Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 4
Þetta eru tíma- bundin yfirráð enda stendur til að endurskipu- leggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta. Haraldur Guðni Eiðsson, for- stöðumaður sam- skiptasviðs Arion banka Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 SLÁANDI SEPTEMBER AFSLÁTTUR Með 200.000 kr afslætti. DÆMI: Pop 2.190.000 kr. MEÐ AFSLÆTTI: 1.990.000 kr. *Tilboðið gildir til 30. september 2017 - 200.000 kr. Allir sem kaupa eða panta nýjan Fiat hjá Ís-Band í september, geta fengið sláandi afslátt. ÁRA5ÁBYRGÐ Iðnaður Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon.  Þeir  hafa þar með misst  nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnar- formaður verksmiðjunnar og núver- andi fulltrúi hollenska hrávöru- fyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísil- málmi fyrirtækisins í gegnum Sili- con Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hlut- hafafundar United Silicon. „Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðu- maður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofn- endum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sig- rún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings  Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarfor- maður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald Uni- ted Silicon hafa ekki legið á lausu þar Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. Arion banki gekk að veðum, á nú 57 prósenta hlut og íhugar að kæra Magnús Garðarsson. Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og hluthafi kísilversins, segir ekkert hæft í fullyrðingum stjórnar United Silicon um að hann hafi stundað stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Fréttablaðið/Eyþór „Kærður fyrir eitthvað meint brot sem ég get ekki ímyndað mér hvað er“ Magnús Garðarsson segir ásakanir á hendur honum tilhæfulausar. „Þetta er ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald að félaginu United Silicon, sem ég stofnaði árið 2014 og á stóran hlut í,“ segir í yfirlýsingu sem Magnús sendi frá sér síðdegis í gær. Magnús segir Arion Banka hafa stýrt United Silicon síðan í vor, fé hafi vantað til að koma rekstrinum í lag. Bankinn og hluthafar í hópi með honum hafi að mestu komið með það fé en krafist valda í félag- inu í staðinn og sett inn sína eigin stjórnarmenn. Magnús kveðst þá hafa gengið úr stjórninni. „Bankinn stoppaði hins vegar ekki þar og hefur hann í síðustu viku reynt að taka hlutabréf okkar einstaklinga sem hafa fjárfest í félaginu. Nú í þessari viku hef ég verið kærður fyrir eitthvað meint brot, sem ég get ekki ímyndað mér hvað er, enda hef ég ekki heyrt neitt um málið fyrr en í gærkvöldi og þá í gegnum fjölmiðla. Það er augljóst að Arion Banki er að reyna að koma mér í eins lélega stöðu og mögulegt er svo hann geti eignast allt félagið án þess að borga fyrir það. Þetta er með skítugustu brögðum sem ég hef séð beitt í viðskiptaheiminum. Ég bíð eftir að heyra hver þessi meintu brot eru, svo ég geti varið mig og sannleikurinn komi fram. Ég er tilbúinn að vinna með stjórn félagsins og/eða héraðssaksóknara til að lýsa málinu frá öllu hliðum,“ segir í yfirlýsingu Magnúsar sem kveður óvægna umfjöllun hafa skaðað fjölskyldu hans og 24 aðra einstaklinga á Íslandi, í Danmörku og Hollandi. sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skulda- bréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félag- ið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garð- arsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og líf- eyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot. haraldur@frettabladid.is SaMFÉLaG Lögfræðingur og tann- læknir, kennari og íþróttavöru- framleiðandi kvittuðu undir með- mælabréf fyrir uppreist æru Róberts Downey. Gögn sem varða umsókn hans til innanríkisráðuneytisins voru birt í gær. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál kvað í gær upp úrskurð þess efnis að dómsmálaráðuneytinu væri skylt að afhenda gögnin. Var það gert á sjötta tímanum í gær. Kom þar fram að Gautur Elvar Gunnars- son, lögfræðingur og tannlæknir, kennarinn Viðar Marel Jóhannsson og Halldór Einarsson, oft kallaður Henson, hefðu lagt til meðmæla- bréf. Þeir eru æskuvinir Róberts. „Dugnaður, ósérhlífni, hjálpsemi eru þau orð, sem koma upp í hugann, þegar lýsa á Róbert,“ segir meðal annars í bréfi Viðars Marels. – jóe Æskuvinir Róberts Downey mæltu með uppreist æru hans „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrota- menn fengu uppreist æru eftir af- plánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um fram- kvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði Guðni Th. Jó- hannesson forseti við þingsetningu í gær. „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði.“ Guðni th. Jóhannes- son, forseti Íslands 1 3 . S e p t e M b e r 2 0 1 7 M I ð V I K u D a G u r4 F r É t t I r ∙ F r É t t a b L a ð I ð 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -A 4 6 8 1 D B 9 -A 3 2 C 1 D B 9 -A 1 F 0 1 D B 9 -A 0 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.