Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 8
Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verð- ur olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efna- hagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær. „Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 millj- arða króna afgangur verði á fjár- lögum næsta árs. Þegar fjárlaga- frumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildar útgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslu- tíma. Í öðru lagi að varðveita kaup- mátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frum- varpinu. „Þetta er sveltistefna á vel- ferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi fjármála- ráðherra. Hún segir það aumingja- skap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góð- ærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lög- regluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þing- maður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbygg- ingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um upp- byggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjár- lagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlaus- um gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“ jonhakon@frettabladid.is Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Oddný G. Harðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar 44 milljarða króna afgangur boð- aður á rekstri ríkissjóðs árið 2018. 73 milljarðar króna fara í vaxtagjöld. 22,5% verður virðisaukaskattsþrepið 1. janúar 2019 og lækkar úr 24%. 333 Þúsund krónur eru áætluð útgjöld á hvern íbúa vegna heilbrigðismála. 3 milljarðar króna munu renna í ríkissjóð vegna afnáms afsláttar af vörugjöldum bíla- leigubíla. 18 milljarðar króna verða settir í framkvæmdir og viðhald vega. Meðal annars Dýrafjarðargöng, Beru- fjarðarbotn og nýja Vestmannaeyjaferju. 6% hækkun verður á heildarút- gjöldum ríkis- sjóðs. Þau fara úr 743 millj- örðum í tæplega 790 milljarða. 26% ríkisútgjalda fara til félags-, húsnæðis- og tryggingamála. 25% fara til heilbrigðismála. 200 milljónum36 m ill ja rð a Skuldir verða greiddar niður um 29% tekna ríkissjóðs á næsta ári eru af innheimtum virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur er stærsti skattstofninn. króna verður bætt í fram- kvæmdasjóð ferðamannastaða og mun sjóður- inn því hafa 800 milljónir til ráðstöfunar. FjárlagaFrumvarp 2018 Afgangurinn verði 19 milljörðum meiri Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði 19 milljörðum meiri en ráðgert var þegar frumvarp yfirstandandi árs var lagt fram. Stjórnarandstöðuþingmenn segja of mikla áherslu á aðhald. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær. FréttaBlaðið/anton Fresta skattahækkun á ferðaþjónustuna Hækkun virðisaukaskatts á ferða- þjónustuna sem áður hafði verið boðuð 1. júlí 2018 verður ekki fyrr en 1. janúar 2019. Með því vill ríkisstjórnin koma til móts við gagnrýni aðila innan ferða- þjónustunnar um óheppilega tímasetningu á skattahækkun- unum. Hinn 1. janúar 2019 er líka gert ráð fyrir að almennt virðisaukaskattsþrep lækki úr 24 prósentum niður í 22,5 prósent. Fjármálaráðherra segir aðgerð- ina styrkja grunngerð og skilvirkni virðisaukaskattskerfisins og jafna samkeppnisstöðu milli atvinnu- greina. Hann segir að huga þurfi að stöðu ferðaþjónustunnar með mótvægisaðgerðum, til dæmis markaðsátaki eða uppbyggingu á ferðamannastöðum. PIPA R\TBW A • SÍA • 172166 Söluráðgjafar Olís svara fyrirspurnum í síma 515 1100 og á pontun@olis.is. Sendum hvert á land sem er. VEL BÚINN MANNSKAPUR VINNUR BETUR Elka vinnu- og hlífðarfatnaður er lipur og þægilegur og tryggir góðan hreyfanleika. Vertu viss um að velja rétta fatnaðinn fyrir starfsfólkið þitt. BÁS C40 ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN Í SMÁRANUM 13.–15. SEPTEMBER. VONUMST TIL AÐ SJÁ ÞIG! 1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -C B E 8 1 D B 9 -C A A C 1 D B 9 -C 9 7 0 1 D B 9 -C 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.