Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 44
Vegagerðin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra.
Hlutverk mannauðsstjóra hjá Vegagerðinni snýr að mótun og
framkvæmd stefnu um mannauðsmál stofnunarinnar.
Starfssvið
• Yfirumsjón með mannauðsmálum
• Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna
• Nýráðningar og starfslok
• Gerð og framkvæmd stofnanasamninga
• Túlkun kjarasamninga og réttindi starfsmanna
• Umsjón með starfsþróun- og fræðslu starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
• Meistarapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun
• Marktæk reynsla af mannauðsstjórnun
• Þekking á opinberri stjórnsýslu og kjarasamningum æskileg
• Frammúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
• Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
• Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt
báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætlun Vegagerðarinnar
eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að
sækja um starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi
stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2017. Sækja ber um starfið
á heimasíðu Capacent, capacent.is. Í umsókninni komi fram
persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og
hæfni sem óskað er eftir.
Miðað er við að mannauðsstjóri hefji störf á komandi hausti eftir
nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Erlendsson framkvæm-
dastjóri stoðsviðs í síma 522-1002 eða 8605612.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin.
MANNAUÐSSTJÓRI
VIKING LIFE SAVING EQUIPMENT
Á ÍSLANDI
Óskar eftir að ráða starfsmann á skoðunarsvið fyrirtækisins.
Við óskum eftir nákvæmum, skipulögðum, heilsuhraustum og
jákvæðum einstaklingum til starfa hjá traustu fyrirtæki.
Áhugi á björgunarmálum til sjós ásamt ensku- og
tölvukunnáttu er kostur.
Nákvæm vinnubrögð og handlægni er skilyrði fyrir störfunum,
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á vhj@viking-life.com
eigi síðar en 6.júlí 2017.
Svansprent með umhverfisvottun
Auðbrekka 12 l 200 Kópavogur l Sími 510 2700
www.svansprent.is l svansprent@svansprent.is
Svansprent ehf óskar eftir að ráða
offsetprentara til starfa.
Unnið er á Heidelberg vélar.
Svansprent hefur verið starfrækt
í hartnær hálfa öld og skapað sér gott orð
fyrir vandaða prentþjónustu.
Vinnuaðstaða er til fyrirmyndar
og starfsandi góður.
Umsóknir sendist á jonsvan@svansprent.is
Fullum trúnaði heitið.
PRENTARA
LEITUM AÐ
VANDVIRKUM OG
METNAÐARFULLUM
Svansprent hefur skapað sér orð fyrir vandaða
prentþjónustu og verið í fremstu röð í 38 ár.
Við fylgjum ávallt nýjustu framþróun í
tækjum og tækni.
Það er í anda fyrirtækisins að vinnuaðstaða
starfsmanna sé sem best því ánægt starfsfólk
er grunnurinn að góðu fyrirtæki.
Við erum samhentur hópur fagmanna
sem leggjum okkur alltaf fram.
Skriflegar umsóknir berist fyrir laugardaginn
9.júlí n.k. - Fullum trúnaði heitið.
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Meginmarkmið bankans er
að stuðla að stöðugu verðlagi. Seðlabankinn skal enn fremur stuðla að fjármálastöðugleika.
Þá sinnir Seðlabankinn jafnframt viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðla-
banka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi.
Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt
starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, þekkingu, sveigjanleika og jákvæðum sam-
skiptum.
Helstu verkefni:
• Akstursþjónusta fyrir yfirstjórn bankans.
• Þátttaka í daglegri umsjón fasteigna, viðhaldi,
umhirðu og frágangi.
• Þátttaka í daglegri umsjón og viðhaldi bifreiða.
• Tilfallandi sendiferðir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Bílpróf er skilyrði og meirapróf er æskilegt.
• Góð þekking á öryggismálefnum
og skyndihjálp.
• Framúrskarandi þjónustulund og lipurð
í samskiptum.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Stundvísi og snyrtimennska.
• Hreint sakavottorð.
Sótt er um störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is en umsóknarfrestur er til og með 10. júlí
2017. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans.
Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um störfin veita:
Gunnar Már Paris, forstöðumaður eignaumsjónar og þjónustu, gunnar.mar.paris@sedlabanki.is – sími 569-9600,
Sigurberg Jónsson, forstöðumaður matar- og veitingaþjónustu, sigurberg.jonsson@sedlabanki.is – sími 569-9600
og Íris Guðrún Ragnarsdóttir, starfsmannastjóri, iris.g.ragnarsdottir@sedlabanki.is – sími 569-9600
Markmið sviðs rekstrar og starfsmannamála Seðlabanka Íslands er að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir bank-
anum kleift að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma. Að gæta hagsýni í hvívetna við notkun á þeim fjár-
munum sem ætlaðir eru til reksturs bankans og að framfylgja starfsmanna- og fræðslustefnu bankans hverju sinni.
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða bílstjóra til starfa í eignaumsjón og þjónustu sem er þjónustueining á sviði
rekstrar og starfsmannamála og starfsmann í almennt starf í matar- og veitingaþjónustu. Um er að ræða 100%
starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík.
Störf á sviði rekstrar og starfsmannamála
Bílstjóri Matar- og veitingaþjónusta
Helstu verkefni:
• Umsjón með matsal og þátttaka í frágangi og
þrifum.
• Áfylling kaffiveitinga.
• Framreiðsla fundaveitinga.
• Framreiðsla í móttökum og hádegisverðum.
• Þátttaka í matargerð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af þjónustustörfum er skilyrði.
• Reynsla af framreiðslu veitinga er kostur.
• Góð skipulagshæfni og þjónustulund.
• Íslenskukunnátta æskileg.
• Jákvæðni og framúrskarandi samskipta-
hæfileikar.
SÍBS Verslun selur útivistarvörur, hreyfivörur og stoðvörur.
Verslunin er rekin án hagnaðarsjónarmiða og er þáttur í forvarnastarfi SÍBS.
Við leitum að einstaklingi sem er:
– lífsglaður, drífandi og með góða þjónustulund
– hefur gaman að því að takast á við krefjandi verkefni
– hugmyndaríkur, úrræðagóður og opinn fyrir nýjungum
Starfslýsing:
– ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini verslunar
– umsjá með verslun okkar í Síðumúla ásamt vörum í öðrum verslunum
– ýmis tilfallandi verkefni
Átt þú auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti í einu?
Hefur þú gaman að því að takast á við ólík verkefni
og læra nýja hluti?
Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á ulla@sibs.is
2
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
C
-D
1
4
0
1
D
2
C
-D
0
0
4
1
D
2
C
-C
E
C
8
1
D
2
C
-C
D
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K