Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Meira í heilbrigðismál Mikil aukning verður í fram- lögum til heilbrigðismála sam- kvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær. Alls nemur aukningin 13,5 milljörðum en í síðasta fjárlagafrumvarpi voru þau hækkuð um 7,3 milljarða. 2,8 milljarðar þessarar aukn- ingar munu renna í byggingu nýs Landspítala og 850 milljónir til styttingar biðlista, svo fátt eitt sé nefnt. Erfitt er og kostnaðarsamt að reka heilbrigðiskerfi, hvort sem einkaaðilar eða ríkið standa að því. Vonandi er því að þessi hækkun dugi til þess að laga flest það sem amar að kerfinu. Breytt útlendingalög Björt framtíð hefur lýst því yfir að flokkurinn muni leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga. Í tilkynn- ingu frá flokknum kom fram að breytingarnar snúi fyrst og fremst að stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Það er að sjálfsögðu gott, í raun nauðsynlegt, að breyta lögum til þess að vernda börn í viðkvæmri stöðu. Hins vegar er áhugavert að sá sem fór fyrir þingmannanefnd sem stóð að endurskoðun útlendingalaga á síðasta kjörtímabili er for- maður Bjartrar framtíðar. Hann sagði þó í gær að lögin væru lifandi plagg sem þyrfti að vinna áfram. thorgnyr@frettabladid.is Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norður-landanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar vel- gengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegt velferðarkerfi er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir. Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin nor- ræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðar- kerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkj- unum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlönd- unum. Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningar- tengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Mýtan um Norðurlöndin Guðmundur Edgarsson kennari Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölu- lega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungu- málið og deila sömu sögu, trú og hefð- um. ÚTSALANRISA H E I L S U R Ú M A R G H !!! 1 30 91 7 #1 2 SÍÐUSTU ALLRA DAGAR! F járlagafrumvarp ársins 2018 var kynnt í gær og gerir það ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi á rekstri ríkisins á næsta ári. Í ljósi þess ramma sem lög um opinber fjármál setja utan um útgjöld ríkisins og þeirrar gagnrýni sem kom fram í umsögn fjármálaráðs um ríkisfjármálastefnuna 2018-2022 fyrr á þessu ári var fjármálaráðherra nauðugur einn kostur að stíga á bremsuna. Ríkisfjármálin eru ekki sérstaklega áhugaverður eða vinsæll málaflokkur í pólitísku tilliti. Ráðherra sem talar um ábyrgð og festu í ríkisfjármálum er ekki líklegur til að skora mörg stig hjá kjósendum nema kannski þeim sem hafa háskólapróf í hagfræði. Það er líka býsna árangursrík aðferð til að svæfa mann hratt að ræða við hann um ríkisfjármál enda byrja flestir að geispa við það eitt að heyra orðið frumjöfnuður. Ríkisfjármálin eru engu að síður langmikilvægasti málaflokkurinn og upphaf og endir allrar pólitískrar stefnumörkunar. Ábyrg stefna í ríkisfjármálum er mikilvægasta velferðarmálið. Því ef skuldastaða ríkisins er vond er vaxtabyrðin þung og því minna svigrúm til útgjalda til brýnna velferðarmála. Skuldir ríkisins jukust gríðarlega eftir banka- og gjaldeyrishrunið og nær fimmfölduðust á einu og hálfu ári eftir hrun. Skuldahlutfallið fór hæst í 117 pró- sent af vergri landsframleiðslu í lok árs 2011. Frá þeim tíma hafa skuldirnar verið kerfisbundið trappaðar niður. Bæði vinstri- og hægristjórnir síðustu tveggja kjörtímabila hafa ráðist í þetta verkefni af festu og ábyrgð. Bara á þessu ári munu skuldir ríkisins lækka um 233 milljarða króna. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að heildarskuldir ríkissjóðs verði komnar niður í 28 prósent af vergri landsframleiðslu í lok næsta árs. Árið 2015 þótti það metnaðarfullt markmið að ná þessu hlutfalli niður fyrir 50 prósent árið 2019 sem sýnir kannski í hnotskurn hversu mikill árangur hefur náðst við niðurgreiðslu skulda á síðustu árum. Einhverjir stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa kvartað yfir því að álögur á landsmenn hafi ekki verið lækkaðar af neinu viti. Á síðasta ári var hag- vöxtur 7,2 prósent hér á landi sem er hærra en hjá nokkru öðru OECD-ríki. Fram kemur í glærukynningu fjármála- og efnahagsráðherra með fjárlagafrum- varpinu að þótt útlit sé fyrir að það hægi á vextinum verði efnahagsaðstæður hér á landi áfram góðar. Enda er gert ráð fyrir 3,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Það er eðlilegt að svigrúm til skattalækkana verði nýtt í næstu niðursveiflu til að örva eftirspurn. Enda væri það glórulaus stefna að lækka skatta í miðri upp- sveiflu. Gert er ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi eins og áður segir sem er talsvert meira en afgangur þessa árs. Í uppsveiflu verður ríkissjóður að skila eins miklum afgangi og er mögulegur og raunhæfur. Bæði til þess að búa í haginn og lækka skuldir en einnig til þess að hafa taumhald á þenslu. Ekki verður annað séð en að ríkisstjórnin hafi haft þessi ábyrgu markmið að leiðar- ljósi við gerð fjárlagafrumvarpsins. Ábyrg stefna Það er eðlilegt að svigrúm til skattalækk- ana verði nýtt í næstu niðursveiflu til að örva eftirspurn. Enda væri það glóru- laus stefna að lækka skatta í miðri upp- sveiflu. 1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -B 3 3 8 1 D B 9 -B 1 F C 1 D B 9 -B 0 C 0 1 D B 9 -A F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.