Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 16
Fótbolti „Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gær- dagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveip- ur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alex- andersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar. Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokk- ur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamanna- bekknum í leikjunum á móti Sló- vakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrj- unarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldr- ei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar vænt- ingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM,“ segir hún. Allt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex lands- leiki. Agla spilaði ekki leik fyrir Ekki bannað að láta sig dreyma Agla María býr 200 metrum frá Kópavogsvelli en hlutirnir gengu ekki í Breiðabliki svo hún endaði í Stjörnunni og er nú á leið á EM í Hollandi. Agla, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum. FréttABlAðið/StEFán Agla María hefur farið á kostum með Stjörnunni. Agla María verður ekki búin að spila nema í mesta lagi 35 leiki í efstu deild og fjóra landsleiki áður en hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ég vissi að það væri séns á að vera í EM-hópnum eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Agla María Albertsdóttir Í dag laugardagur 09.55 F1: Æfing Sport 12.50 F1: tímataka Sport 13.45 Fjölnir - Valur Sport 2 16.50 KA - Kr Sport 17.00 travelers Champ. Golfstöðin 16.45 Valur - KA Sport 21.00 Walmart Champ. Golfstöðin Sunnudagur 12.30 F1: Keppni Sport 16.50 ÍBV - FH Sport 17.00 travelers Champ. Golfstöðin 21.00 Walmart Champ. Golfstöðin Pepsi-deild karla l14.00 Fjölnir - Valur l17.00 Stjarnan - ÍA l17.00 KA - Kr S17.00 ÍBV - FH inkasso-deildin l14.00 leiknir F. - Þróttur l14.00 Keflavík - Þór inkasso-deildin Fylkir - Selfoss 2-0 1-0 Albert Brynjar Ingason (28.), 2-0 Albert Brynjar (40.). leiknir r. - Haukar 0-0 Efst Fylkir 19 Þróttur R. 16 Fram 14 Selfoss 13 Keflavík 12 Leiknir R. 10 neðst Haukar 10 Þór 9 HK 9 ÍR 7 Grótta 5 Leiknir F. 4 borgunarbikar kvenna, 8-liða úrslit ÍBV - Haukar 1-0 1-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir (76.). Stjarnan - Þór/KA 3-2 1-0 Kristrún Kristjánsdóttir (3.), 1-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (10.), 1-2 Sandra María Jessen (29.), 2-2 Agla María Alberts- dóttir (50.), 3-2 Harpa Þorsteinsdóttir (85.). Grindavík - tindastóll 3-2 1-0 Elena Brynjarsdóttir (33.), 2-0 Elena (41.), 3-0 Ísabel Jasmín Almarsdóttir (43.), 3-1 Emily Kay (69.), 3-2 Kay (87.). Valur - HK/Víkingur 5-0 1-0 Elín M. Jensen (30.), 2-0 Anisa Guajardo (56.), 3-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (66.), 4-0 Arna (80.), 5-0 Stefanía Ragnarsdóttir (83.). Nýjast KIEl VIll Fá GÍSlA ÞorGEIr Þýska stórliðið Kiel hefur áhuga á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, 17 ára leikmanni FH. „Við vitum af áhuga Kiel og höfum rætt við þá. Það er þó ekki búið að semja,“ segir Kristján Arason, faðir Gísla, við Fréttablaðið. ljóst er að Gísli mun spila hérlendis á næsta tímabili en gæti samið við erlent lið áður. lENtu Í ErFIðuM rIðlI Ísland verður í erfiðum riðli á EM 2018 í Króatíu. Íslendingar drógust með heimamönnum, Svíum og Serbum. Sem kunnugt er þjálfar Kristján Andrésson sænska lands- liðið. riðillinn sem Ísland er í verður leikinn í Split, næststærstu borg Króatíu. Patrekur Jóhannes- son og lærisveinar hans í austur- ríska landsliðinu lentu í B-riðli með Frakk- landi, Hvíta- rúss- landi og Nor- egi. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Agla María Albertsdóttir, 17 ára gamall kant- maður Stjörnunnar, er á leið á sitt fyrsta stórmót en fyrsti leikurinn þar verður fimmti leikur hennar fyrir landsliðið. Agla hefur sprungið út með Stjörnunni í sumar. meistaraflokk Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi- deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skor- að mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrú- lega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þess- ari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María. Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnu- stelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðun- um þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir. 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R16 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -6 4 A 0 1 D 2 C -6 3 6 4 1 D 2 C -6 2 2 8 1 D 2 C -6 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.