Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 43
lega ekkert á þeim byggjandi sagnfræðilega séð og ekki á Landnámu heldur. Það verður að greina allt út frá þekkingu á fornleifafræði svæðisins þó vissulega séu til ritheimildir sem vísa aftur.“ Margt kom Árna Daníel því á óvart við grúsk hans vegna bókarskrifanna. „Já, það er óhætt að segja. Ekki hafa allir verið sammála en ég og fleiri höfum haldið því fram að hér hafi verið stéttskipt samfélag al- veg frá landnámi; að höfðingjar hafi ráðið yfir bændum og úthlutað þeim landi. En ef maður skoðar ummerkin í Svarfaðardal, bæði landa- merki, kuml og kirkjur, bendir allt eindregið til að svo hafi ekki verið. Að þarna hafi verið sjálfseignarbændur. Í Noregi eru mjög sterk- ar vísbendingar um sterka stétt sjálfseign- arbænda á þessum tíma og reyndar lengur og mjög sterkar vísbendingar eru um að jafn- réttháar fjölskyldur hafi sest að í Svarfaðardal og svipað mynstur er að finna um allan Eyja- fjörð og Þingeyjarsýslur, en ákveðnar vís- bendingar eru um annað kerfi í Skagafirði. Þetta kom mér mjög á óvart og það gekk svo langt að ég varð að skipta um skoðun.“ Á fyrstu öldum eftir landnám var sem sagt mikið jafnrétti á ákveðnum svæðum á Norður- landi en seinna breyttist ástandið og heimildir frá lokum 12. aldar benda til að þá hafi verið orðið mjög öflugt höfðingjaveldi í Svarf- aðardal. Í bókinni er fjallað um tvö höfuðból í Svarf- aðardal, Velli og Urðir. „Þau gnæfðu yfir allt þegar kom fram á 14. öld. Landinu var stjórn- að frá Urðum á 14. og 15. öld þar sem hirð- stjórinn bjó, og Vellir voru, fyrir utan munka- klaustur og biskupsstól, ein helsta miðstöð kaþólsku kirkjunnar og þar hafði aðsetur skólameistari Hólaskóla.“ Annað sem kom á óvart, segir Árni Daníel, voru niðurstöður fornleifaskráninga varðandi seljabúskap. „Sel fundust við nær öll lögbýli í Svarfaðardal á miðöldum en seinna eru engin dæmi um það. Það er óvænt. Í þriðja lagi fannst mikill fjöldi af fornum smábýlum víða um Svarfaðardal og reyndar um allan Eyja- fjörð, Þingeyjarsýslu og í Skagafirði, frá því um 1000 til 1400,“ segir Árni Daníel Júlíusson. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið ’Mjög sterkar vísbendingareru um að jafnréttháar fjöl-skyldur hafi sest að í Svarf-aðardal og svipað mynstur er að finna um allan Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur 8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Fórnarleikar bbbb Eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Mál og menning, 2016. 216 bls. Álfrún er sögumaður af guðs náð og nær að segja mikla og breiða sögu, með ríkri skírskotun til Íslands ólíkra tímabili í fáum senum. ... Álfrún þarf enga saumnál til að fara ofan í hvert spor sem þessi fjölskylda steig og í raun er ótrúlegt hve stórum og djúpristum myndum hún nær af persónum án mikils útsaums. Júlía Margrét Alexandersdóttir Tvísaga: móðir – dóttir – feður bbbbn Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Veröld, 2016. Innbundin, 335 bls. Þó að kveikjan að þessari bók sé löngun Ásdísar Höllu til að komast að faðerni sínu kemst hún að svo mörgu um ævihlaup móður sinnar og ömmu að á endanum er verkið ein átakanlegasta ættarsaga sem undirritaður man eftir að hafa lesið. . ... Textinn er mjög lipurlega skrif- aður og nær skáldævisögu en sagnfræði í framsetningu, sem eykur áhrifamátt hans. Sveinn Haraldsson Langbylgja bbbbn Eftir Gyrði Elíasson. Dimma, 2016. 270 bls. innb. En stuttar eða langar – frá- bærar, mjög góðar eða sæmi- legar – þegar allt kemur til alls verður ekki annað sagt en örsögurnar í Langbylgju veiti tryggum lesendum Gyrðis það sem þá fýsir í. Mörgum í þeim hópi finnst hreinlega ólíft í skammdeginu sem nú liggur yfir landinu, fái þeir ekki hið minnsta einn bókarskammt af skáldskap hans í tauga- kerfið. Þótt efnið sé stundum gráleitt við fyrstu sýn glampar á það í meðhöndlun skag- firska skáldsins. Þeim sem fá svima, ógleði eða önnur ónot ef sögur eru ekki til lykta leiddar, allar lausir endar hnýttir og þess háttar, er ráðlagt að stilla á aðrar bylgjur. Kristján Hrafn Guðmundsson Af ljóði ertu komin bbbbn Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Bjartur, 2016. Innbundin, 66 bls. Öll ljóðin í bókinni eru í frjálsu formi og bera engin merki hefðbundins brags; Steinunn er myndvís höf- undur og vísanir í eldri bók- menntir varða veg til skiln- ings á nokkrum ljóðum. ... Ljóðin í bókinni eru ekki auð- tekin eins og krækiber á lyngi, en þau ná hægt og bítandi tökum á lesanda og vekja með hon- um margvíslegar spurningar og benda á kennileiti lífsins af sjónarhóli sem er nýr og ögrandi. Sölvi Sveinsson Eyland bbbbn Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 2016. 252 bls. Sigríður kastar fram gríð- arlega áhugaverðum spurn- ingum og svörin sem hún fær- ir okkur eru mörg skelfileg – og skelfilega trúverðug. ... Eyland er frumraun en merkilega heildstætt og kröftugt skáldverk, á stöku stað er frásögnin dálítið dreifð og hefði mátt vinna betur með þróun að- alpersónunnar Hjalta en það kemur ekki að sök – Eyland er hárbeitt ádeila og gríðalega spennandi lesning. Maríanna Clara Lúthersdóttir Úr umsögnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.