Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 32
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Það er hægt að nýta hamborgara- brauð undir fleira en hefðbundinn hamborgara. Mjög gott er að setja vel kryddaðan svínahnakka í brauðið ásamt grænmeti. Upp- skriftin miðast við fjóra og hún hefur yfir sér asískan blæ. 800 g svínahnakki 4 hamborgarabrauð Salatblöð Marinering 1 ½ msk. chili-duft 2 msk. sojasósa 2 msk. púðursykur 2 msk. sesamolía 2 msk. fínt skorinn hvítlaukur 4 msk. hrísgrjónaedik 2 msk. olía til steikingar Dressing 1 ½ dl hoisinsósa 2 msk. sojasósa Safi úr einni límónu 2 msk. smátt skorið ferskt kóríander 1 rauður chili, fræhreinsaður og skorinn smátt 2 tsk. rifinn ferskur engifer Skerið kjötið niður í þunnar sneiðar. Leggið kjötið í plastpoka. Blandið saman efninu í marineringuna og setjið í pokann. Látið kjötið marinerast í 30 mínútur. Hrærið öllu saman sem á að fara í dress- inguna og látið standa í klukku- stund. Grillið kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið á útigrilli. Má steikja á pönnu ef ekkert grill er á staðnum. Hitið hamborgarabrauðin. Setjið salatblað á hamborgarabrauð, svína- kjöt og gjarnan grillað grænmeti ofan á. Dressingin fer þar yfir. Stráið kóríander yfir. Asískur hamborgari Hamborgara er hægt að gera á margvíslegan hátt. Rafpopp-þríeykið aYia er einn fulltrúi Íslendinga á Hróars-kelduhátíðinni sem hefst í næstu viku í Danmörku og er jafnan vel sótt af Íslendingum. Meðlimir aYia hafa starfað við tónlist lengi með ólíkum hljóm- sveitum. Saman hafa þau unnið að eigin tónlist undir merki aYia í rúmlega tvö ár. „Núverandi birtingarmynd aYia er eins konar samkunda hljóða sem áhorfendur greina í formi tónlistar. Annars má segja að aYia líkist meira óskil- greindu afli sem dregur fólk að til þess að tilbiðja tómið. Áhöfn þessa afls kemur úr þremur mismunandi áttum. Röddin kemur úr augunum, sá sem límir var alltaf þarna og skærin koma úr vatninu,“ segir einn meðlima sveitarinnar sem eru lítið fyrir að flagga réttum nöfnum sínum. Tónlist sveitarinnar hefur verið lýst sem dökku trip-hopi en hvaðan koma hljóðin? „Þau koma úr keri sem geymir hulduefni. Skærin klippa þau í milljón og límið límir þau saman. Síðan borða augun þau ofan í rödd sem er brú úr undir- vatninu yfir í heim meðvitundar,“ bæta þau við. Aðspurð hvernig það hafi komið til að þeim bauðst að koma fram á Hróarskeldu segjast þau hafa verið á sveimi um bæinn í skammdeginu og fengið skeyti frá aðkomumanni. „Hann sagðist hafa njósnað um okkur í náttmyrkrinu. Hann sagðist hafa heyrt hljóð og séð dansa sem minna á glerkúlu á þilfari á skipi á rúmsjó og vildi bjóða okkur yfir hafið.“ Rannsaka svæðið Nú þegar hafa tvö lög litið dagsins ljós, Vatnsplanta (waterplant) og Rústir (ruins). Ef marka má orð þeirra er meira efni væntanlegt í nánustu framtíð. „Kannski munum við næst sýna höf í lófum. Það er alls konar í aðsigi. Við erum að einbeita okkur að því að gera lögin sýnileg, setja kannski saman hreyfingu lita og forma í tímalínu fyrir glæra glugga í svörtum kössum. Fólk áttar sig kannski ekki alltaf á því að það er með tómið í höndunum hálfan daginn. Pínulítil tæki sem þjappa saman sálinni. Það er mjög áhuga- vert að vinna eitthvað með það.“ Sveitin hefur nær einungis komið fram á tónlistarhátíðum og „show- case“ tónleikum en hélt þó sína fyrstu tónleika á Húrra í Reykja- vík í upphafi mánaðarins. „Við höfum meðal annars komið fram á Airwaves, Lunga, Sónar Reykjavík, The Great Escape Festival í Brigh- ton og á JaJaJa kvöldum í Berlín og London. Einnig spiluðum við á tónleikum í íshelli Langjökuls um síðustu helgi en þeir voru liður í hliðardagskrá Secret Solstice tón- listarhátíðarinnar.“ aYia kemur fram á Gloria sviðinu næsta fimmtudag kl. 20. Þau ætla að nota tækifærið og skoða aðra listamenn á hátíðinni. „Við ætlum að skipta liði og rannsaka svæðið. Það er stormur í loftinu, það er eins og að Evrópa sé á iði, orkan er eins og hljóðlátur en nálægur titringur, lágar bylgjur sem safnast saman og mynda þungt suð undir okkur öllum. Tónlistin er svona eins og tré sem vex upp úr þessu suði og maður finnur að það er allt á hreyfingu núna. Þetta verður spennandi að sjá.“ Nánari fréttir, fróðleik og tón- dæmi má finna á Facebook síðu aYia og á Spotify. Það er stormur í loftinu Tónlist þríeykisins aYia hefur verið lýst sem dökku trip-hopi. Sveitin kemur fram á Hróarskeldu tónlistarhátíðinni í Danmörku í næstu viku en meðlimir hennar hafa lengi starfað við tónlist. aYia kemur fram á Hróarskeldu tónlistarhá- tíðinni í Dan- mörku í næstu viku. MYND/JULIE ROWLAND STÆRÐIR 14-28 Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUM Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS OPIÐ FRÁ KL. 11-18 ALLA VIRKA DAGA OG FRÁ KL. 11-16 Á LAUGARDÖGUM ALLT FYRIR SUMARIÐ! Verslunin Curvy býður uppá flottan fatnað í stærðum 14-28 eða 42-56 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -6 E 8 0 1 D 2 C -6 D 4 4 1 D 2 C -6 C 0 8 1 D 2 C -6 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.