Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017
LESBÓK
K
ristján Eldjárn byrjaði að skrifa
bókina Kuml og haugfé úr
heiðnum sið á Íslandi meðan
seinni heimsstyrjöldin stóð yfir
og bókin kom fyrst út árið 1956.
„Af mörgum góðum verkum er þetta líklega
helsta fræðirit Kristjáns,“ segir Adolf Frið-
riksson í samtali við Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins. Adolf, sem er fornleifafræðingur
og forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands,
er ritstjóri þriðju útgáfu bókarinnar.
„Bókin heldur enn gildi sínu. Hún var
grundvallarrit á sínum tíma, ekki bara fyrir
Íslendinga heldur norræn fræði almennt.
Kristján var vinsæll og duglegur að skrifa fyr-
ir almenning og fyrsta útgáfan varð met-
sölubók. Hún var endurútgefin árið 2000 og
seldist sú útgáfa líka fljótlega upp svo bókin
hefur ekki verið fáanleg síðustu tíu ár. Þess
vegna var hún gefin út enn einu sinni. Við vild-
um gera hana aðgengilega fólki enn á ný,“ seg-
ir Adolf.
„Það fer enginn í fötin hans Kristjáns. Mikil
og vönduð vinna liggur á bak við þetta verk;
Kristján hefur ekki verið duglegur heldur æv-
intýralega góður verkmaður. Allt hans hand-
tak er mjög vandað.“
Mynstur í staðsetningu kumla
Kristján lést árið 1982. „Frá því hann dó og til
ársins 2000, þegar bókin kom út í annað skipti,
höfðu mjög fá ný kuml fundist en þegar ég
skrifaði viðbætur við aðra útgáfu notaði ég
fyrst og fremst efni eftir hann sjálfan. Frá
aldamótum höfum við notað vitneskju sem
Kristján hafði safnað saman, til að átta okkur
á því hvar væri hægt að finna kuml; fórum
beinlínis út að leita, og höfum fundið kuml á
um tíu stöðum. Þær viðbætur koma nú fram í
eftirmála. Við nýttum okkur gögn frá honum
til að átta okkur á því hvort hægt væri að finna
lykil að því hvar fólk hefði verið jarðsett; hvort
eitthvert mynstur væri í staðsetningu kuml-
anna og svo reyndist vera. Við fundum nokkra
staði sem eru aðalviðbótin í þessari nýju út-
gáfu.“
Allar helstu niðurstöður Kristjáns um kuml
eru enn í fullu gildi, segir Adolf. „Hann safnar
hér á einn stað öllum upplýsingum um fundin
kuml á Íslandi, greinir fundina og svarar
nokkrum spurningum um hvenær landnám
hófst og hverjir voru landnámsmenn, hvaða
trúarsiði þeir höfðu og hvenær þeir trúarsiðir
lögðust af.“
Bókin á sem sagt ekki síður við nú en áður.
„Hún er klassík. Stundum koma fram nýjar
hugmyndir um upphaf Íslandsbyggðar; þetta
er eilífðarspurning, en bókin er hornsteinn
okkar í leit að þekkingu um landnámið. Grafir
og haugfé er í rauninni einn besti aðgangur að
fornöldinni. Bæjarrústir eru mikilvægar en í
gröfum er líka mikið af upplýsingum, til dæm-
is mannabein sem úr er hægt að lesa aldur og
kyn, sjúkdóma og jafnvel næringarástand. Svo
eru þar oft heillegir gripir og úr þeim hægt að
lesa um samfélagsgerð og uppruna fólks.
Kuml og haugfé er því ákveðið heimildasafn
um fyrstu íbúa landsins á 9. og 10. öld.“
Fyrir almenning og fræðimenn
„Þegar ég byrjaði að vinna að endurútgáfu
bókarinnar kom að því hópur fólks sem þá var
að taka fyrstu sporin í faginu. Nokkur þeirra
hafa haldið áfram og gert rannsóknir á ýmsum
afmörkuðum þáttum. Áhrifa Kristjáns gætir
mjög víða og henn er að mörgu leyti ennþá
kennari okkar, sem störfum núna.“
Adolf segir bókina annars vegar rit sem geti
gefið almenningi góðar upplýsingar um vík-
ingaöldina en einnig handbók fyrir fræðimenn
og nemendur. „Þarna er að finna á einum stað
allar upplýsingar um þetta tiltekna málefni.
Við höfum áttað okkur betur á því hvernig
hægt er að finna kumlin svo líklega finnast
fleiri á komandi árum og þá munu menn grípa
þessa bók til að átta sig á samhengi hlutanna.“
Hann segir vandasamt við kuml á Íslandi
hve lítið þau láta yfir sér. Það sé beinlínis
regla. „Á Norðurlöndum er töluvert af dálítið
stórum og áberandi grafhaugum en hér á landi
eru haugarnir mjög litlir, nánast eins og þúfur.
Þeir hafa veðrast í þúsund ár þannig að sjaldn-
ast er nokkuð sýnilegt á yfirborðinu. Ég lenti í
því, þegar ég leitaði að kumli vestur í Hrings-
dal í Arnarfirði, að standa bókstaflega ofan á
því en vissi það ekki. Þarna var uppblástur og
þannig kom kumlið í ljós, á þeim stað sem ég
stóð.“
Mikilvægt er að átta sig á því hvar kumlin
geta verið, það gerist alltof oft að þau skemm-
ast, til dæmis þegar fólk er með jarðrask,
vegna þess að þau sjást ekki. Þau skemmast
líka oft við uppblástur eða rof, eins og við
eystri Ása í Skaftártungum, þegar hlaup varð í
Eldvatni í haust; vatn reif úr bökkunum og
gæsaveiðimenn rákust á forláta sverð. Oftast
er það náttúran sem flettir ofan af kumlunum
eða þau finnast fyrir algjöra tilviljun; ferða-
menn, börn að leik eða gæsaveiðimenn, eins og
í þessu tilfelli.“
Hann segir örugglega mjög mörg kuml
ófundin. „Kuml hafa fundist á um það bil 160
stöðum á landinu en líklega hafa í upphafi ver-
ið nokkur þúsund kumlateigar eða grafreitir.
En mikið er farið, hefur blásið í burtu eða farið
undir vegi eða tún í seinni tíð.“
Svarfaðardalur á miðöldum
Kristján Eldjárn var frá Tjörn í Svarfaðardal
og heimahagarnir honum mjög hugleiknir alla
tíð. Bókin Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals
kom út hjá Forlaginu nýverið en höfundur
hennar er Árni Daníel Júlíusson, sagnfræð-
ingur og rannsóknarprófessor í stöðu Krist-
jáns Eldjárns við Þjóðminjasafnið. Bókin á sér
upphaf í drögum Kristjáns að riti um mið-
aldasögu Svarfdæla en Árni tók upp þráðinn
og nýtir sér nýjustu rannsóknir til að skoða og
greina mannlíf í Svarfaðardal á miðöldum.
Að sögn Árna Daníels skrifaði dr. Kristján
umræddan formála árið 1974, á 1100 ára af-
mæli Íslandsbyggðar. „Þau tímamót hafa blás-
ið honum þessum vilja í brjóst og þar segir
hann að ekki sé mark takandi á Svarfdælasögu
og öðrum svarfdælskum sögum um miðaldir.
Hann ætlar að skoða svæðið út frá fornleifum
og er þarna kominn með prógramm sem er
enn í gildi; ég gat alveg skrifað um málið út frá
hans hugmyndum.“
Síðan 1974 hefur verið unnið að forn-
leifaskráningu um allan Svarfaðardal, sem er
gríðarleg auðlind að ganga í, segir Árni Daní-
el. „Þá er búið að rannsaka jarðlög sem eru
mjög áberandi í dalnum. Það eru miðalda-
mannvirki sem gefa mjög góða innsýn í land-
notkun en landamerki hafa verið þau sömu frá
upphafi.“
Árni segir að komið hafi í ljós að Kristján
hafði rétt fyrir sér. „Sögurnar eru skrifaðar á
13. öld, þegar 400 ár eru liðin frá atburðum
sem þær eiga að fjalla um, og það er einfald-
„Kristján er að
mörgu leyti enn
kennari okkar“
Kristján Eldjárn við
fornleifarannsóknir
á Gröf í Öræfum
árið 1957.
Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og forseti Íslands, var mik-
ilvirkur fræðimaður. Grundvallarrit hans um upphafssögu
þjóðarinnar, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, er kom-
ið út í þriðja skipti og einnig er komin út Miðaldir í skuggsjá
Svarfaðardals, sem á sér upphaf í drögum Kristjáns að riti um
miðaldasögu Svarfdæla, sem hann setti á blað í forsetatíð sinni.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Þetta voru dásamleg ljóðajól.
Eitthvað er ólesið á borðinu,
þar á meðal ljóðabók Hall-
gríms Helgasonar, Lukka.
Fyrsta ljóðabók höfundar, en
Hallgrímur er skylminga-
meistari orðsins. Það sannar
hann líka í flæðandi þýðingu
á Óþelló Sjeikspírs sem nú er
í Þjóðleikhúsinu. Ljóðabókin
Lukka verður forvitnilegt
ferðalag.
Þórdís Gísladóttir er í
uppáhaldi hvort sem hún
skrifar ljóð eða sögur um
Randalín og Munda. Hennar
ljóðabók, Óvissustig, verður
gott nesti inn í nýtt ár, enda
Þórdís kaldhæðin, hvöss,
fyndin og hjartahlý. Það
verður fróðlegt að vinda sér
beint í ljóðin þeirra á eftir
Þorsteini frá Hamri sem ég
var að klára. Hann er djúpur
og sterkur í sinni nýju bók,
Núna. Mamma er að lesa
Látra-Björgu eftir Hermann Stefánsson. Það
verður gaman að lesa um þá mögnuðu föru-
konu, sjómann og kraftaskáld. Það ku vera
samtal á milli alda, sem er áhugaverð nálgun.
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
Þetta voru mikil lestrarjól en
samt á ég óskaplega mikið
ólesið af þeim sæg úrvals-
bóka sem koma hér út árlega
og bera íslenskum bókaút-
gefendum fagurt vitni.
Ég hlakka til að lesa flug-
sögu hins kynngimagnaða
fræðaþular og vísindamanns,
Örnólfs Thorlaciusar. Kaf-
bátasaga hans var fróðleg og
skemmtileg og ég er viss um
að flugsagan er ekki síðri.
Saga Íslands, ellefta og
síðasta bindi þessa mikla rit-
verks, er auðvitað skyldu-
lesning – og ánægjulesning –
fyrir okkur öll sem þetta land byggjum.
Síðast en ekki síst er það stórvirki Viðars
Hreinssonar um Jón Guð-
mundsson lærða – Jón lærði
og náttúrur náttúrunnar –
sem ég á eftir að taka mér
góðan tíma til að lesa. Mig
grunar að þar leynist eitt og
annað sem gæti jafnvel feng-
ið værukæran Íslending 21.
aldar til að rumska. Fyrstu
og einu fjöldamorð Íslandssögunnar, grimm-
ir fordómar og sitthvað fleira.
Sem sé, ég á ærið verk fyrir höndum en
skemmtilegt.
Jón
Hjaltason