Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 45
milljónir Bandaríkjadala í fjárhags- áætlun. Svo eru næstu Óskars- verðlaun nú bara handan við hornið. Þar sem allir eru „keen“ (varúð: textinn inniheldur spilliefni) Norsku unglingarnir í Skam trylla nú ungt fólk um allan heim og skyldi engan undra, þættirnir eru dáleið- andi. Undan ýmsu er þó hægt að kvarta, ef maður endilega vill. Til að mynda snýst líf þeirra Vilde, Noora, Eva, Sana og Chris kannski full- mikið um stráka og þær láta þá hafa of mikil áhrif á sig. Líklega gefur það hinsvegar ansi góða mynd af því hvernig það er að vera ung stúlka í Fuckboy-heimi. Öllu undarlegra val þykir undirritaðri að Sönu og öðrum múslimastúlkum í þættinum sé gefin klisjan um reiðu svörtu konuna, en vonandi verður kafað dýpra í líf þeirra í næstu þáttaröðum. Þegar upp er staðið eru allar stúlkurnar sterkar, einstakar og ólíkar en kunnuglegar persónur sem lifa í rauninni voðalega venjulegu lífi og styðja hver aðra án þess að úr því sé gert stórmál. Það, í heimi brjál- æðislegra útlitsstaðla og endalausr- ar sjónvarpsdramatíkur, er stórmál. Það að #squadgoals séu norskar táningsstúlkur en ekki Kardashian- klanið er eitthvað sem allir ættu að geta fagnað. Önnur ástæða fyrir því að Skam ratar á þennan lista snýr svo að ung- lingsdrengnum Isak sem er aðal- hetja nýjustu þáttaraðarinnar. Fem- ínismi er eftir allt marglaga og tekur til hverskonar jafnréttisbaráttu og sagan af því hvernig Isak kemur út úr skápnum er einstök í vestrænu sjónvarpi. Nú er bara að spenna greipar og vona að Ríkisútvarpið íhugi framleiðslu á sambærilegu efni um unga Íslendinga. Hver á að hamra á feðraveldinu ef ekki íslensk rappkvendi? Morgunblaðið/Eggert Grínistinn Samantha Bee er hárbeitt og hjólar í Trump. AFP Leikstjórinn Ava DuVernay vakti mikla athygli á liðnu ári. AFP Kannski RÚV ætti að huga að framleiðslu á svipuðu efni um íslenska unglinga? Sjónvarpið hefur margoft skotiðmér skelk í bringu gegnum tíð-ina. Hver man ekki eftir ill- mennum á borð við Falconetti í Gæfu eða gjörvileika, Alice Morgan í Luther, Francis Urquhart/Underwood í House of Cards eða Joð Err gamla Ewing í Dallas? Öll voru þau og eru fær um hrollvekjandi háttalag. Að ekki sé talað um allar stór- slysa- og náttúruhamfaramyndirnar og fréttir af vígum og hverskyns níðings- verkum. Sem geta því miður verið daglegt brauð. Ekkert hefur þó vakið með mér meiri ótta en spjallþáttur Ellenar DeGeneres sem sýndur er á undan fréttum Stöðvar 2 á virk- um dögum. Ekki er við Ellen sjálfa að sak- ast; hún er flott sjónvarpskona og ötull mál- svari minnihlutahópa, ekki bara í Banda- ríkjunum heldur heiminum öllum. Það eru áhorfendurnir í sjónvarpssal sem hræða mig. Og það upp úr skónum! Hvers vegna segi ég það? Jú, þeir orga og æpa úr sér lungun þáttinn út í gegn. Þeir orga og æpa úr sér lungun þegar Ellen sjálf gengur í salinn. Þeir orga og æpa úr sér lung- un þegar gestir þáttarins ganga í salinn. Loks orga þeir og æpa úr sér lungun af tvöföldum krafti þegar Ellen setur upp huggulegt bros og gefur þeim gjafir. Eðli málsins samkvæmt er ég löngu hættur að kveikja á þessum þætti en hef grun um að gjöfum sé dreift í hvert ein- asta skipti. Auk þess að orga og æpa úr sér lungun af tvöföldum krafti byrja áhorfendur í sjónvarpssal (og stundum í beinni útsendingu að heiman) að stappa og klappa, hoppa og faðmast; gjörsamlega sleppa sér eins og sjálfir Bítlarnir væru komnir saman á ný. Sjónvarpssalur breytist á augabragði í fuglabjarg þar sem refir og minkar leika lausum hala. Djöfulgangurinn hlýtur að koma fram á jarðskjálftamælum í Kaliforníu. Og mögulega víðar. Annars er þáttur Ellenar ekkert eins- dæmi; sama móðursýki greip reglulega um sig í þætti Opruh Winfrey meðan hann var og hét. Hvað í ósköpunum fær fólk til þess að missa svona gjörsamlega stjórn á sér af litlu tilefni? Er þetta sérbandarískt fyrirbrigði eða gæti þetta gerst hér á landi líka? Eigum við nokkuð að láta á það reyna? ORGAÐ OG ÆPT Í SJÓNVARPSSAL AFP Ellen DeGeneres Á skjánum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Logandi hræddur við Ellen 8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 TÓNLIST Sala á vínylplötum hefur ekki verið meiri í aldarfjórðung í Bretlandi en 3,2 milljónir slíkra platna seldust árið 2016. Það er 53% aukning frá árinu áður og þetta var níunda árið í röð sem sala á vínylplötum eykst. Árið 2007 seldust aðeins tvö hundruð þúsund vínyl- plötur í Bretlandi. 2016 var líka sögulegt í þeim skiln- ingi að fólk eyddi hærri fjárhæðum í vínylplötur en staf- rænt niðurhal. David Bowie bar af öðrum listamönnum en auk þess að eiga söluhæstu vínylplötu ársins, „Blackstar“, átti hann fimm af þrjátíu söluhæstu plöt- unum. Bowie sálaðist sem kunnugt er í byrjun síðasta árs og það hefur án efa haft áhrif á söluna. Í frétt breska blaðsins The Guardian kemur fram að það sé ekki síður ungt fólk sem sé að fjárfesta í vínyl en eldra fólk. 53% aukning í vínyl David Bowie Reuters SJÓNVARP Það skarst í odda með tveimur gamalreyndum dægurtónlistarmönnum í sjónvarpsþættinum „The New Celebrity Ap- prentice“, sem frumsýndur var í Bandaríkj- unum í vikunni. Við erum að tala um Boy George úr Culture Club og Vince Neil úr Mötley Crüe. Verkefni þeirra í téðum þætti var að semja og taka upp lag, auk þess að gera við það myndband, og George þótti Neil kneyfa ölið ótæpilega í hljóðverinu. „Ég kæri mig ekki um svona lagað,“ sagði George, sem hefur marga fjöruna sopið gegnum tíðina. Neil lét sér á hinn bóginn fátt um finnast. „Ég er löngu orðinn 21 árs,“ varð honum að orði. Staupaði sig fyrir framan Boy George Vince Neil og Boy George í essinu sínu. NBC 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.