Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 66
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför fósturföður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Sigurvins Péturssonar Bröttugötu 2, Borgarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Jakobína S. Stefánsdóttir Sverrir Hjaltason Pétur Valgarð Hannesson María Erla Guðmundsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz Birna Rúna Ingimarsdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammt- inum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súganda- firði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náung- anum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“ Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemnings- manneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súg- andafirði í fjölda ára og varð ung odd- viti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“ gun@frettabladid.is Ekki sjálfgefið að ná fjölskyldunni saman í frí Vestfirðingurinn Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður brá sér úr svalanum á Suður- eyri til að fagna sextugsafmælinu í dag undir suðrænni sól með sínum nánustu. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan,“ segir Lilja Rafney. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts hjartkærrar eiginkonu minnar, Arndísar Árnadóttur Skógarseli 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir færir fjölskyldan öllum þeim sem komu að aðhlynningu hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Arnþór Sigurðsson Við sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og stuðning vegna andláts ástkærs eiginmanns, Óskars Arnarssonar Álagranda 22, Reykjavík. Ragnhildur Elín Garðarsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Kristín Björnsdóttir ljósmóðir, lést að hjúkrunarheimilinu Mánateigi, Hrafnistu, miðvikudaginn 21. júní. Útförin verður auglýst síðar. Ólafur G. Sigurðsson Björn Ólafsson Sigurður Ólafsson Helga Thors Hildur Hafstein og barnabörn. Einar Kári Hilmarsson, Harpa Rún Hilmarsdóttir, Auður Lilja Magnúsdóttir,Lilja Rafney, Hilmar Daði Magnússon, Jófríður Ósk Hilmarsdóttir, Gunnar Freyr Hilmarsson. 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R34 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 C -A 9 C 0 1 D 2 C -A 8 8 4 1 D 2 C -A 7 4 8 1 D 2 C -A 6 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.