifjar upp frétt sem var sögð í DV fyrir nokkrum árum. Einum var synjað um inngöngu og sótti sá hinn sami um einkaleyfi á nafninu Grindj- ánar. „Leiðindamál sem tók á okkur,“ segir Davíð frá og bætir við að í frétt- inni hafi misfarist að segja rétt frá og leiðréttingin sem Grindjánar vildu koma á framfæri hefði ekki ratað á síður DV. „Velkomin, bikers and bitches“ Deginum áður en blaðamaður er í heimsókn sóttu flestir Grindjána svokallaða mótorhjólamessu. Árlegan viðburð þar sem hinir ýmsu mótorhjólaklúbbar ríða fákunum í fylkingu til Digraneskirkju. Kirkjan fyllist þá mótorhjólafólki íklæddu leðri og goretex. Presturinn, séra Gunnar Sigurjónsson er einnig íklæddur viðeigandi klæðnaði, í leðurvesti, og Grindjánar eru sam- mála um að prestskraginn fari einkar vel við leðrið. „Presturinn ávarpar fyrst söfnuð- inn. Velkomin, bikers and bitches. Þetta er svona hrá og rokkuð messa. Nokkuð sem allir verða að upplifa. Presturinn varar gesti við áður en messuhaldið hefst. Hún gæti farið fyrir brjóstið á þeim sem leitast eftir hefð- bundnara kirkjuhaldi,“ segir Hrabba. „Hann tekur það fram að ef þú heldur að þú sért kominn í alvöru- messu þá skulir þú standa upp og ganga út,“ segir Bragi. „En fólk hefur nú látið sig hafa það og það eru margir sem tengjast engum mótorhjólaklúbbum sem mæta á hverju ári. Harðfullorðið fólk. Virðulegar konur á áttræðis- aldri sem hafa bara virkilega gaman af þessu,“ segir Inga. Mótorhjólamessan er viðamikið samstarfsverkefni sem gengur þvert á kirkjudeildir og mótorhjólaklúbba. Meðan messan er geta allir farið og fengið sér vöfflukaffi og ágóðinn rennur til hjálparstarfs kirkjunnar. Kirkjutónlistin er líka óhefðbundin. Síðustu ár hafa kirkjuveggir titrað af þungum bassahljómum. Eitt árið var það til dæmis Deep Purple, í ár var það öllu mildara því kántrítónlist ómaði í Digraneskirkju. En hvernig skyldu Grindjánarnir vera öðruvísi en aðrir mótorhjóla- klúbbar á landinu? „Ætli okkar sér- staða sé ekki sú að við erum mörg hjónafólk. Við erum ekki þessi hefð- bundni hjólaklúbbur,“ segir Hrabba. „Við erum meira eins og sauma- klúbbur,“ segir Hafdís og kímir. Bjóða börnum og mömmum í túr Og fram undan er Sjóarinn síkáti. „Það er heljarinnar stuð,“ segir Hrabba frá. „Það voru 180 hjól í fyrra. Við keyrum inn í bæinn í hópkeyrslu og í gegnum hátíðar- svæðið. Við endum hér í Virkinu þar sem við bjóðum hjólafólkinu og öðrum upp á grillaðar pylsur. Um hálf fjögur förum við niður að fiskmarkaðnum og leyfum börnum að sitja á hjólunum í um það bil klukkustund milli 16-17. Það finnst þeim óskaplega spennandi,“ segir hún frá. Grindjánarnir standa vel að við- burðinum og gæta fyllsta öryggis. Þeir festu kaup á hjálmum og örygg- isbeltum vegna viðburðarins. „Við þurftum náttúrulega að kaupa belti af því að við erum svo feitir, krakkarnir ná ekki að festa sig á okkur,“ segir Davíð og skellir upp úr. „Við leyfum mömmunum líka að fara rúnt í lokin,“ segir Mundi, kall- aður Lúsífer. Hrabba hefur tvisvar sinnum slasast á hjólinu. Þau eru öll sam- mála um að það skipti máli að láta ekki óttann ná tökum á sér. „Ég fór á hausinn í Nesjavallabrekku árið 2007. Þá missti ég hjólið í lausa- möl. Það kom sprunga í hjálminn. Í seinna skiptið datt ég á öfugan veg- arhelming í hópslysi á Holtavörðu- heiði árið 2014,“ segir Hrabba frá. „Það fór betur á en horfðist,“ segir Arnar um fyrra slysið. „Já, ég var vel gölluð, ég slasaðist á ökkla en ann- ars er í lagi með mig.“ „En þú hefðir getað dáið í seinna skiptið,“ minnir Inga á. „Það munaði engu.“ „Henni var bjargað af tveimur englum,“ segir Arnar og horfir til Lúsífers þar sem hann stendur við barkrókinn. „Lúsífer og Engillinn reistu hjólið við rétt áður en jeppi kom á miklum hraða að henni þar sem hún lá á veg- inum,“ segir Arnar frá. „Við vildum ekki þriðja engilinn í hópinn,“ segir Davíð og Hrabba brosir. „Það eru bara til tvenns konar hjólamenn. Þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta,“ segir Baldur. „Það þýðir ekki að láta óttann ná tökum á sér. Það á við um allt,“ segir Arnar. „Já, það er sama hvað það er. Áföll eða annað. Það skiptir máli að standa upp, reisa sig við og halda áfram,“ segir Hrabba. „Ég hjólaði sjálf niður í Baulu eftir slysið. Ég man ekki eftir því. En ég er fegin að ég gerði það. En það er bara fyrir snarræði „Englanna“ sem ég er á lífi. Og svo er bara að halda áfram og njóta þess að vera til.“ „Það er nú ein regla hjólafólks. Að treysta engum. Bara sjálfum sér og félögunum,“ segir Arnar. „Gatnakerfið er í slæmu standi og svo gera túristarnir okkur grikk,“ útskýrir hann. Túristar og dauðagildrur „Það er stórhætta í umferðinni af túristum sem eru að skoða nátt- úrufegurðina. Við vorum á leiðinni fjögur okkar austur á landsmót. Vorum á leið yfir blindhæð austur á fjörðum. Þar var lítill bíll stopp og dyrnar opnar. Á blindhæðinni stóðu ferðamenn og virtu fyrir sér útsýnið,“ segir Hrabba frá og segir lukkuna eina hafa afstýrt slysi. „Ef maður sér Yaris eða gljáandi smábíl fram undan þá er maður farinn að negla niður,“ segir Baldur um bílaleigubíla ferðamanna í umferðinni. „Við hjóluðum svo lengra þarna fyrir austan og þá voru þar túristar úti á miðri götu að klappa kindum,“ segir Hrabba og hristir höfuðið. „Svo eru þeir um nætur með bílana stopp á miðri götu hér á Suðurnesjum að skoða norður- ljósin. þetta er stórhættulegt,“ segir Baldur. Og hvað er það, sem heillar svona mikið? „Það er frelsið. Það er félags- skapurinn og það er útivistin. Að vera úti í náttúrunni. Það lyftir andanum,“ segir Hrabba. „Já. Við elskum að hjóla úti í náttúrunni þangað til við komum að túni þar sem er búið að bera á mykju,“ segir Davíð og skellir upp úr. „Já, þá fáum við náttúruna beint í æð!“ segir Hörður og Grindjánarnir liggja í hláturrokum. Hrabba lítur í gestabókina og Hörður og Bragi ræða málin. „Við elskum að hjóla úti í úti í náttúrunni þangað til við komum að túni þar sem er búið að bera á mykju,“ segir Davíð og skellir upp úr. Arnar vann við að prenta Frétta- blaðið fyrir nokkrum árum. Lúsífer og engiLLinn reistu hjóLið við rétt áður en jeppi kom á mikLum hraða að henni þar sem hún Lá á veg inum. Arnar „CB“ ↣ Inga „Púki“, Mundi „Lúsífer“, Davíð „Engill“, Hafdís og Hörður. Bragi og á bak við hann stendur Georg „Rokkurinn“. Við hlið hans Árni „Flúri“. Þá Bjarný, Hrabba „Kanslari“, Baldur „Gráni“, Jonni og Arnar „CB“. 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R44 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 D -B 5 1 0 1 D 0 D -B 3 D 4 1 D 0 D -B 2 9 8 1 D 0 D -B 1 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.