Morgunblaðið - 27.11.1963, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.11.1963, Qupperneq 2
MORCUNQLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 1963 t Stefnuleysi í Flugvallarmálinu hindrar Flugfélagiö í þotukaupum • • ^ — segir Orn O. Johnson — Ákveðið að kaupa eina DC-6b til viðbótar FLUGFÉLAGIÐ hefur ákveðið að kaupa eina Cloudmaster flug- vél til viðbótar. Er þar með séð fyrir þörfum millilandaflugs fé- lagsins naesta sumar, en þá verða í förum tvær Cloudmaster (DC—6b) vélar og ein Viscout- vél. Er Mbl. fregnaði þetta hafði það samband við Örn Ó. John- son, forstjóra Flugfélagsins og fékk staðfestingar á fréttinni. Aðspurður sagði Örn, að mjög hefði verði hugleitt, hvort heppi legt hefði orði að kaupa þotu — og sennilega hefði -félagið ráð izt í þotukaup, ef ófremdar- ástandið í flugvallarmálinu hefði enn ekki- verið það sama. — En úr því að ekki varð úr þotukaupum — hvers vegna þá ekki annan Viscount? — Einfaldlega vegna þess, að Viscount er orðin full lítil fyrir okkur. Flutningaþörfin hefur aukizt það mikið á síðustu ár- um að við verðum að fá okkur stærri vélar. Árið áður en Vis- count-vélarnar voru keyptar, 1956, fluttum við 15.000 á milli landa. Árið eftir, 1957, 21,000 — og í fyrra 36,000 manns. Við þurfum tvímælalaust stærri vél- Blaðburðardreng- tapaði 1000 ur kró onum DRENGUR sem ber Mbl. út á Fálkagötuna í Reykjavík gleymdi í fyrradag að skila móður siinni 100 kr., sem hann var sendur með út í búð, áður en hann fór að bera út. Þegar hann hafði lokið lokið blaðburðinum var hann búinn að týna peningun- um. Eru þeir sem kynnu að hafa fundið peningana beðnir um að koma þeim til skila. Sáttafundur í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI hafði sáttasemj ari fund með fulltrúum iðjufé- laganna, verkamannafélaganna og verkakvennafélaganna og fulltrúum þeirra atvinnurek- enda, sem í samningum eiga við þau. Fundurinn stóð enn er blaðið fór í prentun. ar. Við höfum sent menn til Kaupmannahafnar til þess að gera kaup við SAS, en hin DC—6b vélin er líka frá SAS. — En hvaða þota kom þá helzt til greina? — Við gerðum okkar athug- anir á Caravelle og hún hæfir okkur að mörgu leyti vel — hvað stærð viðkemur o. s. frv. En nú eru fleiri nýjar að koma fram á sjónarsviðið. — Svo að aftur sé vikið að flugvallarmálinu — hvað er það, sem einkum kemur í veg fyrir að þotukaupin séu ráðleg? — Það er ckki hægt að reka þotur frá Reykjavíkurflug- velli. Við eigum aðeins einn flugvöll, sem uppfyllir slík skilyrði, Keflavíkurflugvöll. Til þess að hægt verði að reka þotur á meðallöngum vegalengdum með góðum ár- angri frá íslandi verðum við að hafa tvo velli. Með því að kaupa DC—6b Ieysum við vandamálið einungis ura stundarsakir. Enn er allt í lausu lofti um framtíð Reykja víkurflugvallar. Engin stefna liefur verið mörkuð í því efni — og þetta stefnuleysi veldur því, að Flugfélagið getur ekki byggt upp starfsemi sína, eins og æskilegt væri. Meðan engin framtíðarstefna hefur verið mörkuð í flugvallarmál inu höfum við ekkert til að styðjast við. Við höfum þegar dregizt töluvcrt aftur úr er- lendum flugfélögum — og við höldum áfram að dragast aft- ur úr þeim meðan við sitjum í sama farinu. Við þolum enga frekari bið. Hví skyldum við ekki eiga að eignast þotur eins og aðrar þjóðir. Að óbreyttu ástandi getur Flug- félag íslands ekki hafið þotu- flug. — Og hvað ber þá að gera? — Fyrst og fremst að komast að einhverri niðurstöðu, marka stefnuna um byggingu flugvalla í framtíðinni. Olíumálið fyrir Hæstarétti rétti kl. 14 á mánud. Hóf ríkissaksóknari, Valdimar Stefánsson, þá sóknarræðu sína, en búast má við, að flutningur hennar taki vikutíma. Réttinn skipa dr. jur. Þórð- ur Eyjólfsson, hrd., sem er forseti réttarins, Gizur Rerg- s t a ð hæstaréttaj-dómaranna Jónatans Hallvarðssonar og Lárusar Jóhannessonar. Verjendur eru þrir. Svein- björn Jónsson, hrl, er verj- andi Vilhjálms Þórs, Guð- mundur Ásmundsson, hrl., er verjandi Ástþórs Matthíasson- ar Helga Þorsteinsson- ar, Jóhanns Gunnars Stefáns- steinsson, hird., Árni Tryggva- sonar, Jakobs Frímannssonar son, hrd., Einar Arnalds, yfir- og Karvels ögmundissonar, og borgardómairi, og Magnús Benedikt Sigurjónsson hrl., Torfason, prófessor. Tveir hin er verjandi Hauks Hvann- ir síðastnefndu sitja dóminn í bergs. Karlakór Kellavíkur 10 ára 1. DESEMBER næstbomandi verður Karlakór Keflavíkur 10 ára. í tileíni af því niun kórinn halda afmælissamsöngva í Nýja bíó í Keflavík dagana 28. og 29. nóvember nk. Á söngskránni verða 10 ög eftir innlenda höf- unda og 9 lpg etftir erlenda. Ein- söngvarar verða félagair úr kórn uim, þeir Böðvar Þ. Pálsson, Guð jón Hjörleifsson og Haukur Þórð arson Við hljóðfærið vorður frú Ragnlheiður Skúladóttir og stjórn andi kórsins er Herbert Hribeir- scek Ágústsson. Á fyrri saimsöngvum munu konur karlakórsmanna færa ískyggilegast ef kjarnfóð urskortur verður BLAÐIÐ snéri sér í gær til dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra og spurðist fyrir hvernig bændur í landinu væru undir vetur búnir og hvernig vetur hefði gengið í garð í sveitum landsins. — Það er ekki hægt með ná- kvæmni að segja um þetta að svo stöddu, því þessa dagana eru ásetningskýrslur að berast Búnaðarfélaginu og verið að £ NA 15 hnvfar SV 50 hnúfar H Snjikoma • OH V Skúrír S Þrumur ■/////RtqrÁ^S. KuU*M\H Hmt \ W/tvorÚjS HifaM U Lmti j UM hádegi í gær var S-átt með 3—-5 stiga hita um allt land. Þá var lægðarmiðjan um 1500 km. suðvestur af Reykjanesi og virtist hreyf- ast með óvenjulegum hraðaú NA, um eða yfir 100 km. á klst. Leit því 'út fyrir storma samt veður en milt hér um slóðir. vinna úr þeim, en bráðlega munu nákvæmar upplýsingar liggja fyrir, sagði dr. Halldór. — Þó má segja að heyfengur er víðast í meðallagi, sumstaðar heldur minni, en hey yfirleitt góð. Kýr komu á gjöf og algera innistöðu í Húnavatnssýslum og Skagafirði mánuði fyrr en mörg undanfarin ár, eða 21. septem- ber. Þótt septemberáhlaupið væri ekki eins hart í Eyjafirði og Þing eyjarsýslum var það samt svo v kýr fóru snemma á innistöðu. ^em nú virðist ískyggi- legast er að kjarnfóðurskortur getur orðið í vetur, því birgðir af kjarnfóðri eru litlar í land- inu og hætta á að flutningar kunni að ganga svo seint að til tjóns verði. Getur orðið alvar- legt ef vegir teppast langtímum saman sakir snjóa, eins og lítur út fyrir nú. — Enn er að geta þess að fé fór mjög illa í hausthretinu og er því ver undir vetur búið en ella og verður fóðurþyngra. — Þetta hefir sín áhrif bæði á eyðslu fóðursins og framgang fjárins. — Það skal fram tekið að hey- byrgðir eru sízt minni nú en var i fyrrahaust og hvergi alvar- legt ástand nema í Árneshreppi á Ströndum. Þar brást gras spretta nær alveg og útheyskap ur, sem reynt var að stunda síð sumars lenti allur undir snjó sept-hretinu. Fyrir milligöngu Búnaðarfélagsins og með láni úr Bjargráðasjóði var keypt hey fyrir hreppinn norður í Svarf- aðardal. — Fé kom víða á gjöf í byrjun september á Norðurlandi og bændur hafa verið að taka það allt fram á þennan dag, síðast hér á Suðurlandi. — Enn er of snemmt að gerast svartsýnn á afkomu landbúnað- arins, þótt illa settist vetur að, sagði búnaðarmálastjóri að lok- um. kórnum að gjöf mjög vandaðann konsertflygel, en konurnar mynd uðu með sér félagsskap fyrir nokkrum árum til styrktar kórn- um. Mikil gróska hefur allt frá upphafi verið í Karlakór Kefla- víkur og er svo enn. Alltaf hefur verið vandað mjög vel til söngs og flutnings oig 'hefiur kórinn mjög oft fengið beztu einsöng- vara og undirleikara frá Reykja- víi sér til aðstoðar. Karlakórinn hefur farið okk- rar söngferðir, bæði um ná- grennið og út um landsbyggðina og tekist það vel og unnið sér vinsældir. Fyrsti stjórnandi kórs ins var Guðmundur Norðdahl en nú síðustu árin refur Herbert Hriberschek Ágústsson verið stjórnandi. Báðir hafa söngstjór- arnir verið áhugasamir og áræðn ir við uppbyiggingu söngskrár hverju sinni og verið öðrum fremur aðal drifkraftur kórsins. Karlakór Keflavíkur væntir þess að hinir fjölmörgu styrktar meðlimir hans, svo og aðrir vel unnarar kórsins fjölmenni á aif- mælissamsöngva hans. Nýi hafnargarðurinn á Þorshöfn aö gef a si| ÞÓRSHÖFN, 23. nóv. — Tíðar- far hér hefur verið fremur rysj- ótt undanfarið. Dálítið hefur hríðað og skafið svo að mjög vond færð er í þorpinu. Einnig eru vegir héðan, bæði til Vopna- fjarðar og Raufarhafnar ófærir. Nýi hafnargarðurinn, sem steyptur var í sumar, er nú þeg- ar farinn að gefa sig, Tvö ker sem sökkt var fyrir framan enda garðsins hafa sigið og losnað frá garðinum. Einnig hefur gólfið á garðinum. ýtst upp og myndar nú burst, eins og sést á mynd sem birt er á bls. 24. — Rétt er að geta þess að ekki hefur gert neitt brim ráði, aðeins smá öldugang. að Vantar hnjóbíl til læknisferða Héraðslæknirinn hér hefur í mörgu að snúast núna. Læknis- laust er í Vopnafirði og hefur hann þurft að brjótast í vondri færð á milli á jeppa, sem er alltof lítill til svona vetrarferða. En ekki er um annað að ræða, því ekki er til annað farartæki hér um slóðir betra. Snjóbíl vantar okkur tilfinnanlega. Á næstunni munu koma hér nokkrar stórar vöruflutniriga- flugvélar á vegum varnarliðsins með efni til væntanlegra fram- kvæmda á Heiðarf jalli. — Birgir. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.