Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 58
Grillað með Evu Laufeyju Sumarið er komið og þá er tilvalið að grilla. Eva Laufey grillaði lax, naut, pitsu og eftirrétt í þættinum Í eldhúsi Evu á Stöð 2 á fimmtudag. Í eldhúsi Evu Eva Laufey Hermannsdóttir Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk. 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk. ólífuolía Salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar Sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk. graslaukur, smátt saxaður Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 til 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð að beygja aspasinn og sjá hvar hann brotnar, það er sem sagt trénaði hlutinn sem við viljum losna við. Sáldrið ólífuolíu yfir aspasinn ásamt sítrónusafa, kryddið til með salti og pipar. Grillið aspasinn í örfáar mínútur og um leið og hann er tilbúinn þá er hann tekinn af grill­ inu og blandaður saman við smá smjörklípu. Það er einnig æðislegt að rífa niður ferskan parmesan og bera fram með grilluðum aspas. Létt og góð grillsósa 2 dl majónes 180 g sýrður rjómi 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri sítrónu 1 tsk. hunang 1 msk. smátt saxaður graslaukur ¼ tsk. sítrónupipar Salt og pipar Blandið öllum hráefnum saman í skál eða notið matvinnsluvél til þess að fá enn fínni útgáfu af sósunni. Það er afar gott að kæla sósuna aðeins áður en hún er borin fram. Grilluð nautalund með æðislegu kartöflusalati Ljúffengt kartöflusalat 20 stk. soðnar kartöflur 2 dl majónes – eða meira, fer eftir smekk 1 msk. franskt sinnep 1 laukur 2 soðin egg 1/2 msk. steinselja 1/2 msk. graslaukur 1 tsk. hunang 1 tsk. sítrónupipar Salt, magn eftir smekk Skerið forsoðnar kartöflur í bita, skerið eggin smátt og saxið lauk afar fínt. Bætið öllum hráefnum saman í skál og hrærið varlega, saxið niður ferska steinselju og graslauk og bætið við í lokin. Best er að kæla salatið í um 30 mínútur í kæli áður en það er borið fram. Grilluð nautalund 800 g nautalund Ólífuolía Salt og pipar Steinselja Skerið nautalundina í jafn stóra bita, um 200 til 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari stein­ selju. Grillið kjötið í um 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör 1/2 villisveppaostur 250 ml rjómi 1/2 - 1 teningur nautakraftur Salt og pipar Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villi­ sveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftsteningi út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda. Klettasalat – nautalund – sósa yfir – kartöflusalat til hliðar. Grilluð tortilla pitsa með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2-3 msk. ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk. smátt söxuð steinselja Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri stein­ selju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í tvær mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Tortillapitsur Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapitsuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullin­ brún. Berið pitsuna fram með fersku salsa. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ rauð paprika 2-3 msk. smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera Handfylli kóríander Salt og pipar Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pitsunni. Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 5-6 stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanillu- dropar 50-60 g hakkað súkkulaði Mulningur 80 g hveiti 80 g sykur 80 g smjör 50 g kókosmjöl Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykur, smjör og kókosmjöl í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf að fylgjast vel með henni á grillinu. Á meðan að kakan er á grillinu er upplagt að útbúa ljúffenga karamellu­ sósu. Karamellusósa 200 g sykur 2 msk. smjör ½ - 1 dl rjómi ½ tsk. salt (sjávarsalt er best að mínu mati) Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðnaður og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . j ú n Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 C -7 3 7 0 1 D 2 C -7 2 3 4 1 D 2 C -7 0 F 8 1 D 2 C -6 F B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.