Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017
Þ
að er keppt um margt. Verðlaun eru
veitt af litlu tilefni og allt er í góðu
gert. Við erum glámskyggn á margt
og jafnvel það sem menn hafa önglað
saman þekkingu á.
Þessi og hinn ársins
Það er t.d. ekki hollt að rifja upp tilkynningar um það
hverjir hafa verið valdir viðskiptamenn ársins af
þeim, sem best máttu vita, síðustu 15 árin eða svo.
Slíkar samantektir gætu ýtt undir óróa hjá þeim sem
teldust í áhættuhópi um úthlutun. Fróðlegt mætti
hins vegar vera að fá hlutlausa úttekt á því hvaða nýj-
ar bækur hefðu fengið lof og prís síðustu áratugi og
hvaða höfundar og hverjir væru áskrifendur að feit-
um fyrirsögnum og flóði stjarna og hverjir síður.
Næsta skrefið gæti verið að kanna hvort nokkur
myndi eftir þeim bókum og höfundum sem rákust
upp í hróssins þak í hvert eitt sinn. Það er lakara að
skoða afdrif þeirra sem eiga ónot og úrtölur vísar. Að
rakka menn í ræsið er varanlegra en að hefja þá til
skýjanna.
Talsmenn hins myrka málstaðar
Íslensk umræða um hrun var lengi vel gagnslítil og
gölluð. Hún var frá byrjun tröllum gefin, en ekki þó
öruggt að hún væri endanlega týnd. Það var mikið
rembst við að reyna að ná tökum á skammtímaminn-
inu og takturinn laglega sleginn. Hann féll í fyrstunni
vel að smekk þeirra sem áttu fé og fortíð, sem hvor-
ugt þoldi ljósið. Ýmsir skipuðu sér í þau lið, og geta
varla þrifist vel þar nema skamma hríð. Engin merki
eru þó enn um það að þeir hafi horft í spegil.
Sumir þeirra, sem hömpuðu liprustu leigupennum
skúrkanna, virtust helst óttast og höfðu orð á þeim
ótta að rógbornir segðu örfá orð um sína hlið. Slíkir
væru þá að reyna að „endurskrifa söguna“, sem var
þó aðeins fárra missera gömul!
Þeir létu eins og ómerkilegir leigupennar, og þeir
sjálfir, þusandi í þáttum með vilhalla vini allt í kring
og með staðlausum stöfum á sundurlausu bloggi,
hefðu fengið endanlegt vottorð frá Ara fróða, um að
meira yrði ekki um málið sagt. En það hefur sem bet-
ur fer aldrei staðið til á Íslandi að ljúgfróðir menn
eigi lokaorðið.
Enda þótt áhrifa frá launuðum og ólaunuðum rógs-
maskínum gæti enn þá silast sannleikurinn áfram.
Hann fer fetið. Hræðilega hægt, en dugar til.
Íslenskir dómstólar hafa komið að málum, og rétt
kúrsinn nokkuð af. En þangað ganga aðeins brota-
brot atburðarásar, svo sem eðlilegt er. Hin ólystuga
blanda áróðurs og ósanninda þarf því viðnám víðar.
Gott en gallað
Rannsóknarskýrsla Alþingis var um margt gagnleg.
Vandinn er sá helstur að þeir sem helst vitna til henn-
ar hafa bersýnilega ekki lesið hana, þótt ekki sé úti-
lokað að þeir hafi blaðað í henni og stöku sinnum
hrasað um samhengislausar setningar sem þjónuðu
lágreistri lund. Þótt skýrslan sú sé um margt grund-
vallarplagg er hún ekki gallalaus. Of oft er borinn
fram hrærigrautur þess sem skipti litlu fyrir skoð-
unarefnið og jafnvel engu. Lítill greinarmunur er ein-
att gerður á meginefni og smælki.
Eins og bent var á í efnismiklum athugasemdum
sem nefndin birti ekki sem hluta af útgefnu efni, sem
var í senn óafsakanlegt og óbilgjarnt, skaðaði van-
hæfni í nefndinni mjög trúverðugleika hennar.
En hvað sem öllu slíku líður þá skýrast mál smám
saman þótt ótrúlega mörgum sýnist enn kappsmál að
rugl og rangfærslur skipi sem lengst öndvegi umræð-
unnar. En hvort tveggja er að málaliðar mæðast og
þeir þekkjast úr. Þess vegna lúta þeir í gras að lok-
um.
Ný mynd
Nú hefur verið gerð enn ein kvikmynd eða þáttur um
atburðina miklu í efnahagslífinu fyrir tæpum áratug.
Þeir verðskulda áframhaldandi umræðu og einkum
frá óvæntum sjónarhornum.
Pétur Einarsson, sem gerir nýju myndina hefur
reynslu úr heimi fjármála- og bankaumsvifa. Bréfrit-
ari hefur ekki séð myndina. En augljóst er af því sem
Pétur segir í viðtali við Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, að þar bætast við margvíslegar upplýs-
ingar og sjónarmið, auk þeirrar sögu sem hún lýsir.
Upplýsingarnar eru eldfimar.
Hér er gripið niður í samtal þeirra Björns. Pétur
Einarsson nefnir réttilega að sagan, sem er grund-
völlur myndarinnar, sé alveg einstök. Hún taki til
fimmtán ára, „frá einkavæðingu bankanna 2003, (og)
fimm árum síðar er þetta (orðið) eitt stærsta gjald-
þrot heimssögunnar.“
Og Pétur Einarsson bætir því við, að það sem svo
gerist og sé „alveg einstakt, er það, að vogunarsjóðir
eignast raunverulega allar kröfurnar og þar af leið-
andi allt bankakerfið og það sem er líka sérstakt við
Ísland er það, að bankarnir voru með veð í öllu land-
inu, þeir voru með veð í öllum húsum, meira og
minna, bílum, atvinnutækjum, fyrirtækjum landsins.
Þannig að þegar þú eignast bankana að þá áttu landið
og það er ótrúleg saga…“
Pétur bendir á að tímarammi myndarinnar, sem er
aðeins 52 mínútur, pakki efninu mjög saman og
myndin sé mjög hröð og stíft klippt. Líklegt sé að
áhorfandinn þurfi að staldra við og jafnvel horfa oft á
myndina til þess að átta sig á öllu og „fá heildar-
tilfinningu, fyrir því sem gerðist hér, þessari geðveiki
sem við og allur heimurinn tókum þátt í“.
Bankarnir fóru, en hvert fóru þeir?
Pétur telur að saga tveggja Íslendinga, feðgina,
styrki myndina mjög og „sýni öðrum hérna á Íslandi
og kannski heiminum, hvað þetta þýðir, þegar bankar
fara á hliðina, að þá fer bara öll þjóðin á hliðina, og í
stað þess að kannski bankarnir þá reyni að bæta úr
því og hjálpa fólkinu og fyrirtækjunum í land-
inu … þá fara þeir algjörlega í hina áttina. Það er
meðal annars, held ég, út af því að þeir voru allt í einu
komnir í hendurnar á aðilum sem auðvitað bara vildu
fá sem mest til baka og voru ekkert að hugsa um
kannski aðstæður eða … samfélagslega hlið á öllu
þessu máli“.
Spyrjandinn, Björn Bjarnason, bendir á að fram
komi í myndinni að vogunarsjóðir hafi eignast bank-
ana fyrir 1-6% af virði þeirra og eftir að þeir hafi ver-
ið komnir inn þá hafi keppikeflið verið það að ná öll-
um þeim peningum sem þeim væri fært og verið
sama hvað það kostaði.
Pétur segir það mjög algengt víða í heiminum að
þegar fyrirtæki fari í þrot komi sérhæfðir sjóðir og
kaupi kröfurnar og telji sig taka mikla áhættu. Mark-
aðurinn hafi sagt þeim að hrakvirði bankanna væri
ekki meira en eins, þriggja eða sex prósent af kröfu-
virði: „Það var bara auðvitað allt (sem) fór á hliðina
hér og í heiminum á þessum tíma. Þetta var mjög erf-
itt ástand. Og ég man það í London að það var uppboð
á húsi við hliðina á (mínu) og það var selt á þessum
tíma á einn tíunda af verðinu sem ég hafði keypt mitt
hús á.
Pétur segir vogunarsjóðina hafa „keypt þessar
kröfur á örfá prósent hér“. Í framhaldinu hafi lög-
fræðingar þeirra og starfsmenn í bönkunum fengið
Vogunarsjóðir
í vinningsliði
’
Pétur Einarsson er eindregið þeirrar
skoðunar að algjörlega verði að skilja á
milli viðskiptastarfsemi bankanna og fjárfest-
ingarstarfsemi þeirra. Hinir venjulegu við-
skiptamenn bankanna hafi af því ríka hags-
muni og einstakt tækifæri sé nú til þess að
gera slíkan aðskilnað á Íslandi.
Reykjavíkurbréf06.01.17