Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 10
Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Líflegir litir! iGreen V5.05.09 umgjörð kr. 11.900,- Rússland Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gær meinað að bjóða sig fram til forseta en forsetakosningar fara fram þar í landi á næsta ári. Miðstjórn kosninga í Rússlandi kvað upp úrskurð sinn þess efnis í gær og byggist hann á því að Navalny var dæmdur sekur fyrir fjárdrátt. Hann er nú á skilorði. Navalní hefur hins vegar sagt að sá dómur hafi verið pólitísk­ ur. Sjálfur hefur fann farið fyrir fjöldamótmælum gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta og sakað hann um spillingu. Í ofanálag var Navalní dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrr í mánuð­ inum fyrir að brjóta endurtekið lög gegn slíkum fjöldamótmælum. Hafði Navalní kallað eftir því að fólk mótmælti meintri spillingu ríkisstjórnarinnar og voru hund­ ruð handtekin á þeim mótmælum. Navalní hafnaði úrskurðinum í gær. Sagðist hann ætla með málið fyrir Mannréttindadómstól Evr­ ópu. Jafnframt sagði hann að í stjórnarskrá Rússlands segði að einungis fangar mættu ekki bjóða sig fram til forseta. Mótmæli Navalní hafa undan­ farið beinst gegn forsætisráðherr­ anum Dimitrí Medvedev. Sakar Navalní forsætisráðherrann um að sanka að sér fé í laumi í skjóli embættis síns. Medvedev hafnar þeim ásökunum. Sjálfur hefur Pútín ekki staðfest að hann muni gefa kost á sér á ný í forsetakosningunum. Ef hann sigrar í þeim kosningum yrði næsta kjörtímabil hans fjórða. – þea Leiðtogi stjórnarandstöðu fær ekki að bjóða sig fram Alexei Navalní í lögreglufylgd. FréttAblAðið/EPA BRetland Samningstilboð Bret­ lands er snýr að réttindum Evr­ ópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evr­ ópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis­ og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýska­ lands, sagði tilboðið „ágætis byrj­ unarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í. Á fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu ann­ ars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusam­ bandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambands­ ríkja um tilboðið. Hins vegar viður­ kenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umrædd­ um málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusam­ bandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne­Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Til­ boðið er hvorki sanngjarnt né vand­ lega íhugað,“ sagði Donskoy. thorgnyr@frettabladid.is Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófull- nægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. Eitt helsta deilumálið í viðræðum er hvort Evrópudómstóllinn eða breskir dómstólar muni hafa lögsögu í málum þeirra. theresa May, forsætisráðherra bretlands, á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. NordicPhotos/AFP Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni. Donald Tusk, forseti leiðtogar- áðs ESB KataR Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi­ Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sam­ einuðu arabísku furstadæmin. Katarar hafa nú þurft að sæta þvingunum í tvær vikur og hafa samskiptin við fyrrnefnd ríki sjaldan verið verri. Eru Katarar meðal ann­ ars sakaðir um að fjármagna hryðju­ verkasamtök. Nokkrar þeirra krafna sem um ræðir eru að skera á tengsl við Bræðralag múslima, neita að veita ríkisborgurum ríkjanna fjögurra ríkisborgararétt og senda þá til baka til heimalandsins, framselja alla þá menn sem eftirlýstir eru, grunaðir um hryðjuverk, til landanna fjög­ urra, hætta að fjármagna hryðju­ verkasamtök, skera á fjárveitingar til fjölmiðla á borð við Al Jazeera og Arabi21 sem og að greiða ótil­ greindar skaðabætur. Þá greinir heimildarmaður Reut­ ers frá því að Katörum sé líka gert að skera á meint tengsl við ISIS, al­Kaída og Hezbollah. AP greinir frá því að Katörum sé í þokkabót gert að kalla dipló­ mata sína heim frá Íran og einungis stunda viðskipti við Íran sem stand­ ast kröfur þvingana Bandaríkjanna gegn ríkinu. Í vikunni sagði utanríkisráðherra Katars að ríki sitt myndi ekki sam­ þykkja nein afskipti annarra ríkja af Al Jazeera enda teldu Katarar slíkt heyra alfarið undir innanríkismál. – þea Katörum sett ströng skilyrði Katörum er gert að skera á fjárveitingar til Al Jazeera. NordicPhotos/AFP BRetland Eldsvoðinn sem varð 79 að bana í Grenfell­turni í London, Bretlandi, kviknaði út frá frysti. Frá þessu greindi lögregla borgarinnar í gær. Jafnframt sagði lögreglan að klæðning byggingarinnar sem og einangrun hennar hafi ekki staðist öryggiskröfur og því boðið hættunni heim. Rannsakað verður hvort einhver hafi gerst sekur um manndráp og að hundsa vísvitandi eldvarnarkröfur. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa mikið fjallað um klæðningu turnsins sem talin er hafa spilað veigamikið hlut­ verk í slysinu. Hundruð turna í Bret­ landi eru klædd með sams konar efni. Greindi Paul Dennett, borgarstjóri Salford, frá því að nú þegar hefði sams konar klæðning verið fjarlægð af níu turnum í borginni. „Við ætlum ekkert að bíða og sjá á meðan ein­ hver vafi leikur á um öryggi borgara.“ Whirlpool, framleiðandi umrædds frystis, vottaði fórnarlömbum brun­ ans virðingu sína í gær. – þea Upptök eldsins í Grenfell-turni voru í frysti BandaRíKin Milljarðamæringurinn Woody Johnson verður nýr sendi­ herra Bandaríkjanna í Bretlandi. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna í gær. Skip­ anin er þó háð samþykki öldunga­ deildar bandaríska þingsins. Johnson þessi hefur lengi verið traustur bakhjarl Repúblikana en hann studdi Jeb Bush í stað Donalds Trump í forkosningum Repúblikana í fyrra. Þá er Johnson einnig erfingi lyfjarisans Johnson & Johnson, eins og nafnið gæti gefið til kynna. Hann er þó þekktari fyrir að vera eigandi NFL­liðsins New York Jets í banda­ ríska fótboltanum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tók tíðindunum fagnandi. – þea NFL-fursti verður nýr sendiherra 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 l a U G a R d a G U R10 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -9 F E 0 1 D 2 C -9 E A 4 1 D 2 C -9 D 6 8 1 D 2 C -9 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.