Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 36
Það er minna mál en margur heldur að búa til eigið múslí. M úslí eða Granóla inniheldur hafra, hnetur, fræ og aðra saðsama holl- ustu og ætti því að teljast upplagður morgunmatur. Það er hins vegar oftar en ekki uppfullt af viðbættum sykri, sem margir vilja forðast í upphafi dags. Því er ráð að búa til eigin múslí. Það vex kannski einhverjum í augum en er í raun sáraeinfalt. Hér er uppskrift að múslí sem er alfarið laust við sykur og önnur sætuefni. Það bragðast best með ferskum ávöxtum eða berjum. Þeir sem þurfa meira sætubragð geta bætt við smávegis rúsínum eða döðlum. Heimagert sykurlaust múslí Athugið að hlutföllin eru ekki heilög. Eins má nota aðrar hnetur eftir smekk. 2 dl haframjöl 2 dl kókosmjöl eða kókosflögur 100 g möndlur 100 g pekanhnetur 100 g kasjúhentur 1-2 msk. kanill 2-3 msk. kókosolía Stillið ofninn á 200 gráður. Hakkið hnet- urnar hæfilega með hníf eða örsnöggt í mat- vinnsluvél. Hellið í vítt eldfast mót. Bætið haframjöli og kókos við og hrærið. Dreifið kanil yfir ásamt nokkrum klípum af kók- osolíu. Bakið í um það bil 20 mínútur eða þar til blandan er gullinbrún. Hrærið einu sinni til tvisvar í mótinu á meðan á bakstri stendur. Takið út og látið kólna. Hellið í lokað ílát. Geymist vel í 4-5 daga. Múslíið er til dæmis gott út á saðsama gríska jógúrt. Það bragðast líka vel með ósætri möndlumjólk. Prófið endilega að borða það með eplum, bláberjum, rifsberj- um eða öðrum ávöxtum og berjum. Þannig fæst fínasta næring út í daginn. Ósætt múslí í morgunmat Staðgóður morgunverður þykir allra meina bót. Því saðsamari því betra veganesti út í daginn og því ólíklegra að falla í freistni þegar líður á. Múslíið er án sykurs og sætuefna. Það bragðast best með ferskum ávöxtum eða berjum. Hálf öld er síðan Finnska fyrirtækið Fiskars kynnti handhægu skærin með appelsínugula handfanginu til sögunnar. Olof Back ström hannaði skærin og segja má að hann hafi brotið blað í hönnunarsögunni en þetta voru fyrstu skærin í heim- inum með plasthandfangi. Þá þótti byltingarkennt hvað þau fóru vel í hendi. Skærin voru einnig á viðráðan- legu verði og þóttu klippa jafn vel og dýrustu klæðskeraskæri sem voru úr þungum málmi. Olof leitaði í smiðju klæðskera skæranna hvað varðar form sem hann steypti í plast. Blöðin voru gerð úr pressuðu stáli. Fram að þessu höfðu skæri ekki endilega verið sjálfsagður hluti áhaldanna á heimilum. Það breytt- ist með tilkomu Fiskars-skæranna. Upphaflega áttu skærin að vera svört, græn og rauð. Sá sem blandaði plastið hafði nýlokið við að steypa appelsínugulan hlut og leifarnar af litnum í vélunum urðu til þess að fyrstu handföngin sem steypt voru urðu appelsínugul. Þegar starfsmenn Fiskars sáu þau var hætt við svarta litinn og sá appelsínuguli varð ofan á. Yfir tvær milljónir Fiskars-skæra hafa selst á þessum fimmtíu árum og eru þau ein frægasta og víðfarn- asta hönnun Finna. Í tilfefni tíma- mótanna stendur nú yfir sýning í Helsinki Design Museum. Fiskars-skærin fimmtíu ára 365.is Sími 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag*9.990 kr. á mánuði *9.990.- á mánuði. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . s e p t e M B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 9 -D 0 D 8 1 D B 9 -C F 9 C 1 D B 9 -C E 6 0 1 D B 9 -C D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.