Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 6
EFNAHAGSMÁL Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlits- stofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Kaup bandarískra vogunar- sjóða á nær þriðjungshlut í Arion banka verði prófsteinn á Fjármála- eftirlitið er það leggur mat á hvort þeir séu hæfir til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu sendinefndar- innar segir að hætta felist í því að gefa flæði fjármagns frjálst án þess að herða um leið eftirlit með fjár- málamarkaðinum. Hvetur nefndin ríkisstjórnina til að stíga strax stór skref í þá átt að styrkja alla eftirlits- starfsemi sem og regluverk. Nefndin segir að nái fyrrnefndir kaupendur í Arion völdum í bankanum gætu þeir „sóst af hörku eftir háum arð- greiðslum, sölu eigna og endur- skipulagningu“ á rekstri bankans. Beinir nefndin því til stjórnvalda að einkavæða ekki Íslandsbanka og Landsbankann í flýti. – kij Fylgist betur með fjármálamarkaði Leiddur fyrir dóm KjArAMÁL BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heil- brigðisstarfsmanna í næstu kjara- samningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystu- menn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráð- herra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að grein- ing samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, segir að dagvinnu- laun félagsmanna BHM á heil- brigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verk- fallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samninga- viðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir við- ræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað.   jonhakon@frettabladid.is Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala Bandalag háskólamanna segir mikilvægt að taka á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins. Fulltrúar samtakanna funduðu með forsætisráðherra í vikunni um stöðu vinnumarkaðarins. Kjaraviðræður fara senn í hönd. Minnstur ávinningur á Íslandi Ávinningur af háskólanámi er minnstur hér á landi innan Evr- ópu, segir í minnisblaði sem full- trúar Bandalags háskólamanna kynntu á fundi með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni. Í minnisblaðinu kemur fram að þetta megi sjá á því að hlutfall ráðstöfunartekna þeirra, sem aðeins hafa grunnskóla- menntun, af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra sé hæst hér. DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Tilnefningar óskast til viðurkenninga umhverfis- og auðlindaráðuneytis Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september. Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki, ljósmyndara eða rithöfundi fyrir framúrskarandi umfjöllun um umhverfismál og/eða íslenska náttúru undangengna tólf mánuði (tímabilið ágúst 2016 – ágúst 2017). Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í síðasta lagi 25. ágúst 2017 á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is Beitarland til sölu Til sölu 19 ha. gott beitarland með rennandi vatni. Staðsett í mynni Hvalfjarðar að sunnanverðu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 8600005/8971337 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, formaður BHM Jón Trausti Lúthersson huldi ekki andlit sitt er lögregla leiddi hann fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og sýndi Jón ljósmyndara hvað honum fannst. Hann og Sveinn Gestur Tryggvason voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna, grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal. Tvímenningarnir höfðu verið í einangrun frá 8. júní en eru það ekki lengur. Mynd/Fréttablaðið 2 4 . j ú N í 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -9 1 1 0 1 D 2 C -8 F D 4 1 D 2 C -8 E 9 8 1 D 2 C -8 D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.