Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 20
V ið Hafþór kynntumst í gegnum sameigin-lega vini haustið 2006. Ég var rétt að verða sautján ára og hann árinu eldri. Hann byrjaði strax að reyna við mig en Hafþór er alls ekki mín týpa og ég ætlaði alls ekki að gefa neitt eftir. Ég hafði engan áhuga,“ segir Thelma Björk Steimann, barns- móðir og fyrrverandi kærasta Haf- þórs Júlíusar Björnssonar. Hún lýsir því að yfir sex mánaða tímabil hafi Hafþór verið ágengur í viðreynslu við hana og sýnt henni mikinn áhuga. „Ég fór stundum að hitta hann en komst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekkert fyrir mig. Svo um vorið 2007 var ég á djamminu, búin að eiga ömurlegt kvöld og hann bauðst til að skutla mér heim. Þá hitti hann bara á ein- hvern veikan blett hjá mér og við byrjuðum fljótt saman eftir það. Ég komst svo seinna að því að allt þetta hálfa ár sem hann gekk á eftir mér hafði hann átt kærustu. Honum tókst einhvern veginn að snúa því upp á að hún hefði nú verið orðin svo „feit og ógeðsleg“ en ég væri svo merkileg að hann hefði viljað hætta með henni fyrir mig. Hann hefði aldrei séð konu eins og mig áður, ég væri svo sérstök og svo framvegis. Eftir alla þessa ágengni í hálft ár var mér farið að finnast það frekar heillandi. Ég vissi líka að hann hefði verið í einhverju smá rugli en ég hafði alltaf verið frekar hrein og bein og alls ekki haft áhuga á fíkniefnum eða svoleiðis, svo hann lét eins og hann hefði bara aðeins verið að fikta en hefði hætt fyrir mig. Hann væri orðinn nýr og betri maður fyrir mig.“ Fyrsta kvöldið ein Thelma og Hafþór voru ung og bjuggu bæði heima hjá foreldrum sínum á þessum árum. Þau höfðu því í raun aldrei verið án einhvers konar eftirlits í sambandinu yfir nótt. Ekki fyrr en kom að ferð til Benidorm með fjölmennum hópi ungmenna sem dreifðu sér á nokkur hótel á svæðinu. „Ég hafði átt kærasta um jólin en forsendan fyrir því að fá að fara í ferðina var að ég hefði einhvern til að passa upp á mig. Þegar við Haf- þór byrjum svo af alvöru að hittast um vorið bauð ég honum bara strax að hoppa inn í ferðina. Sumarið fyrir ferðina gekk alveg ýmislegt á, Hafþór eyddi öllum strákavinum mínum úr símaskránni í símanum mínum og af msn, þannig að ég gat eiginlega ekki haft samband við þá lengur. En svo fórum við saman til Benidorm í ágúst og þá vorum við í raun í fyrsta skipti ein, ekki heima hjá foreldrum okkar.“ Thelma og Hafþór deildu her- bergi með tveimur kunningjum og nokkrir vinir Thelmu voru á sama hóteli. „Fyrsta kvöldið förum við út og á skemmtistaðinn Joker. Þar hitti ég fullt af strákum sem voru með mér í bekk í MS og stend og tala við þá. Hafþór varð alveg truflað afbrýði- samur og lamdi í borðið hjá okkur þannig að næstum öll glösin á því voru dottin. Strákarnir urðu mjög reiðir út í Hafþór og ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið. Hafþór bað strákana afsökunar en aldrei mig og kvöldið fór í það að ég var reið út í hann því ég skammaðist mín svo rosalega.“ Rifrildi Hafþórs og Thelmu hélt áfram. „Þetta varð að rifrildi um að ég mætti alveg tala við aðra karlmenn og svo framvegis. Kvöldið endaði þannig að við fórum tvö ein upp á hótelherbergi og þar réðst Hafþór á mig í fyrsta skipti. Herbergið okkar var á tuttugustu hæð og hann hótaði að henda mér niður af svölunum. Hann var að ýta mér, hrinda mér og slá mig. Daginn eftir var ég svo hrædd um að allir á hótelinu hefðu heyrt í okkur en hann baðst afsök- unar og sagði að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Ég tók þessum afsökunar- beiðnum því hvað átti ég að gera? Ég var föst á Benidorm í rúma viku í við- bót og gat ekki eyðilagt ferðina fyrir öllum hinum.“ Hafþór gaf Thelmu bleikan far- síma í það sem hún kallar „fyrir- gefðu-að-ég-lamdi-þig gjöf“. Bjargvætturinn á vistinni Daginn eftir að parið kom heim frá Benidorm tók við nýtt tímabil, að flytja burt úr Reykjavík og á Sel- foss þar sem Hafþór hafði komist á samning hjá Körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Á Selfossi byrjaði ofbeldið af alvöru. Hann sló mig og henti mér til, henti mér á hluti og braut hluti. Oft tók hann mig hálstaki þannig að ég leið út af. Stundum hélt hann mér niðri eða hélt mér með annarri hendi á meðan hann kýldi mig með hinni.“ Á heimavistinni bjó hins vegar húsvörður, kona á miðjum aldri, sem stöðvaði ofbeldið í hvert sinn sem hún heyrði hávaðann. „Hún kom auðvitað ekki á næturnar ef við rifumst því þá var hún ekki vakandi, en ef hann réðst á mig á daginn þá kom hún inn og stoppaði hann. Mér fannst eins og allir vissu þetta á Sel- fossi og ég átti bara eina vinkonu og hafði ekkert bakland. Nema konuna á vistinni. Hún alveg húðskammaði hann oft.“ Fréttablaðið hafði samband við konuna sem um ræðir. Þær Thelma þekkjast ekkert í dag og hafa ekki talað saman í hartnær tíu ár, eða síðan Thelma flutti aftur til Reykja- víkur. Í samtali við Fréttablaðið staðfestir hún frásögnina í öllum atriðum, segist oft hafa þurft að hafa afskipti af parinu og reynt að útskýra fyrir Hafþóri að hann gæti ekki og mætti ekki neyta aflsmunar þegar til rifrilda kom. Þegar kæmi að ofbeldi væri ekkert sem héti „hún byrjaði“. Thelma þurfti einu sinni að leita á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á tímabilinu. Hún segist lítið muna eftir heimsókninni. „Ég man bara eftir sjúkrahúsgöngunum og því að hafa bara verið á skömminni, hvað ég ætti að segja að hefði komið fyrir mig. Ég reyndi alltaf að passa mig og reyndi að slást við hann til að ná honum af mér. Og stundum, ef ég vissi að hann var að verða reiður og væri að fara að lemja mig, þá ögraði ég honum, bara til að ljúka því af. Það er eitthvað sem ég skammast mín enn þá fyrir en þá var þetta bara fljótar búið. Og það var allt betra þegar það var búið, þá var Hafþór miður sín yfir að hafa gengið svona langt.“ Stórar fréttir á Slysó Eftir eina önn í FSU flutti Thelma aftur til Reykjavíkur en sleit ekki sambandinu. Henni gekk vel í nýjum skóla og um vorið var komið að því að fagna próflokum ærlega. „Hafþór ætlaði ekkert að djamma. Hann vildi reyna að taka til í lífi sínu eftir að hafa fengið lélegar einkunnir í skól- anum. Ég bað hann að koma með mér að djamma en hann vildi það ekki og ætlaði bara að vera heima. Svo frétti ég af honum á Hverfis- barnum.“ Thelma fór á Hverfisbarinn, hitti Hafþór þar en hann vildi ekki skemmta sér með henni. Þau fóru að rífast, enda hafði hann sagst ekki Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barns- móðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. Í samtali við Fréttablaðið segir hún frá sambandi þeirra og frá bréfinu sem kom henni í skilning um að hún væri ekki ein. Thelma Björk Steimann er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar, Fjallsins. Mynd/Helgi ÓMarS Og STundum, ef ég viSSi að hann var að verða reiður Og væri að fara að lemja mig, þá ögraði ég hOnum, Bara Til að ljúka því af. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R20 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -8 7 3 0 1 D 2 C -8 5 F 4 1 D 2 C -8 4 B 8 1 D 2 C -8 3 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.