Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 41
NioxiN margverðlaunaðar hárvörur gegn hárlosi og hárþynningu nioxin sækir áhrif sín í húðvörur. háþróaðar meðferðir sem hver og ein inniheldur sérsniðna samsetningu virkra efna sem valin eru til þess að berjast gegn hárþynningu. Fáðu nánari upplýsingar á næstu nioxin hársnyrtistofu. Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreif- ingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svip- uðu móti og gert var með fjarskipta- markaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðs- hlutdeild gömlu ríkisreknu símafyr- irtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðal- tali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskipta- markaði 100% yfir á fjármála- markaðinn þar sem mun meiri sam- keppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkað- arins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þann- ig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrir- tæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöld- um, kortalánum og yfirdráttar- vöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýs- ingar sem birtast með reikningsyfir- litum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum við- skiptabanka innan Evrópu. Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur mark- aður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: l Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðslu- þjónustu. l Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskipta- fyrirtæki eða jafnvel verslunar- keðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. l Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. l Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis. Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslu- markaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjár- málafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum sam keppnis aðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármála- fyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglu- gerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Nýir leikendur á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB PSD2 í hnotskurn l Skilgreinir tvo nýja leikendur í greiðsluþjónustu: i Greiðsluvirkjendur sem mega framkvæma greiðslur beint af innlánareikningum banka. i Upplýsingaþjónustuveitend- ur sem mega safna saman fjárhagsupplýsingum beint af innlánareikningum banka. l Enginn samningur þarf að vera til staðar á milli bankans og þjónustuaðilans. l Samþykki viðskiptavinarins dugar. l Engin viðbótargjöld má inn- heimta af þjónustuveitandan- um né viðskiptavini bankans. l Bankar skulu veita aðgengið í gegnum opin, stöðluð þjón- ustuskil. l Starfsréttindi í einu ríki innan EES veita réttindi til að bjóða þjónustu í öllum EES-löndum. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum en nýjum innlendum keppinautum. FréTTablaðið/EyÞór 7M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . s e p t e M b e R 2 0 1 7 markaðurinn 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -9 A 8 8 1 D B 9 -9 9 4 C 1 D B 9 -9 8 1 0 1 D B 9 -9 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.