Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Kaldhæðni örlaganna er þó sú að sá sem mest særist í fyrstu orustu þessa stríðs er fjármála­ ráðherrann sjálfur. Gjarnan hefur verið sagt að stjórnmálamenn græði manna mest á styrjöldum. Þær séu til þess fallnar að þjappa þjóðum saman og sýna leiðtoga í jákvæðu ljósi. Einstaka leiðtogar eru grunaðir um að hafa fundið sér tylliástæðu til stríðsbrölts til að upphefja eigin vinsældir. Falklandseyjastríð Margaret Thatcher var stundum nefnt í þessu samhengi, og jafnvel Íraksstríð Bush feðga. Þessi hugmynd var svo sýnd í fremur spaugilegu ljósi í kvikmyndinni Wag the Dog, þar sem Bandaríkjafor- seti í vandræðum skáldaði upp stríð við fjarlægt ríki til að tryggja eigið endurkjör. Engu líkara er en að Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra hafi gripið til örþrifaráða af svipuðum toga nú þegar fylgi ríkisstjórnarinnar, Viðreisnar og hans sjálfs virðist á hraðri leið með að fjara út. Sem betur fer stendur Benedikt þó ekki í hefðbundnu hernaðarbrölti. Hann sker upp herör gegn skattsvikurum. Öll getum við verið sammála um erindi ráðherrans – skattsvik eru þjóðarmein. En að slík háttsemi verði upp- rætt með því að taka tíu og fimm þúsund króna seðla úr umferð er fjarstæðukennt. Þeir sem stunda svartar greiðslur eða svarta atvinnustarfsemi láta það varla trufla sig verulega að þurfa að bíða eilítið lengur í hrað- bankanum. Svo flýtur allt í erlendum gjaldeyri á Íslandi. Þar fyrir utan virðist fjármálaráðherra lítið hafa velt fyrir sér hliðarverkunum svona aðgerðar. Á með þessu að þvinga alla Íslendinga til viðskipta við bankastofnanir með tilheyrandi kostnaði og eftirliti með einkamálefnum? Mörgum þykir milliliða- kostnaður nægur fyrir. Eru það ekki sjálfsögð mann- réttindi að fólk ákveði sjálft hvort það nýti sér banka- þjónustu en stjórnvöld neyði þeim ekki upp á okkur öll í einu formálalaust? Hvernig á að útfæra heimildir ríkisins til að fylgjast með einkafjármálum fólks? Ef plön Benedikts ganga eftir og uppræta á skattsvik með því að beina hverri krónu í einhvern skráðan farveg hlýtur það að kalla á stóraukið eftirlit ríkisins með reikningum fólks og einkamálum þess. Bankareikningar okkar geyma gríðarlegar upplýsingar um háttsemi og neyslumunst- ur. Auðvelt er að færa fyrir því rök að við eigum að fá að halda slíku út af fyrir okkur. Að minnsta kosti þarf að búa þannig um hnútana að aðgangur ríkisins og annarra að slíkum upplýsingum lúti ströngum skilyrðum. Benedikt Jóhannsson má eiga að hann hugsar stundum stórt. Hann var til skamms tíma öflugri en flest starfssystkini hans í stjórnmálunum í stuðningi við að krónunni yrði skipt út fyrir nýja mynt. Fyrir það fékk hann mörg atkvæði í síðustu kosningum. Þó að örlögin hafi hagað því þannig að lítið hafi orðið um efndir skorti hann aldrei röksemdir fyrir þeirri hug- mynd. Frekar að fólk spyrji sig hvers vegna hann fylgir henni ekki eftir af meiri dug. Útrýming reiðufjár er líka stór hugmynd. En nú er erfiðara að koma auga á rökin, enda hefur Benedikt þegar hopað. Kaldhæðni örlaganna er þó sú að sá sem mest særist í fyrstu orustu þessa stríðs er fjármálaráð- herrann sjálfur. Þúsundkallastríð KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svo- leiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp. Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði pen- ingana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér. Gleðin Þetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá lita- sjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá ein- hverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri. Gleði hins miðaldra manns Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R12 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð SKOÐUN 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -8 C 2 0 1 D 2 C -8 A E 4 1 D 2 C -8 9 A 8 1 D 2 C -8 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.