Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Side 14
mælti Penny með þvi að ég fengi hormóna, stera og blóðvökva (LIT-meðferð) frá Haffa. Allt gert til þess að líkaminn myndi ekki hafna fósturvísinum. LIT-meðferð er mjög umdeild innan læknisfræðinnar og er hvorki leyfð hér né t.d. í Bandaríkjunum en hefur verið leyfð í Bretlandi,“ útskýrir Ásthildur. „Ég fékk engar aukaverkanir og við höfðum engu að tapa, ég var tilbúin að gera allt. Þarna fékk ég öll lyf og allt sem hægt var mögulega að gera. En á þessum tímapunkti var ég eig- inlega búin að missa alla von. Þegar ég ligg á bekknum og er að jafna mig eftir uppsetn- inguna segir Haffi við Penny, „þetta verður í síðasta skipti sem hún reynir. Við erum ekki tilbúin til að reyna aftur“. Þá segir Penny við mig, „nei, þú ert ekki að hætta. Þú hættir þessu ekki, þetta er fyrir lífstíð. Og þetta er svo lítið og léttvægt í lífsbaráttunni að reyna að eignast barn“. Í rauninni sagði hún mér að hætta þessu væli. „Hættu að væla! Þú getur orðið ófrísk og ég legg hús mitt að veði að þú eignist barn. Og þú munt eignast barn á þessu ári, ég lofa þér því!“ Og hún sat hjá mér í klukkutíma og taldi í mig kjark. Því ég var bú- in að missa kjarkinn og ég var búin að missa trúna.“ „Vissi strax að ég væri ófrísk“ En samt hlýtur að hafa verið einhver lítil von hjá ykkur fyrst þið voruð þarna? „Já, já, og það er líka þrjóskan. Í okkur báðum. Og þvermóðskan. Fólk hélt að við vær- um klikkuð. Hvað ætla þau að vera lengi að reyna? Foreldrar mínir og systkini stóðu auð- vitað við bakið á okkur en hugsuðu auðvitað, hvað ætla þau eiginlega að leggja mikið á sig til að koma barni í heiminn? Og við vorum tilbúin til að leggja allt í sölurnar. Við vorum búin að skoða ættleiðingu og möguleikann á að fá staðgöngumóður.“ Í þessari þriðju ferð til Grikklands, þegar Ásthildur fékk blóðvökvann úr Haffa, auk ann- arra lyfja og hormóna, gerðist loks krafta- verkið. Þau fóru heim með vonina eina í far- teskinu en í þetta sinn leið Ásthildi öðruvísi en áður. „Ég vissi það að ég væri ófrísk. Ég bara vissi það. Ég fann það á mér.“ Fannstu það líkamlega? „Nei, ég fann það bara andlega. Ég labbaði út í búð fimm dögum eftir að ég kom heim og keypti óléttupróf og það kom jákvætt. Rúmum hálfum mánuði seinna var það svo staðfest.“ Hvernig var tilfinningin? „Tilfinningin var sú að ég þorði ekki að gleðjast. Ég var rosalega hrædd. Og fyrstu þrjá mánuðina var ég enn á lyfjum og ég var alltaf hrædd um að þetta myndi ekki ganga. Fyrstu þrjá mánuðina leið mér ekkert illa, ég var náttúrulega snarvitlaus af steraáti og kol- rugluð,“ segir hún og skellihlær. Hafþór hefur þurft að sýna jafnaðargeð þarna, og kannski í mörg ár á undan? „Já, algerlega, það er bara svoleiðis. Og við gerum grín að því. Að það hafi nú ýmislegt gengið á,“ segir Ásthildur og er viss um að þetta hafi styrkt þau bæði. „Hann er með mjög mikið jafnaðargeð, stríðinn og traustur. Hann stendur með sinni konu og er jafn þver og þrjóskur og ég. Öðruvísi hefði þetta ekki gengið. Hann studdi mig alltaf þegar ég vildi fara aftur og aftur.“ Öfundsýki og sjálfsvorkunn Ásthildur þekkir vel þá tilfinningu sem hellist yfir þegar glasafrjóvgun ekki tekst. „Maður finnur fyrir alls konar vondum tilfinningum sem maður vonaðist til að finna aldrei. Þetta er ofboðslega sárt, og maður verður öfundsjúkur út í konur sem eiga mörg börn. Ég hélt ég gæti ekki orðið öfundsjúk. Auðvitað reyndi maður að samgleðjast en maður ræður ekki við þess- ar tilfinningar. Ég var farin að vorkenna sjálfri mér svo mikið, ég skildi ekki hvað ég hafði gert af mér til að verðskulda þetta. Ég hef alltaf verið svo mikil barnakerling og hélt alltaf að ég myndi eignast fullt af börnum. Hélt ekki að það yrði mitt hlutskipti að verða barnlausa frænkan.“ Við ræðum um hversu erfitt það er að hafa ekki stjórn á þessum málum í lífi sínu. „Verandi stjórnsöm var þetta mjög mikið persónulegt áfall fyrir mig!“ segir hún og skellihlær. Maginn svartur af marblettum Glasafrjóvgun og öll sú meðferð sem henni fylgir reynir á líkama konunnar en ekki síður á sálina. „Í lyfjameðferðinni er fyrst bæling sem er eins og að fara í tíðahvörf, svo er öllu „bú- stað upp“ með hormónum til að framleiða egg. Eftir það er farið í eggheimtu og uppsetningu á fósturvísum nokkrum dögum síðar. Þetta er svo ofboðslega mikið inngrip í líkamann. Sál- arlega er það svo vonin um að eitthvað gerist, mitt í allri þessari hormónagjöf og svo sorgin á eftir þegar ekki tekst. Og svo aftur og aftur og aftur,“ útskýrir Hafþór. „Og ég var að gera þetta þrisvar, fjórum sinnum á ári. Endalaus ferðalög suður í með- ferðir og bið eftir niðurstöðum. Ég var með mjög skilningsríka bæjarstjórn. Við ákváðum það alveg frá upphafi að við skyldum vera mjög opinská með þetta. Líka upp á skilning sam- félagsins og stuðning í kringum okkur,“ segir Ásthildur og segir að hún hafi viljað að fólk vissi af hverju þau voru svona mikið í burtu. Það hafi ekki verið til að leika sér. „Við vorum að reyna að eignast barn, og þetta þurfti til.“ Eftir hverja glasafrjóvgun tekur við tveggja vikna bið. Þá skýrist hvort tilraunin hafi tekist eða mistekist. „Þá er þessi ofboðslega mikla von og bjartsýni. Og ég er svo bjartsýn að eðlisfari að ég hef alltaf trúað því að þetta verði í lagi. Svo er maður á óhemju magni af hormónum og sterum til að hafna ekki fóst- urvísunum og blóðþynnandi lyfjum. Maginn af mér var svartur af marblettum eftir spraut- urnar lengi á eftir,“ segir Ásthildur. „Ég sprautaði hana á hverjum einasta degi í gegn- um meðferðirnar,“ segir Hafþór. Ásthildur útskýrir að allur undirbúningur taki tæpa tvo mánuði með tilheyrandi lyfjum og sprautum. „Á undan reyndi ég að taka mig alltaf í gegn og fór á alls konar vítamín- og jurtakúra, tók mataræði í gegn, hætti að drekka kaffi og gos, hætti að borða sykur og hveiti, hætti að drekka áfengi. Það er bara allt reynt. Allt lífið snýst um þetta og meðferðin er á heilanum á manni. Á kvöldin var ég að leita að greinum og rannsóknum á netinu til að leita að því hvað gæti verið að mér. Af því að það fannst aldrei neitt að mér. Læknirinn sagði við mig að líkleg- ast væri ég orðin of gömul og eggin léleg, en ég var 38 ára að byrja að reyna að eignast barn. Ég trúði því ekki. Mamma var 44 ára þegar hún átti barn. Ég var alltaf að spyrja en við fengum aldr- ei nein svör. Svo síðasta árið, 2015, þegar við er- um að reyna hérna heima, er ég algerlega á síð- ustu metrunum andlega. Og við bæði, orðin úrkúla vonar að þetta gangi. Þetta voru orðnar allt of margar meðferðir,“ segir Ásthildur. Færibandavinna hjá Art Medica „Við vorum með gagnrýnar og áleitnar spurn- ingar við þá í Art Medica. Við vorum búin að lesa okkur mikið til og vorum ekki sátt en treystum alltaf læknunum að þeir vissu best. En eftir að fósturvísar sem við áttum eyðilögð- ust hjá þeim misstum við allt traust til þeirra endanlega,“ segir Hafþór. „Við vorum mjög ósátt við þessa færibanda- vinnu sem átti sér stað þarna. Eftir á að hyggja áttum við að ýta eftir því að ég yrði rannsökuð betur en ég treysti lækninum sem ég hafði verið lengi hjá og taldi að þeir vissu hvað væri best að gera,“ segir Ásthildur. „Í gegnum allt ferlið sagði læknirinn okkar að það væri allt í lagi með hana nema aldur, þetta væri líklega óútskýrð ófrjósemi,“ segir Hafþór. „Galdrakonur“ í Grikklandi Það var svo fyrir tilviljun að Hafþór frétti af læknastofu í Grikklandi þegar hann var í Hong Kong í heimsókn hjá vinum sínum. „Hulda Þór- ey Garðarsdóttir, kona vinar míns, er ljósmóðir. Hún fer að segja mér frá konu sem var að fara að fæða en Hulda átti að taka á móti öðru barni hennar. Hún hafði farið til „galdrakonunnar“ Pennyjar í Grikklandi og bendir okkur á Ser- um-læknastöðina í Aþenu,“ segir Hafþór. „Hulda Þórey og svilkona hennar, Kristrún Lind Birgisdóttir, eru örlagavaldar í okkar lífi. Í fyrsta lagi kynntu þær okkur tvö og í öðru lagi kynntu þau okkur þetta fyrirtæki,“ segir Ásthildur. Á þessum tímapunkti höfðu hjónin engu að tapa og vonin kviknaði á ný. Þau settu sig í samband við fyrirtækið og flugu til Aþenu stuttu seinna. Ásthildur var drifin í allsherjar- skoðun. „Hálftíma eftir að við vorum komin þar inn var sagt: „Nei, þetta leg getur aldrei haldið barni“,“ segir Hafþór að hafi verið sagt. „Það kom í ljós að ég var með örvef og band- vefsæxli inni í leginu, legið var fullt af dauðum vef sem þurfti að fjarlægja,“ útskýrir Ást- hildur. „Læknarnir á Serum sem skoðuðu mig sögðu, „við lögum þetta bara strax“.“ „Þetta gekk svo fljótt fyrir sig að við komum þarna inn eftir hádegi og það var pantaður tími í aðgerð morguninn eftir,“ segir Hafþór. Hvernig stendur á því að þú ert búin að fara í tíu glasafrjóvganir hér heima og enginn bú- inn að skoða almennilega í þér legið? „Það er bara stórkostlega skrítið. Ég spurði þá að þessu á sínum tíma og það var sagt að það væri ekkert að leginu á mér. Það eina sem var búið að gera var sónar og að fjarlægja eina skollans blöðru af eggjaleiðaranum mínum,“ segir Ásthildur. „Í Grikklandi fór ég síðan í legspeglun sem var gerð í svæfingu. Þetta var gert á fínum grískum einkaspítala,“ segir hún. „Við vorum komin út sólarhring eftir að við fórum fyrst þarna inn,“ segir Hafþór. Eftir það fóru þau heim til Íslands og biðu eftir að geta farið aftur út. Þau voru að vonum ánægð að nú væri búið að laga það sem hugsanlega skýrði barnleysið en tilfinningarnar voru blendnar. „Ég var bæði glaður og reiður. Glaður að það væri von en brjálaður að þeir í Art Medica hefðu ekki séð þetta og ekki rannsakað Ást- hildi nægilega mikið. En þegar við erum búin þarna úti er Art Medica hætt og skýringa því illa hægt að leita,“ segir Hafþór. Hættu að væla, þetta er fyrir lífstíð! Mánuði síðar voru þau mætt aftur til Grikk- lands, nú í uppsetningu. „Eggheimtan var búin og frjóvgun og uppsetningin eftir. Þetta var ellefta skiptið okkar og í fyrsta sinn sem við sáum hækkun á þungunarhormónum (HCG),“ segir hann. „En þó ekki nógu mikið til að halda áfram. En þá sagði hún Penny, eigandi Serum, „flott, þá vitum við alla vega að þú getur orðið ólétt“.“ Ásthildur grípur orðið. „Á þessum tíma ákvað ég að taka mér frí frá vinnu og fór í veik- indaleyfi. Ég var orðin svo úrkúla vonar. Og þegar maður er orðinn það er maður tilbúinn að ganga á endimörk læknisfræðinnar. Og tilbúinn að gera hvað sem er.“ Þau segjast hreinlega hafa verið tilbúin að prófa allt og hafna engum nýjum hugmyndum. „Við flugum svo aftur út í mars, á boðunardegi Maríu meyjar. Ég er mjög trúuð manneskja og fannst þetta allt mjög táknrænt. Uppsetn- ing á fósturvísum var síðan gerð á afmælisdegi mömmu hans Haffa. Ég sagði við hann, ef þetta verður stelpa á hún að heita Lilja, í höfuðið á henni.“ „Í kjölfar uppsetningar á fósturvísunum Litlir spariskór Lilju lágu úti í glugga. ’Í rauninni sagðihún mér að hættaþessu væli. „Hættu aðvæla! Þú getur orðið ófrísk og ég legg hús mitt að veði að þú eignist barn. Og þú munt eignast barn á þessu ári, ég lofa þér því!“ Og hún sat hjá mér í klukkutíma og taldi í mig kjark. Því ég var búin að missa kjarkinn og ég var bú- in að missa trúna. Hjónin fóru alls þrjár ferðir til Grikklands í leit að hjálp, sem þau fengu þar. Vegna meðgöngueitrunar var Ásthildur afar ljósfælin og þurfti að nota sólgleraugu. Lilja var nokkra daga í hitakassa enda fædd átta vikum fyrir tímann. Ásthildur hélt sig sjá þar hljóm- sveit þegar hún heimsótti dóttur sína á vökudeildina, en hún sá ofsjónir og var með ofheyrnir. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.