Morgunblaðið - 27.11.1963, Page 17

Morgunblaðið - 27.11.1963, Page 17
 ................... :í VtofississM ■ ■ - ÍÍÍÍÍÍÆ - nX<' Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGU N B LAÐIÐ «em æfingar, keppni og almenn sundiðkun getur farið fram allt árið. Rúm^óðir leikvellir verða í kring, svo og ágæt aðstaða til sól- baða. Þessum framkvæmdum verður nú hraðað sem tök eru á, svo að hægt verði að taka laug- arnar í notkun sem fyrst. Lang- þráðu marki sundmanna verður þá náð með því að eftir það verð ur hægt að taka upp keppni á 50 metra braut, sem tíðkast nú al- mennt erlendis. Rfctt sunnan við leikvanginn er að rísa upp hið mikla sýninga- og íþróttahús. Er það byggt af Reykjavíkurborg, samtökum at- Vinnuveganna og íþróttabanda- lagi Reykjavíkur. Nýlega var lokið við að steypa hvolfþakið, en það er fyrsta þak sinnar teg- undar hér á landi. Haldið verður áfram vinnu við húsið, og það gert fojthelt nú á næstu mánuð- um. Það fer að hylla undir þá Stund að handknattleiksmenn geti keppt á löglegum velli hér heima og boðið til landsleikja. Húsið er mesta mannvirkið, sem hingað til hefur verið reist fyrir iþróttahreyfinguna. Að grunnfleti er það 45x50 metrar, auk búningsherbergja. Lofthæð er 19 metrar, þar sem hæst er. Þarna verður auk handknatt- leiksvallar, sem verður 20x40 m, rúm fyrir körfuknattleik á tveim ur völlum og 10 badmintonvelli, auk rýmis til hvers konar íþrótta, sem æfðar eru inni. Ahorfaendarými verður fyrir 2000 manns í sætum. Nokkur hluti þeirra verða bekkir, sem hægt er að fella saman þegar hús ið er noíað til æfinga. Með þeirri ráðstöfun nýtist húsið mun bet- ur. Lítið leiksvið er í húsinu, svo við sýningar á því er hægt að nota íþróttagólfið iyrir áhorfend- ur. Geta þeir þá orðið um 3000 manns. Húsið verður einnig hægt að nota fyrir æskulýðstónleika, leikstarfsemi o. fl. Að sumarlagi verða þar svo haldnar sýningar á vegum atvinnuveganna. Við hliðina á sýninga- og í- þróttahúsinu, byggir nú íþrótta- samband íslands og íþróttabanda lag Reykjavíkur skrifstofu- og fundarhús fyrir alla yfirstjórn íþróttamálanna, sem í Reykja- vík. Verðux væntanlega lokið við þá byggingu á næsta ári. Síðar verður haldið áfram og byggður malarvöllur, sem leysa á gamla Melavöllinn af hólmi. Þá er ætlunin að byggja útivistar- svæði fyrir almenning, þar sem Líkan af sýninga- og íþróttahöllinni. íþróttir og aðrar skemmtanir geta farið fram á útileiksviði (Amfi- teater). Æfingavellir verða j arna 6—8 að tölu í framtíðinni. Að lokum hefur komið til umræðu að byggja vélfryst skautasvell í Laugardalnum, sem mætti síðar byggja yfir. Þegar öllum þessum fram- kvæmdum verður lokið verður þarna glæsileg miðstöð alls úti- lífs, ekki einungis fyrir æskuna, heldur jafnt alla borgarbúa og landsmenn, er útivist og íþrótt- um unna. Að undanförnu hefur áþreifan- lega orðið vart við, að okkur vant ar íþróttakennara og leiðbeinend ur til starfa í félögunum. En það er ein af undirstöðunum til þess að íþróttalífið geti dafnað og auk izt á næstunr.i, að ávallt: éu hæf- ir menn til þeirra starfa. íþrótta- kennaraskóli Islands á að út- skrifa íþróttakennara og sam- kvæmt lögum, einnig heimilt að koma á fót leiðbeinendanámskeið um. Á næstunni þarf því að efla íþróttakennaraskólann til stórra muna, en hann hefur allt frá fyrstu tíð starfað við mjög erfið skilyrði. Árlega verður að vísa mörgum efnilegum körlum og konum frá námi. Þarf því að hraða uppbyggingu að Laugar- vatni svo að skólinn geti gegnt skyldu sinni gagnvart íþrótta- hreyfingunni og útskrifað nægi- legan fjölda íþróttakennara, svo sem þörf er á hverju sinni. Jafn- framt þarf skólinn að geta haldið leiðbeinendanámskeið fyrir þá mörgu, sem vilja taka að sér slík störf fyrir félag sitt, en á því er mikil nauðsyn, þar sem íþróttafé- lögin munu ekki hafa þau fjár- ráð að hafa eingöngu launaða kennara í náinni framtíð. Einnig hlýtur íþróttahreyfingin ávallt að vera borin uppi af fórnfúsu starfi áhugamannsins. Það ber því að miða framkvæmdir í þessu efni við það að hægt sé að gefa þeim, sem vilja nota sinn frítíma á íþróttav öllum landsins, kost á ó- dýrari kennslu á stuttum nám- skeiðum. Þar þurfa verðandi kennarar og leiðbeinendur að fá nokkra undirstöðufræðslu um grundvallaratriðin í þjálfun og félagsmálum. í framtíðinni þarf íþróttakennaraskólinn að Laug- arvatni að miðla fróðleik um í- þróttamál og gildi íþróttanna í æ ríkari mæli. Þangað eiga íþróttakennarar og leiðbeinendur að sækja fræðslu og staðgóðan fróðleik um starf sitt á komandi Að undanförnu hafa verið gerð ar miklar kröfur til okkar ágætu íþróttamanna. Kröfur, sem ekki eru ávr.llt á sanngirni byggðar. Við höfum átt og eigum stöðugt afbragðs íþróttamenn og konur, sem borið hafa hróður íslands langt út fyrir landsteinana. Þeir hafa sigrað hvað eftir annað keppinauta sína á erlendri grund. íslenzki fáninn, tákn fullvalda þjóðar, hefur verið dreginn að hún á sigurstönginni. Þá hefur þjóðin öll fagnað fengnum sigri. En það má ekki ætlast til að við beru... ávallt sigur úr býtum. Við erum lítil þjóð, og því hollt að muna, að í hvert sinn, er okkar íþróttamenn hefja millilanda- keppni, eru þeir að keppa við mun stærri þjóðir, við íþrótta- menn, sem hafa ávallt betri skil- yrði til sigurs. Okkar menn mæta sem fulltrúar áhugaíþrótta- manna, sem er og verður talið aðalsmerki þeirra. Oft verða þeir að taka upp ójafnan leik við at- vinnumenn eða hálfatvinnumenn í íþróttagrein sinni. Það á ekki að vera markmið íþróttahreyfingarinnar, að gera alla að afreksmönnum í íþrótt- um, heldur hitt að sem flestir taki þátt í hollum líkamsæfing- um. Til þess að glæða áhuga á slíku hefur ÍSÍ komið af stað keppni um sérstakt íþróttamerki. Þessi keppni er ekki fyrst og fremst fyrir íþróttamenn, sem æfa að staðaldri undir þátttöku. í mótum, heldur miklu frekar ýtt af stað fyrir þá, sem ekki hafa hug á að taka þátt í mótum eða keppni. Hér er líka tæki- færi fyrir þá, sem eru hættir keppni, að halda áfram og vinna rétt til íþróttamerkis árlega. Til þess að öðlast rétt til í- þróttamerkis verður hver og einn að leysa fimm íþróttaþrautir af hendi. Kröfunum er í hóf stillt, svo að sérhver fullhraustur mað- ur á hvaða aldri sem er, geti unn- ið til íþróttamerkisins. Svo eng- um verði ofgert fara þær lækk- andi eftir því sem aldurinn fær- ist yfir menn. Að vísu verður ávallt að gera nokkrar kröfur til þess að eðlilegri þjálfun sé haldið við, enda er það tilgangurinn og á að vera stolt allra þeirra, er íþróttir iðka. f sérhverju velferðarríki er svo komið, að allir vilja gera kröfur til annarra, án þess að gera sömu kröfur við sjálfan sig. Þetta hefur greinilega komið fram hér, þegar þjóðin öll hefur verið þátttakandi í keppni. Á ég (þar við norrænu sundkeppnina, sem hefur farið nokkrum sinnum fram. Við höfum aðeins sigrað einu sinni, en þar hefðum við getað sigrað í öll skiptin. Ef sér- hver sundfær maður og kona hefðu lagt það á sig að halda við sinni sundkunnáttu. Keppni um íþróttamerkið á sð koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í fram tíðinni. Á íþróttavöllunum á hver og einn að læra að þekkja sjálfan sig, taka fangbrögðum við erfið- leikana og temja skapið, slíkt getur gefið sigur víðar en á í- þróttavellinum. Sannur íþrótta- maður keppir ekki til lofs eða verðlauna, hann keppir vegna þess að leikurinn heillar hann, vegna leikgleðinnar. Æskumaðurinn verður ávallt að hafa eitthvað fyrir stafni, eitt- hvað heillandi og þroskandi í sín- um frítíma. Fátt er betra en í- þróttir. Þessvegna er reynt að stefna markvisst að því að allir unglingar eigi þess kost að stunda íþróttir undir stjórn ágætra leið- beinenda. Markmiðið er að fjöld- inn æfi og iðki íþróttir til þess að stæla og styrkja líkamann, auka þrekið til þess að geta orðið betri og nýtari þjóðfélagsþegnar en ella. Husqvarna Husqvarna straujárn Husqvarna panna Husqvarna' vöfflujárn Börn á íþróttanámskeiði. Husqvarna grillteinn Eru nyfsamor tækifærisgjufir Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.