Morgunblaðið - 27.11.1963, Qupperneq 28
28
MÖRGUNBIA&IB
Miðvtlmclagur 27. n<5v. 196S
wmímmm
GAVIN HQLT:
IZKUSYNING
Ilún snarsneri sér að honum.
— Þú ert margbúinn að brjóta
hann, sagði hún. Það sem þér
þóknaðist í hvert sinn er samn-
ingur, en annað ekki. En í þetta
rtinn æta ég að ráða mér sjálf,
og mér er alveg sama, hvað þið
gerið.
Clibaud öskraði að henni: —
Ef þú mætir ekki til sýningar-
innar á morgun, þá kæri ég þig!
Stúlkan hafði aftur fengið
stjórn á sjálfri sér. Svarið var
ískalt. -- Farðu varlega, svo að
ég kæri þig ekki!
— Sussusussum! endurtók frú
Thelby. — • Eg líð ekki svona upp
þot. Þér virðist ekki gera yður
Ijóst, Claudine, að það er gest
ur hér viðshaddur. Hún sneri sér
að mér. — Þér verðið að afsaka,
hr. Tyler. Við erum í rauninni
hamingjusöm íjöiskylda hér, en
stundum getur o.kkur borið sitt
hvað í milli. Smávegis ósamkomu
]ag. Augnatillitið, sem hún sendi
mér var eitthvað hörkulegt. En
svo sneri hún aftur að stúlkunni.
— Sem innkaupamaður er hr.
Tyler með áhuga á kjólnum, sem
þér eruð í, Claudine, en engan
áhuga á einkaáhyggjum yðar.
Mér finnst þér eigið að biðja
hann afsökunar.
En Claudine var ekkert á því.
Hún beit saman vörunum og
horfði fjandsamlega á mig ísköld
um augunum. Eg er alveg viss
um að hún hafði ekki séð mig
íyrr en nú, því að ég hafði stað
ið úti við gluggann en hún ekki
litið kring um sig í stofunni. Eg
var líka viss um, að frú Thelby
hafði viljandi hleypt henni upp,
til þess að sýna mér skaplyndi
hennar og fjandskap gegn sér.
Var það bending til mín? Þá
mátti svo virðast sem frúin hefði
stúlkuna grunaða, og hefði þarna
verið að prófa hana.
dóttir hefði mátt þrá, nefið var
lítið og beint, en ofurlítið hafið
upp að framan, nægilega til að
gefa því svip, varirnar voru fal-
lega bogadregnar og hakan full
komin. í öllum aðalatriðum líkt
ist andlitið helzt . Venus eftir
Botticelli, en Claudine hafði auk
þess nokkuð, sem þessar ítöisku
stúlkur skorti — sem sé greind.
Ef til vill var það bara þessi
kuldalega greind metorðagirnd-
arinnar. Og hún gæti svei mér
brotizt til auðs og metorða! En ef
til vill skjátlaðist mér um þetta
allt saman. Hún hafði ekki af
mér eitraða augnatillitið.
— Allt í lagi sagði ég við frú
Thelby.
Clibaud skaut upp aftur úr
einhverju skúmaskoti. — Allt í
lagi! sagði hann. — C’est tout!
Og það var allt og sumt, hvað
Claudine snerti, hugsaði ég, en
þar fór ég viliur vegar. Hún gekk
út að dyrunum og greip annarri
hendi í fortjaldið. Þetta var
dramatisk stelling og áhrifamik
il. Hún leit út eins og Katrín
drottning með yglibrúnina, eða
var það kannski frú Macbeth,
að kasta hnífum.
— Eg þarf að tala við yður, hr.
Clibaud, sagði hún án þess að
kæra sig um kellinguna eða ó-
merkilegan innkaupamann. Við
vorum beinlínis alls ekki til í
hennar augum. Og Clibaud —
hann var ekki meira virði en vis
inn fífill, sem kastað væri á
jörðina til að troða á honum. —
Eg vil tala við yður áður en ég
fer í mat, sagði hún.
Hann var sýnilega órólegur.
— Það er ómögulegt, sagði hann,
— Eg er svo önnum kafinn í
dag.
— Það er áríðandi, sagði hún.
Þú hefðir betra af að gefa þér
tíma til þess.
En þá varð sú gamla vond —
verulega vond. — Nóg af þessu!
öskarði hún til stúlkunnar. — Þú
heldur kannske, að þú getir sett
Clibaud kostina, en mér geturðu
það ekki. Við ætlum ekki að fara
að nota einhverja varaskeifu á
morgun. Þú gerir svo vel að
koma, vanþakkláti stelpugopi
— annars fer í verra! Miklu
verra!
— Gott og vel, sagði Claudine.
— Eg skal koma, en það verður
þá í síðasta sinn. Og ég vil tala
við Clibaud, hvað sem öllu öðru
líður.
Hún snarsneri sér við. Fortjald
ið hreyfðist en fór svo í samt lag
aftur, og hún var horfin. Það
var útganga, samkvæmt öllum
listarinnar reglum, og kom
manni til að halda, að enginn
vissi, hvað átt hefði fyrr en misst
hefði.
Gamla konan var ennþá í upp
námi og hreytti út úr sér við'
Clibaud: — Hvað er það, sem
hún vill tala um við yður?
Hann yppti öxlum, en það var
ekkert sannfærandi. — Eg veit
það ekki, sagði hann, — Líklega
eitthvað í sambandi við búðina,
eða þá sýninguna. Kannski er
það í sambandi við þessa hreysi
kattarkápu, sem hún á að sýna.
Hún er ekki ánægð með hana.
Hún er heldur ekki upp á það
bezta á vinstri öxlinni, og hún
veit það. Hún er listræn, og hef-
ur tilfinningu fyrir fötum. Við
megum ekki láta hana fara. Hún
okkur of verðmæt.
Frúin lét þetta síðasta eins
og vind um eyrun þjóta. — Ef
eitthvað er athugavert við káp-
una, þá þarf að ná í hann Schluss
berg. Reiðin í henni var orðin
kvíðablandin. — Eg vil ekki, að
neitt sé athugavert við hana.
Hversvegna löguðuð þér hana
ekki þegar hún var mátuð?
— Schlussberg er í Brighton.
Clibaud tók upp fíngerðan vasa
klút og þerraði ennið á sér. Hugs
anir hans bárust miklu lengra
en til Brighton. — Við verðum
að fá einhvern annan til þess.
— Nei! öskraði frú Thelby
framan í hann. Við höfum ekki
nema einn feldskera. Hvað geng
ur að yður, Clibaud? Eruð þér
alveg að missa tökin á öllu sam
an? Er það meiningin, að ég
eigi að stjórna öllu, smáu og
stóru Náið þér í Abe Schlussberg
í síma og sjáið til þess, að hann
verði kominn hingað í tæka tíð.
Hann gelck að skrifborðinu og
seildist eftir símanum, en hún
stöðvaði hann, áður en hann tæki
hann upp.
— Ekki minn síma! hvæstl
hún. — Farið þér niður í búðina
og það strax! Og segið, að ég
vilji ekki láta ónáða mig. Eg
ætla að tala við Tyler.
Hann var aumingjalegur og
miður sín. Hann gekk að for-
tjaldinu, hræddur og taugaó-
styrkur. Hann var að flýta sér,
en þessi ægilega kona hafði aðra
skipun á takteinum, áður ea
hann slyppi út.
— Talið þér við hana Claudine
og vitið, hvað hún vill yður- En
gefið henni ekki eftir morgundag
inn. Hún verður að vera hérna
til að sýna þetta nýja.
— Já, frú.
Það small í hurðinni um leið
og hann lokaði henni á eftir sér.
Frú Thelby lyfti tjaldinu, til þess
að fullvissa sig um, að hann væri
farinn. En áður en hún segði
nokkuð við mig, smellti hún læs
ingunni í, svo að enginn skyldi
ana inn utan úr ganginum.
En nú var þetta allt af staðið.
Eftir að hafa látið í ljós fyrirlitn
ingu sína á mér, og ef til vill
á öllum tízkuverzlunum, um
leið, komst Claudine í embættis-
stellingar og var jafn iíflaus og
sýningarbrúða í búðarglugga.
Frú Thelby sniglaðist kring um
hana, klappaði kjólinn á einum
stað, kippti í hann á öðrum. —
Gangið þér! skipaði hún loksins
og Claudine gekk eins og sýn-
íngarbrúða. Hún fór alla leið út
að glugganum og siðan til baka.
Frú Thelby sneri sér að mér. —
Jæja, svona er þetta, hr. Tyler,
sagði hún og gaf mér merki, sem
var næstum eins og leynilegar
augnagotur. — Þessi stíll er til
sölu ef þér kærið yður um.
Eg tók bendinguna. Eg átti
þarna að vera innkaupamaður og
varð að gera eitthvað til að taka
þátt í skrípaleiknum, en vissi
bara ekkert, hvernig ég átti að
hegða mér. Eg gekk fast að stúlk
unni og klappaði á kjólinn. Lík
lega hefur það verið alveg vit-
laust, því að stúlkan í kjólnum
kveinkaði sér og sendi mér drep
andi augnatillit. Hún var að
verða vond og gat sprungið hve
nær sem vera vildi. Eg gat fund
ið hitann með fingrunum gegn
um þunnan kjólinn.
— Er þetta í lagi? spurði frú
Thelby. v
Eg sá kjólinn bara alls ekki.
Claudine var miklu eftirtektar-
verðari. Þrátt fyrir ískalda augna
tillitið, sem í þessu bili var mér
einum ætlað, voru gráblá augun
falleg. Og að kenna háralitinn á
henni við gulrót var hreinustu
meiðyrði. Hárið var ljósrauðgull
ið, nægilega glóandi til að brenna
tipp hvaða karlmann, sem vera
vildi. Jafnvel án allra aukaat-
riða var það dásamlegt, en svo
hafði hún öll aukaatriðin. Aug-
un voru gjöf, sem hver kóngs-
„njósnumál“ sýna engan skort á
samvinrvu og ættu frekar að telj
ast afreksverk en aðfinnsluverð.
Þar eð flesta svona má gerast
í höfuðb^rginni, er samvinna ör-
yggisþjónustunnar langmest við
Sérdeildina, en úti um land er
einnig ágæt samvinna.
Svo að ég snúi mér að málinu,
sem hér er um að ræða, þá er
það gott dæmi um ágæta sam-
vinnu stofnananna.
(1) 1. júlí 1961, þegar ör-
yggisþjónustan vildi fá nokk-
uð að vita um athafnir Step-
hen Wards, leitaði hún hjálp-
ar hjá Sérdeildinni.
(2) í apríl 1962, þegar Sér-
deildin fékk vitneskju um, að
Stephen Ward væri hlynnt-
ur kommúnisma, tilkynnti
hún það öryggisþjónustunni.
(3) Jafnskjótt sem skýrslur
komu um skothríð Edgecom-
bes, 15. des. 1962, tilkynnti
Sérdeildin það öryggisþjónust
unni.
(4) Jafnskjótt sem Burrows
liðþjálfi í rannsóknarlögregl
unni hafði fengið framburð
Christine Keeler, 26. jan.
1963, var Sérdeildinni til-
kynnt það. Þá urðu óheppi-
leg mistök í samstillingu inn
an lögreglunnar (sjá framar).
En 7. febrúar 1963 (jafn-
skjótt sem skýrslan frá 5.
febrúar barst), fór Sérdeildin
til öryggisþjónustunnar með
skýrsluna og báðir báru sam
an bækur sínar um, hvað gera
skyldi. Hvort sem ákvörðun
þeirra hefur verið rétt eða
röng, var að minnsta kosti
ekki um nein samvinnubrot
að ræða.
Það, hve mikillar samvinnu er
þörf milli þessara tveggja ’stofn
ana, virðist vera enn ein ástæða
til, að báðar heyri undir einn og
sama ráðherra, sem sé innanrík-
isráðherrann.
ÞRIÐJI HLUTI.
HVER BER ÁBYRGÐINA?
22. kafli.
BLÖÐIN, LÖGREGLAN OG
öryggicþjónustan.
Við lok annars hluta þessarar
skýrslu, hlýtur þessi spurning að
koma fram: Hver ber ábyrgðina
á því, sem gerðist?
40
Aðalábyrgðin hlýtur vitanlega
að liggja á herðum hr. Profumo.
í fyrsta lagi fyrir að eiga skipti
við Christine Keeler á þann
hátt, sem raun var á.. í öðru
lagi — sem verra var — að ljúga
um þetta að samverkamönnum
sínum og blekkja þá. Og í þriðja
lagi — sem verst var — að gefa
þinginu hátíðlega yflrlýsingu,
sem var lygi.
Um ábyrgðina i annarri röð
getur verið vafi. Hefði öryggis-
þjónustan átt að tilkynna ráð-
herra vitneskjuna, sem hún fékk
7. febrúar 1963? Eða hefði lög
regian átt að tilkynna uppiýs-
ingar sínar, einkum þó framburð
Chiistine Keeler, 26. jan. 4. og
5. apríl 1963? Og loks: Hefði
Sunday Pictorial átt að skýra
frá „Elsku“-bréfinu? Eða sög-
unni, sem Christine Keeler hafði
sagt blaðinu? Það má vel vera,
að hefði allt þetta efni verið
lagt fyrir forsætisráðherrann eða
innanrikisxáherrann, eða reynd-
ar hvaða ráðherra sem vera vildi,
hefði Profumo ekki tekizt að
blekkja þá. Ráðherrarnir hefðu
ekki tekið fullyrðingar hans góð
ar og gildar. Þá hefði hann sagt
af sér fyrr og aldrei gefið yfir-
lýsinguna. Eg ætla að taka þessa
liði í öfugri röð.
(I) Blaðið.
Það er eftirtektarvert, að einn
ráðamaður annars blaðs fór raun
verulega til forsætisráðuneytis-
ins, 1. febrúar 1963, og gaf því
upplýsingar á þeim grundvelli, að
um öryggismál væri að ræða. Það
mætti spyrja: Hefði ekki blað-
ið sjálft átt að gera þetta —
blaðið, sem hafði með höndum
„Elsku“-bréfið og sögu Christ-
ine Keeler? Auðvitað bar því
engin lagaskylda til þess, en var
það ekki þegnleg skylda? Ef
upplýsingarnar hefðu leitt í ljós
mikla og yfirvofandi hættu fyrir
sjálft öryggi landsins gæti eng-
inn efazt um, að það var skylda
þess að skýra einhverjum valda
manni frá því. Eins ef allt benti
til þess, að ráðherra væri hættu
legur örygginu, eins og stæði,
hefði það vel getað verið skylda
þess. En svo hátt komst það
ekki. „Elsku“-bréfið var, eins og
blaðið sagði, „hlýlegt en ekki
nein sönnun“. Blaðið var ekki
einu sinni visst um, að það væri
ófalsað. Og það vissi heldur ekki,
hversu trúverðug Christine Keel
er væri. Ward hafði sagt því, að
það, sem hún væri að segja um
Pi'ofumo, væri haugalygi. Og ef
út í það var farið, var það orð-
ið hálfs annars árs gamalt. Þetta
var blaðamatur til að segja frá,
en ekki hætta til að afstýra. Það
er að segja, ef yfirleitt væri
hægt að birta söguna. Og það
varð úr, að blaðið ákvað að birta
ekki sögu þessarar tegundar.
Mér fixjnst ekki blaðið hafi gert
neitt rangt í því að geyma sög-
una og bréfið, eins og það gerði,
þangað til eftir afsögn Profu-
mos. Ef út í það var farið, vissu
margir, að bréfið var til. En eng
inn bað nokkru sinni um að fá
að sjá það.
(H) Lögreglan.
Það var illa til fallið, að lög-
reglan skyldi ekki taka full-
komna skýrslu af Christine
Keeler, 1. febrúar 1963, eins og
ákveðið hafði verið, eða þá ein
um eða tveimur dögum síðar.
Það hefði getað leitt til frekari
rannsókna og komið málinu fyrr
á lokastig. Það hefði til dæmis
að taka getað leitt til þess, að
Ward hefði verið ákærður fyrr
og sannleikurinn um Profumo
heðfi fyrr orðið ljós. En þetta
var að kenna skorti á samstill
ingu, sem ekki er hægt að kenna
neinum einstökum um (sjá hér
að framan). En að þessu undan-
teknu stóð lögreglan fullkomlega
í stöðu sinni. Aðalinntak sögu
Christine Keeler var afhent ör
yggisþjónustunni. Lögreglan tók
að lokum skýrslu af Christine
Keeler. 4. og 5. apríl 1963 (með
an hún var að rannsaka mál dr.
Wards). Þá kom fram frekari
vitneskja um ósiðlega hegðun
ráðherra, en skýrslan bætti engu
við öryggisþátt málsins. Og það
var ekki skylda lögreglunnar að
ljóstra upp ósiðlegri hegðun. Það
er ekki hlutverk lögreglunnar að
gefa skýrslur um einkalíf manna
— jafnvel þótt ráðherrar séu. Og
hvað sem öðru leið, hafði aðal-
inntak skýrslimnar verið afhent
öryggisþjónustunni fyrir löngu,
eða 7. febrúar 1963.