Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Qupperneq 20

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Qupperneq 20
g|fy) Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN KEILIR Ný stjórn hjá Keili Ný stjórn tók við hjá Kiwanisklúbbnuin Keili í Keflavík á stjórnarskipta- fundi í september. Þórður Andrésson sem gegnt hafði störfum forseta síðastliðið ár lét af störfum og við tók Har- aldur Valbergsson. A fundinum voru einnig afhentar viðurkenningar. Björn Herbert Guðbjörnsson var valinn besti félaginn f klúbbnum og fékk hann afhentan bikarsemgefinn var af ekkju Þórðar Arnar Karls- sonar og börnum, en Þórður var forseti Keilis er hann lést af slysförum fyrir nokkrum árum. Þá veitti stjórn klúbbsins Einari Má Jóhannessyni viðurkenningu, sérstakan afreksmannabikar fyrir vel unnin störf í þágu Kiwan- ishreyfingarinnar. Ragnar Örn Pétursson fjölmiðlafulltrúi Keilis Ný stjórn Keilis. F.v.: Guðlaugur Guðmundsson, Andrés Hjaltason, Páll Eggertsson, Erlingur Hannesson, Róbert Þór Guðbjiirnsson og Þórður Anrésson fráf. forseti. Fremst á myndinni er Haraldur Valbergsson forseti Keilis. Þórður Andrésson og Einar Már Björn Herbert t.h. afhendir Gísla Viðari bangsana Bangsar í alla sjúkrabíla á Suðurnesjum í lok september afhenti Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavfk Rauðakrossdeild- inni á Suðurnesjum 100 bangsa ti 1 þess að hafa í öl lum sjúkrabifreiðum deildarinnar. Öllum börnum sem þarf að flytja í sjúkrabílum verða gefnir slíkir bangsar. Björn HerbertGuðbjörns- son, fyrrverandi formaður styrktarnefndar, afhenti Gísla Viðari Harðarsyni formanni Rauðakrossdeildarinnar bangsana og sagði við það tækifæri að klúbburinn myndi Mynd af bangsa í einkennisfötum Keilis halda þessu verkefni áfram og afhenda nýja bangsa reglulega. Þórður Andrésson og Björn Herbert 20 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.