Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 47
 15 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 LAUGARDAGUR Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Embættið heyrir undir félags- og jafnréttismálaráðherra og starfar á grundvelli 4. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Framkvæmdastjórinn starfar samkvæmt fyrirmælum laga, reglugerða og erindisbréfi sem ráðherra setur honum. Ráð- herra skipar stofnuninni framkvæmdastjóra til fimm ára í senn og stefnt er að því að umsækjandi geti hafið störf í september 2017. Framkvæmdastjóri skal hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar og við stjórnun hennar og rekstur skv. sömu grein laga. Jafnréttisstofa er staðsett í Rannsóknar- og nýsköpunarhúsi Háskólans á Akureyri. Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála og stuðlar að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla, m.a. með fræðslu, upplýsingagjöf og ráðgjöf, auk eftirlits með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þ.m.t. innköllun jafnréttisáætlana og framkvæmd jafnlauna- vottunar. Meðal verkefna er að koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti, fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Einnig að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórn- völd og samtök. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. • Leiðtogahæfileikar. • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Þekking og reynsla á jafnréttismálum. • Framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri. • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni. • Þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri sem nýtist á starfsviði stofnunarinnar. Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til félags- og jafnréttismálaráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Kjararáð ákvarðar laun fram- kvæmdastjóra, sbr. lög nr. 47/2006 um kjararáð. Upplýsingar um starfið veitir Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 545 8100. Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið. Umsóknir ásamt kynningarbréfi, ferilskrá og upplýsingum um starfsheiti skulu berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, eða í tölvupósti á póstfangið postur@vel.is eigi síðar en 17. júlí 2017. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Velferðarráðuneytinu, 24. júní 2017 Starfatorg.is Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna Starf Stofnun Staður Nr. á vef Sjúkraliðar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær 201706/1098 Stuðningsfulltrúi Flensborgarskólinn Hafnarfjörður 201706/1097 Sérfræðingar á skráningarsviði Lyfjastofnun Reykjavík 201706/1096 Sérfræðingur á skráningarsviði Lyfjastofnun Reykjavík 201706/1095 Teymisstjóri á skráningarsviði Lyfjastofnun Reykjavík 201706/1094 Læknar Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafjörður 201706/1093 Sérfræðingur í reikningshaldi Íbúðalánasjóður Reykjavík 201706/1092 Launafulltrúi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsv. Reykjavík 201706/1091 Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri 201706/1090 Sviðsstjóri móttöku Útlendingastofnun Reykjavík 201706/1089 Mannauðsstjóri Útlendingastofnun Reykjavík 201706/1088 Bílstjóri Seðlabanki Íslands Reykjavík 201706/1087 Almennt starf í veitingaþjónustu Seðlabanki Íslands Reykjavík 201706/1086 Framhaldsskólakennari Menntaskólinn á Akureyri Akureyri 201706/1085 Aðstoðardeildarstjóri Landspítali, röntgendeild Reykjavík 201706/1084 Heilbrigðisritari/skrifstofumaður Landspítali, Landakot Reykjavík 201706/1083 Hjúkrunarfræðingur Landspítali, dagdeild skurðlækninga Reykjavík 201706/1082 Framhaldsskólakennari Fjölbrautaskóli Suðurlands Selfoss 201706/1081 Svæðisstjóri lækninga Heilsugæslan Grafarvogi Reykjavík 201706/1080 Geislafræðingur Landspítali, röntgendeild Reykjavík 201706/1079 Sálfræðingur Flensborgarskólinn Hafnarfjörður 201706/1078 Hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafjörður 201706/1077 Hjúkrunarfr., afleysing deildarstj. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafjörður 201706/1076 Gagnagrunnstjóri Háskóli Íslands, Miðstöð í lýðheilsuv. Reykjavík 201706/1075 Sérhæfður starfsmaður Landspítali, blóð- og krabbam.lækn. Reykjavík 201706/1074 Sérfræðingur við Lyfjafræðideild Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasv. Reykjavík 201706/1073 Deildarlæknir Landpítali, röntgendeild Reykjavík 201706/1072 Embætti prests, Lindaprestakall Biskupsembættið Kópavogur 201706/1071 Iðjuþjálfi Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstaðir 201706/1070 Starfsm. í félagsstarf aldraðra Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós 201706/1069 Lífeindafræðingur Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstaðir 201706/1068 Hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjarðabyggð 201706/1067 Sérfræðingur í fjárm. og rekstri Dómsmálaráðuneytið Reykjavík 201706/1066 Embætti skrifstofustjóra Dómsmálaráðuneytið Reykjavík 201706/1065 Lektor í umhverfis- og auðlindafr. Háskóli Íslands Reykjavík 201706/1064 Við mönnum stöðuna www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónu lega ráðgjöf. www.talentradning.is Ertu að leita að talent? Við finnum starfsmanninn fyrir þig Umsækjendur, skráið ykkur á talent@talentradning.is/bryndis@talentradning.is - Sími: 552-1600 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -D 6 3 0 1 D 2 C -D 4 F 4 1 D 2 C -D 3 B 8 1 D 2 C -D 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.