Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 15
Var ekki erfitt að segja alltaf frá þegar til- raunirnar mistókust? „Jú, rosalega erfitt. Undir það síðasta gat ég bara ekki talað um þetta. Sagði bara, þetta gekk ekki og ég bið ykkur að ræða þetta ekki við okkur. Mér fannst næstum því farið að vera skammarlegt að segja frá þessu. Og við veltum því fyrir okkur að segja ekki neitt en mér fannst skilningurinn og stuðningurinn svo dýrmætur. Ég er kannski svo opinská mann- eskja, mér fannst þetta aldrei neitt feimnis- mál. Það á ekki að vera feimnismál að fólk vilji eignast börn. Það er eitt af því sem flestir vilja í lífinu.“ Þegar loks óléttan tókst sagði Ásthildur öll- um sem vildu heyra. „Ég var svo glöð að mér fannst eiginlega nauðsynlegt að setja frétta- tilkynningu í New York Times,“ segir hún í gríni. Ásthildur segist að vonum hafa verið kvíðin og hrædd á meðgöngu að eitthvað gæti komið fyrir. Þar sem meðgangan var skilgreind sem áhættumeðganga valdi Ásthildur að barnið yrði tekið með keisara og var sett dagsetning 22. nóvember. „Mér leið vel og var rosalega spennt, fékk nokkrar þvagfærasýkingar sem drógu aðeins af mér, en annars leið mér vel.“ Litla Lilja er á leiðinni Þau segjast ekki hafa ætlað að vita kyn barns- ins fyrir fram en Ásthildur þóttist hafa séð á blaði hjá ljósmóðurinni í einni skoðun að von væri á dreng. „Við ætluðum ekki að kíkja í pakkann,“ segir Hafþór. „Ég taldi mig hafa séð það á blaði en það var mikill misskilningur, það var bara kyn föður!“ segir hún og hlær. „Svo fórum við í sónar, aftur, og Sigga litla systir mín kom með en Haffi var úti á sjó. Og við förum að tala um litla strákinn, litla kútinn. Og þá segir ljósmóðirin, „fenguði að vita kynið síðast?“ Ég svaraði að ég hefði séð það. Hún sagði þá, „það veit eng- inn kynið nema ég og ég skrifaði það hvergi“. Þá spurði hún hvort ég vildi vita kynið og ég játaði því. Þá fengum við að vita að það væri stelpa. Og við vorum ofsalega glaðar. Mig langaði í stelpu. Ég sendi Haffa skilaboð að litla Lilja væri á leiðinni.“ Safnaði barnafötum í tuttugu ár Ásthildur á sér dálítið einkennilegt áhugamál, en hún safnar barnafötum og hefur gert í tutt- ugu ár. „Ég þóttist vera að kaupa til að gefa,“ segir hún brosandi. „Þú þóttist ekkert því það mátti ekki fæðast barn í Vesturbyggð án þess að þú gæfir því föt,“ segir Hafþór. Ásthildur viðurkennir að hafa átt fullar skúffur af barnafötum sem hún segir ekki hafa farið úr tísku þótt árin hafi liðið. „Ég keypti náttúrulega svo fínt að þetta er klassík!“ segir hún og skellihlær. Blaðamaður beinir spurningu til Hafþórs. Fékkstu að kíkja ofan í þessar skúffur strax þegar þið kynntust til að komast að þessari sérkennilegu söfnunaráráttu? „Nei, en svo á einhverjum tímapunkti eftir að við kynntumst sá ég þetta og spurði hana hvað hún væri að gera með öll þessi barnaföt. Henni finnst ekkert leiðinlegt að versla,“ segir hann og brosir. Ásthildur segir að hún hafi átt lager til að gefa en hins vegar keyptu þau ekkert nýtt í skúffurnar þegar von var á Lilju. „Við erum dálítið gamaldags og þorðum ekki að gera neitt klárt,“ segir Ásthildur. „Ég er mjög hjátrúarfullur,“ bætir Hafþór við, en þau hjón keyptu einungis skiptiborð og barnavagn. „Svo er notuð fjölskylduvagga og hún fékk ekki að koma í hús fyrr en barnið var fætt og komið heim,“ segir hún. Fötin voru að sjálfsögðu til í skúffunum en pössuðu engan veginn á Lilju, sem kom fyrr í heiminn en búist var við. „Ég var úti um allan bæ eftir að hún var fædd að leita að fyrirbura- fötum,“ segir Hafþór. Ofboðslega vond hugmynd Það sem átti síðan eftir að gerast í aðdraganda fæðingar litlu dömunnar var ekki hægt að sjá fyrir, frekar en annað í lífinu. Ásthildi leið ágætlega á meðgöngu sem fyrr segir og ákvað í lok ágúst að fara til Svíþjóðar, en þá voru enn tæpir þrír mánuðir í fæðinguna. „Ég var að fara á námskeið hjá sveitar- stjórnarmönnum í viku, þaðan á vinabæjarmót í Noregi og þaðan til Þrándheims að skoða fiskeldisbæi. Þetta var samtals hálfsmánaðar ferðalag en þarna er ég gengin sex mánuði rúma. Eftir á að hyggja var þetta alveg ofsa- lega vond hugmynd. En ég fékk grænt ljós frá lækni og ljósmóður,“ segir Ásthildur, en ekki voru allir sáttir. „Mömmu fannst þetta ekki skynsamlegt og vinkona mín, hún Ólöf Nordal, var ekki sátt við þetta. Hún hótaði að taka af mér vegabréfið. Þeim fannst þetta vond hug- mynd og öllum öðrum nema mér. Þær voru of- boðslega ósáttar við þetta. En þvermóðskan í mér var mikil, og mér leið svo vel að ég upplifði að ég gæti allt. „Ofurkonusyndrómið“. Ég ætl- aði ekki að láta óléttu stoppa mig. Þannig að ég fór út og þurfti fljótlega að fara á sýklalyf vegna blöðrubólgu. Og þegar ég var komin til Noregs var ég ofboðslega þreytt. Ég hringdi í Haffa og bað hann um að koma. Í staðinn fyrir að koma heim bað ég hann að koma út, sem hann gerði. Svo kom ég heim úr ferðinni og hélt áfram að vinna og var með fyrirvaraverki, ofboðslega þreytt og leið bara ömurlega illa. Ég fór suður í skoðun og þar setur ljósmóðirin mér stólinn fyrir dyrnar. Segir mér að hætta að vinna. Að þetta sé ekki gott, ég sé orðin allt of þreytt,“ útskýrir Ásthildur. „Þá gerist það að tengdamamma deyr. Ég fer aftur vestur til að vera hjá Haffa og mæti auðvitað í vinnuna. Ég ætlaði ekki að hætta að vinna, það var svo margt sem ég átti eftir að gera, forseti Íslands var að koma í heimsókn og eftir var fjárhagsáætlunargerð og margt að undirbúa áður en ég færi í fæðingarorlof. Svo að morgni 29. september vakna ég með gríðarlegan hausverk,“ segir Ásthildur, sem hafði varla fest svefn um nóttina fyrir höf- uðkvölum. „Ég var komin með óskaplega mik- inn bjúg,“ segir hún og taldi Hafþór að hún væri komin með meðgöngueitrun; hann þekkti einkennin. Jarðarför og innlögn sama daginn „Mamma hafði fengið meðgöngueitrun þrisvar sinnum þannig að við vissum að það var ákveð- in hætta á því að ég fengi eitrunina líka því þetta er ættgengt. Ég tikkaði í öll boxin; aldur, glasafrjóvgun og ættarsaga. Bjúgurinn lagðist eins og hella yfir mig. Ég var byrjuð að þyngj- ast mjög mikið; það var bara bjúgurinn. Við mældum blóðþrýstinginn og hann var orðinn Morgunblaðið/Ásdís Draumabarnið Lilja Hafþórsdóttir fæddist 5. októ- ber 2016. Hún var aðeins 7 merkur og 42 senti- metrar en braggaðist fljótt. Í dag hefur hún tvöfald- að þyngd sína og hefur náð eðlilegri fæðingarþyngd. Fötin í skúffum Ásthildar koma nú sjálfsagt í góðar þarfir, en hún hefur safnað barnafötum í tuttugu ár. 8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.