Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Side 25
Árið 2017 verður ef til vill ár-
ið sem drónar fara að afhenda
matarpantanir í meiri mæli.
Domino’s sendi pítsu heim
með þessum hætti á Nýja-
Sjálandi á síðasta ári. Fleiri
fyrirtæki eru að prufukeyra
drónaafhendingar þannig að
það styttist kannski í það að
sushi og grænn safi berist
með dróna heim að dyrum?
Flugumferðarreglur hamla
þó þessari þróun að einhverju
leyti.
Matur
með dróna
AFP
Hægt er að finna hlaðvörp um allt
mögulegt á netinu og líka mat.
Hlaðvörpum um mat fjölgar stöð-
ugt og er hægt að velja úr hundr-
uðum þeirra. Condé Nast Traveler
mælir með Prince Street, Gastro-
pod og Foodcast sem er á vegum
hins þekkta tímarits Bon Appetit
og ritstjórans Adam Rapoport. Til-
valið að hlusta á eitt hlaðvarp á
meðan verið er að stússast í eld-
húsinu.
Hlaðvörp
um mat
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Ís af einhverju tagi mun alltaf eiga upp á
pallborðið en nú er komin ný tíska.
Bragðarefur er kannski ein vinsælasta
tegundin á Íslandi en á heimsvísu er því
spáð að næsta tegundin sem nái út-
breiðslu verði ís í rúllum. Einn af þeim
stöðum sem selja slíkan ís er 10Below í
New York. Ísinn er búinn þannig til að
fljótandi efni er hellt á pönnu og hann
síðan skorinn í lengjur og rúllað upp.
Oftar en ekki er hann borinn fram með
ávöxtum eða öðru góðgæti. Það allra
nýjasta er síðan að bera hann fram í
vöffluformi sem minnir á takó.
Innblásturinn að þessari tísku er
hvernig ís er borinn fram hjá götusöl-
um í Taílandi.
Upprúllaður
ís
Matreiðslumenn munu leggja
mikla áherslu á grænmeti árið
2017, meira að segja á veitinga-
stöðum sem hafa áður snúist í
kringum kjöt. Búast má við því
að blómkál, gulrætur, rósakál og
kúrbítur verði áberandi. Græn-
kál virðist hafa toppað þótt það
eigi sína aðdáendur víða en aðrir
verða fegnir að sjá minna af því.
Nóg af
grænmeti
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ
SEMHEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni og hefur oft verið kallað hið gleymda
næringarefni. geoSilica framleiðir 100% náttúrulegan íslenskan jarðhitakísil
steinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun.
*Kísill stuðlar m.a. að:
• Styrkingu bandvefs
• Þéttleika í beinum
• Styrkingu hárs og nagla
• Betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð
geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hag-
kaupum, Nettó, Fjarðarkaupum, Fríhöfninni, jarðhitasýningON og vefverslun
geoSilica.
Reynslusaga:
BerglindÓsk Sævarsdóttir Ég er búin að vera að nota silica í góðan
tíma núna, ég byrjaði á honum í töfluformi frá öðrum framleiðendum
eftir fyrsta barn og eru rúm 5 ár síðan, en mér fannst líkaminn ekki
vera að vinna nóg úr þeim eða þær ekki virka nóg fyrir mig, og færði
mig yfir í geosilica fyrir rúmu ári. Þetta hefur reynst mér mjög vel eftir
barnsburð nr. 2 þá sérstaklega vegna hárloss, það er allt annað að sjá á
mér kollinn núna og ég vildi óska að ég ætti fyrir og eftir myndir af mér
því að þetta hefur sko sannarlega hjálpað til :D