Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Síða 24
Samkvæmt árlegri skýrslu frá
matarsérfræðingunum hjá Baum
+ Whiteman má búast við fleiri
vegan-valkostum á nýju ári.
Þar á meðal verða ýmsar kjöt-
lausar vörur sem líkjast kjöti eins
og vegan-rifin sem eru á boð-
stólum hjá Suzy Spoon’s
Vegetarian Butcher í Sydney en
þar er engum dýrum slátrað
heldur eru steikurnar og puls-
urnar sem þar fást kjötlausar.
Einnig er því spáð að það kom-
ist í tísku að bjóða upp á „charcu-
terie“-platta þar sem ekkert unn-
ið kjöt kemur við sögu heldur sé
grænmeti stillt upp á svipaðan
hátt.
Niðurstaðan er að minnsta
kosti sú að vegan-útfærslur af
hefðbundnum réttum munu
verða áberandi árið 2017.
Vegan-útgáfur vinsælar
Ljósmynd/Suzy Spoon’s Vegetarian Butcher
MATUR Meðfylgjandi mynd er frá nýjum veitingastað í Tournus í Frakklandi sem ber nafnið Deli-ces D’Alep. Á myndinni sést Rima, flóttamaður frá Sýrlandi og eigandi veitingastaðarins,bera fram rétti frá heimalandinu. Margir hafa haft áhyggjur af því að sýrlenskar mat-
arhefðir tapist í stríðinu en mörgum þeirra verður viðhaldið á þessum veitingastað.
Góðgæti frá Aleppó
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017
Það er ekki aðeins nauðsynlegt að borða heldur er
skemmtilegt að borða góðan mat. Það getur verið spenn-
andi að smakka eitthvað nýtt eða gamalt hráefni í nýjum
búningi, eins og ís í rúllum.
Lykilorðin á komandi ári eru ekki síst minni sóun og
meiri nýting, eins og fram kemur í grein Condé Nast
Traveler. Það finna áreiðanlega allir eitthvað við sitt
hæfi í matartískunni árið 2017.
Þessi girnilegi upprúllaði ís,
sem framleiddur er með ný-
stárlegum hætti er ein af
matarnýjungunum sem verða
áberandi árið 2017.
Ljósmynd/10Below
Matartískan árið 2017
Stöðugt koma fram nýjungar í mat sem gaman er að fylgjast með. Eftir-
farandi átta atriði verða áberandi í matarheiminum á komandi ári. Þarna er
að finna eitthvað sætt og annað ósætt og svo hefur tæknin líka áhrif.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Því er spáð að djúpsteiktur kjúk-
lingur haldi áfram að vera vinsæll.
Breytingin verði helst sú að hann
verði á boðstólum líka í morgun-
mat.
Þeir sem leggja leið sína til
Washington, DC geta heimsótt
veitingastað sem gerir út á þetta.
Astro Doughnuts & Friend Chick-
en býður eins og nafnið gefur til
kynna upp á kleinuhringi og steikt-
an kjúkling, jafnvel borið fram sam-
an þannig að djúpsteikti kjúkling-
urinn er inni í kleinuhringnum, rétt
eins og þetta væri hamborgari.
Bragðmiklum samlokum af
ýmsu tagi er líka spáð vinsældum
sem morgunmatur, ekki síst út af
því hversu auðvelt er að grípa eina
með sér.
Djúpsteiktur kjúklingur í
morgunmat
Ljósmynd/Scott Suchman
Sem hluti af vaxandi meðvitund um matarsóun
verður stærri hluti skepnu sem slátrað er nýttur
en áður tíðkaðist. Fínir veitingastaðir vestanhafs
notast margir við ýmsa óvenjulega bita. Condé
Nast Traveler bendir á að Parts & Labor í Balti-
more bjóði upp á djúpsteiktan svínshala og grill-
uð kjúklingahjörtu. April Bloomfield og Ken
Friedman sem eru þekkt fyrir veitingastaðinn
Spotted Pig opnuðu nýjan veitingastað, White
Gold, í New York. Þar er til dæmis boðið upp á
nautatungu.
Íslendingar með sinni innmatarhefð ættu að
geta tileinkað sér þessa matartísku án erf-
iðleika.
Nýta allan
gripinn
AFP
Almenningur verður sífellt meðvitaðri um matar-
sóun, eins og nýjasta Áramótaskaupið endurspeglaði.
En að öllu gamni slepptu heldur þessi barátta áfram
enda veitir ekki af, einum þriðja af mat sem fram-
leiddur er í heiminum er hent, að mati Sameinuðu
þjóðanna.
Stórmarkaðir með afgangsmat eru liður í þessari
baráttu en einn slíkur var opnaður í Danmörku á síð-
asta ári og matarsóun er hreinlega bönnuð í stór-
mörkuðum í Frakklandi.
Baum + Whiteman spáir því að afklippur af græn-
meti, eins og grösin af gulrótum og öðru rótar-
grænmeti, verði meira notaðar. Jafnvel verði veitinga-
staðir með sérstaka rétti helgaða grænmeti sem áður
var hent. Því fagna umhverfissinnaðir neytendur.
Stríð gegn
matarsóun
AFP