Morgunblaðið - 27.11.1963, Side 13

Morgunblaðið - 27.11.1963, Side 13
1 Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 7973 50 ára 7963 ramtíð kirkjunnar efiir dr. Þóri ICr. Þórðarson, prófessar BEÐINN hef ég verið þess að Ekrifa um framtíð kirkjunnar. Ég set á blað nokkur orð um e.na hlið þess máls. Framtið kirkjunnar — björt eða dimm — speglast í áætlunum og fram- kvæmdum í Skálholti. Þar mun í ljós koma, hvort vér dugum til einhvers. Skálholt er bæði ábyrgð og tækifæri kirkjunnar í dag. Verður þar snúizt með raunhæfum aðgerðum gegn þeim vandamálum, sem við blasa í dag í lífi kirkjunnar, í lífi þjóðarinnar? fírttl Vígsla Skálholts í sumar sýndi ótvirætt — svo að iafnvel kom á óvart — að Skálholt á djúpan hljómgrunn í íslenzkri sál. Þang að streymdu þúsundir, þótt veð- ur hefðu að öðru jöfnu hamlað. Menn skeggræddu um Skálholt sem um viðburð í þjóðarsögunni. Óskipta atihygli vakti allt, sem l>ar fór fram, ekki vegna þess eins, að mönnum þætti til vígslu viðbúnaðar og athafnar koma heldur hins, að menn höfðu um árabil beðið þess fullir eftir- væntingar, að eitthvað gerðist; staðurinn var tákn eftirvænt- ingar þjóðarinnar eftir rödd kirkjurinar í islenzku þjóðfélagi ó tímamótum. Mesta peningavald á íslandi, 6terkasta stjórnmálaafl landsins stendur að baki viðreisnar Skál- holts vegna þess að þetta vald, Þetta afl býr í fólkinu sjálfu og fólkið bíður eftir því sem verður á hinum fornhelga stað. Engum stjórnmálamanni, sem er sannur stjórnmálamaður og vill hlusta eftir hjartslætti fólksins, skyldi dyljast það, að umbjóð- endur hans vænta skjótra úr- ræða en framar öllu haldgóðra. Þeir menningarstraumar, þeir manúðarstraumar og það trúar- afl, sem veitt var í æðar þjóð- lífs á horfnum öldum frá Skál- holti standa nú eins og uppi- stöðuvatn, sem bíður þess að opnuð sé stíflan, og vill fiæða um farvegi áveituskurðanna til þess að veita frjóvgun og vökv- En hvernig skal starfinu hag- að? „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis.“ Hinn rétti andi þarf að ríkja: takmarkið þarf að blasa fyrir augum skýrlega, leiðirnar að markinu að vera ljósar. Erum vér þess megnugir að beita blá- kaldri skynsemi og fyllsta raun- sæi ,er vér hefjumst handa? Er oss nóg að byggja án þess að vita með reikningslegri ná- kvæmni fyrirfram til hvers og hvers vegna? Framtíð kirkjunnar — björt eða dimm — speglast í viðreisn Skálholts, en hún speglast þó enn greinilegar í upprennandi kynslóð þessa lands, verkefnun- um sem bíða um framtiðarlíf hennar. Æskan vill eignast hlut- deild í þvi lífi og því starfi, sem byggir upp, sem horfir mót fram tíð og vekur hin blundandi öfl og æskuþróttinn, sem svellur í æðum bennar, — líf sem hafn- ar dauða, framsókn sem neitar úreltum sjónarmiðum. Hún býr yfir krafti, sem vill út. „Et Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis." Ef brýnustu verkefni líðandi stund- ar eru ekki leiðarljós framtíðar, kveður kirkjan dauðadóminn sjálf yfir sér. Ef takmarkið er mótað af sögulegri rómantík um hdrfnar aldir, er framtíð kirkj- unnar andvana fædd. Margir líta undrandi í kring- um sig, er þeir standa í miðj u iðukastinu í íslenzku þjóðfélagi í dag. Svo örar hafa breytingarn- ar orðið á sviði atvinnu og fé- lagshátta, svo skjótt hefir líf þjóðarinnar breytt um svip, að margir fyllast vonleysL Vonlaus- ir menn miðla ekki öðrum um fyrirheit framtíðarinnar. Ótta- slegnir menn eru haldnir smit- næmum sjúkdómi. Framtíðin er fyrirheit; hún býður upp á glæst ari tækifæri en framtíð nokk- urrar annarrar kynslóðar, sem hér hefir lifað. Framtíð kirkj- unnar á íslandi er merkt orð- unum úr Jesaja: Víkka út tiald þitt og láta þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana. Hér er kallað til nýrra land- vinninga í ríki andans. Guðs rödd til Tor í dag er hvatning, áskorun. Framtíðin er ögrandj. Munum vér standast? ffiá Hið nýja þjóðfélag, hið nýja ísland, sem er að taka á sig mynd fyrir augum vorum, kail- ar eftir þeim, sem þora að hugsa djarft. Þora að horfast í augu við það, að gamla ísland heyrir fortíðinni. Nýja ísland er af hinu gamla fætt og það mun lifa á arfi sínum, en því aðeins, að honum sé skipt í nýjan gjald- * miðil. Byltingarsinnar skrifuðu biblíuna. Byltingarmaður stofn- aði vora kirkjudeild, Marteinn Lúther. rrifl Hið nýja þjóðfélag á íslandi krefst aðlögunar kirkjustofnun- arinnar í landinu, aðlögunar að nýjum félagsháttum, nýjum þörf um, nýjum tækifærum. Nýir þióðfélagahættir krefjast nýrra starfsaðferða. Borgarþjóðfélagið, iðnaðarþjóðfélagið, hefir aðrar þarfir en sveitaþjóðfélag mið- aldanna, sem starfshættir kirkju stofnunarinnar eru að mestu sniðnir eftir erm í dag. Jafnvel sveitirnar nýta nútímann og tækn ina betur en víða þekkist; einnig þær kalla á endurskoðun starfsað ferðanna. — En hverjir eru þess ir nútima-starfshættir? Hver er sú nútíðarskipan, sem þjóðfélag- ið hefir tekið upp. og kirkjan þarf að laga sig að? Hvaða nú- tíma-þarfir eru það, sem kalla eftir nýrri þjónustu og hverjir eru þeir starfshættir, sem taka þarf upp? Hvaða svið þjóðlífs- ins eru það, sem ekki voru áður til, og með hverjum hætti verður þeim veitt kirkjuleg þjón usta? Þessu þurfum vér að velta fyrir okkur, þetta þurfum vér að rannsaka, hér þarf að gera tilraunir, hér þarf að hrinda starfi af stað. Þann 19. júlí 1963 gerði kirkju ráð samþykkt um alhliða upp- byggingu Skálholtsstaðar. í sam- þykkt kirkjuráðs er talað um stofnun lýðháskóla í Skálholti, er starfi í anda hinnar norrænu lýðháskólahreyfingar. En hvað er lýðháskóli? Fyrirbærið „lýð- háskóli“ þekkist í mörgum mynd um í nágrannalöndum vorum. Hver þessara mynda verður hér höfð að fyrirmynd? Hugtakið sjálft er því enginn leiðarvísir um, hvað gera skal. Lýðháskól- ar hafa gegnt sögulegu hlut- verki á Norðurlöndum. Þeir voru settir á fót að undangengr.um voldugum hreyfingum, sem far ið höfðu um þessi lönd ems og eldur í sinu, meningar og trú- arvakningum 19. aldarinnar. — Þórir Kr. Þórðarson. Lýðskólarnir voru svörun þeirr- ar þarfar, sem fyrir headx var. í dag hafa þessar stofnanir að- hæfzt kerfuðu en að suinu ieyti stöðnuðu þjóðfélagi Norður- landa. Tilvist þeirra er þessum þióðum til mikilla nytja í dag, en hún á sér ákveðnar söguieg- ar forsendur. Eru þessar sögu- legu forsendur til staðar hjá oss í dag á íslandi? Verðum vér eKki að miða við vort eigið þjóðfélag og spyrja um þarfir og úrlausn þarfa eftir þeim nútíðarsjónar- miðum, sem spretta af eðii og þörfum vors eigin þjóðfélags? Hið nýja þjóðfélag á Islandi, sem er svo nýtt, að menn gera sér stundum ekki nýjungina að fullu Ijósa, þetta nýja þjóðfélag hefir tekið iðnaðartækni í þjón- ustu sína með slíkum hraða, að vandamálin, sem tæknin hefir leyst, eru jafnmörg vandamái- unum, sem hún hefir skapað á sviði mannlífs. Hér er ekki ein- ungis fólgin brotalöm tækni- aldarinnar heldur tækifærið, sem hún býður upp á. En þjón- ustu er þörf. Og stofnanir þjóð- félagsins verða að veita þessa þjónustu. Kirkjan þarf að veita hana. Hún hlýðir á rödd Guðs, sem hann talar til vor, hvar sem vér erum á vegi staddir í marg- víslegum örlagaleik lífsins. Og hún flytur þessa rödd. Vér er- um allir kirkjan. Vér þurfum allir að hlýða á rödd Guðs til vor í dag, því hún flytur oss líkn og styrk, lýsir upp hug- skot vort og eflir viliann. Hin mannlegu vandamál, sem tækni og iðnvaeðing skapa, já vanda- mál nútímalífsins eins og það gerist í dag, eru engum ijósari en þeim, sem fremstir standa í flokki brautryðjenda á þessum sviðum iðnaðar og atvinulífs, skólamála og félagsmála. Þessi vandamál þurfum vér að ræða sameiginlega við þessa menn og gefa oss næði til þess. Þess vegna skulum vér í Skáiholti byggja slíkan samræðustað, at- hvarf hugsunar og ráðfærslu, þar sem næði og heilagt andrúms loft gerir oss kleift að leua lausnarinnar. Skálholt er staðurinn þar sem Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.