Fréttablaðið - 24.06.2017, Side 6
EFNAHAGSMÁL Miklu máli skiptir að
íslensk stjórnvöld herði eftirlit með
fjármálamarkaðinum, veiti eftirlits-
stofnunum öflugar valdheimildir og
efli sjálfstæði þeirra, að mati sendi-
nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(AGS). Kaup bandarískra vogunar-
sjóða á nær þriðjungshlut í Arion
banka verði prófsteinn á Fjármála-
eftirlitið er það leggur mat á hvort
þeir séu hæfir til þess að fara með
virkan eignarhlut í bankanum.
Í nýrri skýrslu sendinefndar-
innar segir að hætta felist í því að
gefa flæði fjármagns frjálst án þess
að herða um leið eftirlit með fjár-
málamarkaðinum. Hvetur nefndin
ríkisstjórnina til að stíga strax stór
skref í þá átt að styrkja alla eftirlits-
starfsemi sem og regluverk. Nefndin
segir að nái fyrrnefndir kaupendur
í Arion völdum í bankanum gætu
þeir „sóst af hörku eftir háum arð-
greiðslum, sölu eigna og endur-
skipulagningu“ á rekstri bankans.
Beinir nefndin því til stjórnvalda
að einkavæða ekki Íslandsbanka og
Landsbankann í flýti. – kij
Fylgist betur með fjármálamarkaði Leiddur fyrir dóm
KjArAMÁL BHM ætlar að leggja
sérstaka áherslu á laun heil-
brigðisstarfsmanna í næstu kjara-
samningum, sem fara í hönd
innan nokkurra vikna. Forystu-
menn samtakanna áttu fund með
Bjarna Benediktssyni forsætisráð-
herra í vikunni til að ræða stöðuna
á vinnumarkaði.
BHM segir í minnisblaði sem
var kynnt fyrir ráðherra að grein-
ing samtakanna á launagögnum
félagsmanna hjá ríkinu sýni að
meðaltal dagvinnulauna hjá 19
stofnunum sé undir 500 þúsund
krónum á mánuði. Á þessum lista
séu stofnanir í heilbrigðis- og
menntunargeiranum áberandi,
meðal annars Landspítalinn.
„Einn stærsti vinnustaður
landsins er í slæmri stöðu og taka
þarf sérstaklega á launasetningu
innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir
í minnisblaðinu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður BHM, segir að dagvinnu-
laun félagsmanna BHM á heil-
brigðisstofnunum gefi raunhæfa
mynd af heildarlaununum.
„Það er ekki þannig að það sé
mikil aukavinna eða önnur vinna í
boði og það er gott að rifja það upp
að eftir hrun var gripið til mikilla
aðgerða til að hafa slíkt af fólki.
Og við sjáum það í kjarakönnun
BHM í fyrra að þar sem laun voru
að hækka virtist okkur slíkar
umframgreiðslur frekar renna til
karla en kvenna,“ segir Þórunn.
Forysta BHM átti í vikunni fund
með forsætisráðherra, Bjarna
Benediktssyni, þar sem rætt var
um stöðuna á vinnumarkaði í
aðdraganda kjaraviðræðna 17
aðildarfélaga bandalagsins við
ríkið.
Alþingi samþykkti lög á verk-
fallsaðgerðir sautján aðildarfélaga
BHM í júní 2015 og fól gerðardómi
að úrskurða um kaup og kjör
félagsmanna.
Úrskurður gerðardóms rennur
úr gildi í lok ágúst næstkomandi
og eru því fram undan samninga-
viðræður félaganna við ríkið.
Þórunn segir að BHM sé þegar
byrjað að undirbúa sig fyrir við-
ræðurnar og vonast til þess að þær
geti farið fljótt af stað.
jonhakon@frettabladid.is
Sérstök áhersla BHM á
starfsfólk Landspítala
Bandalag háskólamanna segir mikilvægt að taka á launasetningu innan
þjóðarsjúkrahússins. Fulltrúar samtakanna funduðu með forsætisráðherra í
vikunni um stöðu vinnumarkaðarins. Kjaraviðræður fara senn í hönd.
Minnstur ávinningur
á Íslandi
Ávinningur af háskólanámi er
minnstur hér á landi innan Evr-
ópu, segir í minnisblaði sem full-
trúar Bandalags háskólamanna
kynntu á fundi með Bjarna
Benediktssyni forsætisráðherra
í vikunni. Í minnisblaðinu kemur
fram að þetta megi sjá á því að
hlutfall ráðstöfunartekna þeirra,
sem aðeins hafa grunnskóla-
menntun, af ráðstöfunartekjum
háskólamenntaðra sé hæst hér.
DAGUR
ÍSLENSKRAR
NÁTTÚRU
Tilnefningar óskast til
viðurkenninga umhverfis-
og auðlindaráðuneytis
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir
tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent
verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september.
Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn,
blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki,
ljósmyndara eða rithöfundi fyrir framúrskarandi
umfjöllun um umhverfismál og/eða íslenska
náttúru undangengna tólf mánuði
(tímabilið ágúst 2016 – ágúst 2017).
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í
Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur
unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í
síðasta lagi 25. ágúst 2017 á umhverfis- og
auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík,
eða á netfangið postur@uar.is
Beitarland til sölu
Til sölu 19 ha. gott beitarland með rennandi vatni.
Staðsett í mynni Hvalfjarðar að sunnanverðu í Reykjavík.
Upplýsingar í síma 8600005/8971337
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.
Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16
Það er ekki þannig
að það sé mikil
aukavinna eða önnur vinna í
boði.
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, formaður
BHM
Jón Trausti Lúthersson huldi ekki andlit sitt er lögregla leiddi hann fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær og sýndi Jón ljósmyndara hvað honum fannst. Hann og Sveinn Gestur Tryggvason voru úrskurðaðir
í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna, grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal.
Tvímenningarnir höfðu verið í einangrun frá 8. júní en eru það ekki lengur. Mynd/Fréttablaðið
2 4 . j ú N í 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
C
-9
1
1
0
1
D
2
C
-8
F
D
4
1
D
2
C
-8
E
9
8
1
D
2
C
-8
D
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K